„Sexliðaháttur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 85.220.0.136, breytt til síðustu útgáfu Jóna Þórunn
mEkkert breytingarágrip
Lína 41: Lína 41:
minnast hans öld eftir öld og ættar hans kunngera frægð! </pre>
minnast hans öld eftir öld og ættar hans kunngera frægð! </pre>
(''Heiður að deyja fyrir föðurlandið'', eftir: Tyrtaios í Spörtu; [[Gísli Jónsson]] þýddi).
(''Heiður að deyja fyrir föðurlandið'', eftir: Tyrtaios í Spörtu; [[Gísli Jónsson]] þýddi).

{{bókmenntastubbur}}


[[Flokkur:Bragarhættir]]
[[Flokkur:Bragarhættir]]

Útgáfa síðunnar 21. mars 2007 kl. 13:18

Sexliðaháttur einnig nefnt hexametur, hetjulag eða sjöttarbragur er forngrískur bragarháttur. Hann er venjulega órímaður, með fimm rétta þríliði og einn réttan tvílið eða tvö áhersluatkvæði (gr. spondeios) í hverri braglínu en enga erindaskiptingu. Sexliðaháttur er algengur í söguljóðum t.d. kviðum Hómers; myndar distikon ásamt fimmliðahætti (pentametri). Sexliðaháttur bregður fyrir í íslenskum skáldskap á 17. öld og var algengur á 19 öld.

Áherslur sexliðaháttar:

Svv / Svv / Svv / Svv / Svv /Sv.

SS / Svv / Svv / Sv / Svv / Sv.

Þar sem við himninum hám 
hrímbjartur jökullinn ljómar 
og horfir á hafgeima út, 
hjúpaður, gráleitum mekki,	
teygist fjallgarður fram, 
en fjöllum ber þar af öðrum	
Hamraendahnúkurinn stór 
með hjarðir í grösugum syllum.

Kvæði undir sexliðahætti eftir Steingrím Thorsteinsson.

Mikilvægt einkenni er það á daktílsku hexametri, að í einum bragliðanna, som oftast er sá þriðji, verður svo kallað rof (hér fyrir neðan eftir ljós og mánans):

Heill þér, hugþekka ljós. Til hirðis nú fer ég að veislu.
Lýstu því mér í stað mánans sem miklu fyrr tekur að renna.

(Til kvöldstjörnunnar eftir Bíon (Steingrímur Thorsteinsson þýddi).

Vit: það er hreysti og fegurstu verðlaun, sem vinna má ungur
vaskur maður í her, og til manndáðar metið hans þjóð,
þegar hann staðfastur stendur í fremstu röð fríðustu kappa
og finnur að fært muni allt nema flóttinn, hin argasta smán.
Týhraustur leggur hann líkam og sálu í logandi háska,
hughreystir hliðarmann sinn, hermandi karlmannleg orð.
Já, ljóndjarfur hann er í her og á flótta fjendurna hrekur,
eða hann stendur sem stoð, styrkur gegn óvina sókn.
Falli hann þá fremstur í röð, er faðir hans vel af því sæmdur,
og bregður svo, bjartur af frægð, ljóma á land sitt og þjóð.
Falli hann þá fremstur í röð með ólífisund sér á brjósti
eftir brand gegnum brynju og skjöld, sé honum sómi og heill!
Skal kvennalið krýna hans gröf, og þjóð hans með þakklætistárum
minnast hans öld eftir öld og ættar hans kunngera frægð! 

(Heiður að deyja fyrir föðurlandið, eftir: Tyrtaios í Spörtu; Gísli Jónsson þýddi).

Snið:Bókmenntastubbur