„Hið íslenska bókmenntafélag“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Hið íslenska bókmenntafélag''' er [[Ísland|íslenskt]] bókaforlag sem var stofnað árið [[1816]] og er elsta starfandi félag á landinu. Félagið hefur gefið út mörg rit frá stofnun, þá helst íslensk, en helst er það þekkt fyrir fræðiritið (áður fréttamiðill) [[Skírnir|Skírni]] sem hefur verið gefið út síðan [[1827]]. Skírnir er elsta tímarit á [[norðurlönd|Norðurlöndum]].
'''Hið íslenska bókmenntafélag''' er [[Ísland|íslenskt]] bókaforlag sem var stofnað árið [[1816]] og er elsta starfandi félag á landinu. Félagið hefur gefið út mörg rit frá stofnun, þá helst íslensk, en helst er það þekkt fyrir fræðiritið (áður fréttamiðill) [[Skírnir - Tímarit Hins íslenzka Bókmenntafélags|Skírni]] sem hefur verið gefið út síðan [[1827]]. Skírnir er elsta tímarit á [[norðurlönd|Norðurlöndum]].


Hið íslenska bókmenntafélag var upphaflega stofnað af [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]], [[Bjarni Thorsteinsson|Bjarna Thorsteinssyni]], [[Árni Helgason|Árna Helgasyni]] og [[Rasmus Kristján Rask|Rasmus Kristjáni Rask]]. [[Hið íslenska lærdómslistafélag]] var formlega sameinað hinu íslenska bókmenntafélagi árið [[1818]].
Hið íslenska bókmenntafélag var upphaflega stofnað af [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]], [[Bjarni Thorsteinsson|Bjarna Thorsteinssyni]], [[Árni Helgason|Árna Helgasyni]] og [[Rasmus Kristján Rask|Rasmus Kristjáni Rask]]. [[Hið íslenska lærdómslistafélag]] var formlega sameinað hinu íslenska bókmenntafélagi árið [[1818]].

Útgáfa síðunnar 23. júní 2007 kl. 15:36

Hið íslenska bókmenntafélag er íslenskt bókaforlag sem var stofnað árið 1816 og er elsta starfandi félag á landinu. Félagið hefur gefið út mörg rit frá stofnun, þá helst íslensk, en helst er það þekkt fyrir fræðiritið (áður fréttamiðill) Skírni sem hefur verið gefið út síðan 1827. Skírnir er elsta tímarit á Norðurlöndum.

Hið íslenska bókmenntafélag var upphaflega stofnað af Bjarna Thorarensen, Bjarna Thorsteinssyni, Árna Helgasyni og Rasmus Kristjáni Rask. Hið íslenska lærdómslistafélag var formlega sameinað hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1818.

Um skeið var Jón Sigurðsson (f. 1811, d. 1879) forseti þess og festist það við hann og er hann þess vegna jafnan kallaður Jón forseti.

Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags

Frá árinu 1970 hefur bókmenntafélagið gefið út ritröðina Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags. Í ritröðinni eiga að vera sígild fræðirit, „tímamótaverk í sögu mannlegrar hugsunar“ og önnur fræðileg rit sem þykja framúrskarandi góð og „sem hlotið hafa skýlaust lof“. Þótt ætlunin með ritröðinni hafi ekki verið að geyma fagurbókmenntir hefur eigi að síður myndast hefð fyrir því að gefa út þýðingar á ýmsum bókmenntum fornaldar sem lærdómsrit, enda teljast þau oftar en ekki tímamótaverk í sögu mannlegrar hugsunar. Flest eru ritin þýðingar úr erlendum málum en einnig eru nokkur rit íslensk. Ritin eru nú orðin 61 talsins og koma nokkur rit út árlega.

Lærdómsritin voru um margt nýlunda í íslenskri bókaútgáfu, ekki síst vegna ritstjórnar ritraðarinnar og þeirrar ritstjórnarstefnu að hver þýðing skyldi unnin af sérfróðum manni og lesin yfir af minnst tveimur öðrum sérfróðum mönnum. Ítarlegur inngangur er að hverju riti og skýringar aftanmáls.

Stofnandi ritraðarinnar var Þorsteinn Gylfason sem ritstýrði henni til ársins 1997. Þorsteinn Hilmarsson aðstoðaði við ritstjórn lærdómsritanna frá 1985 og var aðstoðarritstjóri 1989-1997. Vilhjálmur Árnason tók við ritstjórninni 1997 en núverandi ritstjórar eru Ólafur Páll Jónsson og Björn Þorsteinsson.

Tengill