Munur á milli breytinga „Kjördæmi Íslands“

Jump to navigation Jump to search
Sveitarfélög Íslands
m (robot Bæti við: sv:Islands valkretsar)
(Sveitarfélög Íslands)
[[Ísland]] skiptist í sex [[kjördæmi]] sem kjósa fulltrúa á [[Alþingi]]. Núverandi skiptingu var komið á með [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskrárbreytingu]] árið [[1999]] og var ætlað að jafna vægi atkvæða milli landshluta frá því, sem áður var, en allt frá því að þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en dreifbýlinu. Nýja kjördæmaskiptingin byggir á þremur kjördæmum á [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og þremur á [[Landsbyggð|landsbyggðinni]]. Misræmi í atkvæðavægi er ennþá til staðar (sem dæmi má nefna að í [[Alþingiskosningar 2003|Alþingiskosningunum 2003]] hefðu kjördæmin þrjú á [[Höfuðborgarsvæðið|Höfuðborgarsvæðinu]] átt að fá 5-6 þingsætum fleira en þau fengu, ef miðað hefði verið við fjölda á kjörskrá) en ákvæði í stjórnarskrá segja, að ef fjöldi kosningabærra manna á bakvið hvert sæti í einu kjördæmi er orðinn helmingur þess sem hann er í því kjördæmi þar sem flestir eru á bakvið hvert þingsæti þegar gengið er til kosninga, skal færa eitt kjördæmissæti á milli þeirra fyrir næstu kosningar. Kjördæmi getur þó ekki haft færri en 6 kjördæmissæti. Í [[Alþingiskosningar 2003|alþingiskosningunum 2003]] voru kjósendur á kjörskrá fyrir hvert þingsæti ríflega tvöfalt fleiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi og því mun eitt kjördæmissæti flytjast þar á milli fyrir [[Alþingiskosningar 2007|alþingiskosningarnar 2007]].
</onlyinclude>
Sveitarfélög Íslands
==Kjördæmissæti og jöfnunarsæti==
Tvennskonar þingsætum er úthlutað samkvæmt þessu kerfi eftir mismunandi reglum. Kjördæmissætum er úthlutað samkvæmt [[D'Hondt-reglan|d'Hondt-reglunni]] í samræmi við niðurstöðu kosninga innan hvers kjördæmis. Jöfnunarsæti taka hinsvegar einnig mið af úrslitum á landsvísu og er ætlað að leiðrétta misræmi á milli fylgi flokks á landsvísu og fjölda kjördæmasæta. Einungis framboð með 5% atkvæða eða meira koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta.
20

breytingar

Leiðsagnarval