Munur á milli breytinga „Hvammstangi“

Jump to navigation Jump to search
155 bæti fjarlægð ,  fyrir 14 árum
m
út með moðið
m (út með moðið)
[[Mynd:Hvammstangi.jpg|thumb|Hvammstangi séður frá [[Þjóðvegur 1|þjóðvegi 1]]]]
'''Hvammstangi''' er þorpkaupstaður í [[Húnaþing vestra|Húnaþingi vestra]]. Það var upphaflega í [[Kirkjuhvammshreppur|Kirkjuhvammshreppi]] en var gert að sérstökum [[hreppur|hreppi]], '''Hvammstangahreppi''', hinn [[1. júlí]] [[1938]].
 
Hrepparnir tveir sameinuðust á ný [[7. júní]] [[1998]] ásamt hinum 5 hreppunum í [[Vestur-Húnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]]: [[Staðarhreppur (V-Húnavatnssýslu)|Staðarhreppi]], [[Fremri-Torfustaðahreppur|Fremri-Torfustaðahreppi]], [[Ytri-Torfustaðahreppur|Ytri-Torfustaðahreppi]], [[Þverárhreppur|Þverárhreppi]] og [[Þorkelshólshreppur|Þorkelshólshreppi]] undir nafninu ''[[Húnaþing vestra]]''.
 
Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið [[1895]] en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið [[1900]]. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu.
Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Þar er sundlaug og íþróttahús, grunnskóli, leikskóli, heilbrigðisstofnun, Sparisjóður Húnaþings og Stranda, verslun, bensínstöð og bar/veitingastaður, steypustöð og vélaverkstæði. Ýmis atvinnurekstur er á Hvammstanga, t.a.m. plastpokaverksmiðjan Pálmi, rækjuvinnslan Meleyri, sláturhús Kaupfélagsins, saumastofan Rebekka, prjóna- og saumastofan Ísprjón, gullsmíðastofan Eðalmálmsteypan, og bókhalds- og viðskiptaþjónustan Forsvar ehf.
 
Fyrir ferðamenn er margvísleg þjónusta og afþreying í boði á Hvammstanga. Bardúsa er handverkshús sem starfrækt hefur verið um áraraðir, en einnig er í þorpinu Listakot Dóru. Vorið 2007 opnaði á Hvammstanga Selasetur, sem veitir fræðslu um seli og lifnaðarhætti þeirra. Tjaldstæði Hvammstanga er í Kirkjuhvammi, sem er 200m fyrir ofan bæinn. Á Hvammstanga er jafnframt Verslunarminjasafn. Á veitingastaðnum/barnum Sirop er hægt að fá léttar veitingar svo sem flatbökur og hamborgara.
 
Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á [[Laugarbakki|Laugarbakka]] sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn.
Á Hvammstanga er einnig meginþorri starfsemi Fæðingarorlofssjóðs, en þar eru nú 8 starfsmenn.
 
Læknir hefur haft aðsetur sitt á Hvammstanga allt frá 1905 en hann þjónaði jafnframt héraðinu. Á árunum 1979 til '81 var heilsugæsla byggð á staðnum.
Hitaveita Húnaþings vestra á [[Laugarbakki|Laugarbakka]] sér Hvammstanga fyrir heitu vatni.
 
[[Hvammstangakirkja]] var vígð 21. júlí 1957. Er hún steinsteypt og tekur 160 manns í sæti. Í Kirkjuhvammi, rétt ofan Hvammstanga, er eldri kirkja - frá árinu 1882. Hún er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Gripir úr henni eru í Hvammstangakirkju og ber þar að nefna messingskírnarfat frá árinu 1753 og silfurkaleik frá 1821.
== Tenglar ==
 
== TenglarTengill ==
{{Commons}}
 
{{Íslenskur landafræðistubbur}}
 
[[Flokkur:Vestur-HúnavatnssýslaHúnaþing vestra]]
[[Flokkur:Íslensk sjávarþorp]]
[[Flokkur:Þéttbýlisstaðir Íslands]]
23.282

breytingar

Leiðsagnarval