„Milta“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Miltað er líffæri úr eitilvef, hluti bæði vessa- og ónæmiskerfis, staðsett milli maga og þindar. Þéttur bandvefur myndar hylki þess. Miltað er forðabúr blóðs og hefur a...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. júní 2007 kl. 10:30

Miltað er líffæri úr eitilvef, hluti bæði vessa- og ónæmiskerfis, staðsett milli maga og þindar. Þéttur bandvefur myndar hylki þess. Miltað er forðabúr blóðs og hefur að geyma ýmis blóðkorn, s.s. rauðkorn, hvítfrumur og átfrumur. Ólíkt öðrum einingum vessakerfis síar milta ekki vessa.

Miltað tæmist við blóðmissi fyrir tilstuðlan driftaugakerfis, til að viðhalda samvægi. Þá haldast eðlileg rúmmál og þrýstingur blóðs.

Í milta myndast B-eitilfrumur og verða að mótefnaframleiðandi B-verkfrumum (plasmafrumum). Frumur í miltanu sundra bakteríum, gömlum rauðkornum og blóðflögum.


Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?“. Vísindavefurinn 17.10.2002. http://visindavefur.hi.is/?id=2795. (Skoðað 8.6.2007).