Munur á milli breytinga „Ódóvakar“

Jump to navigation Jump to search
1 bæti fjarlægt ,  fyrir 4 mánuðum
m
 
==Ævi==
Lítið er vitað um ÓdóvakarsÓdóvakar áður en hann kom til Ítalíu í kringum árið 470, en talið er að hann hafi verið af aust-germönskum ættum. Um tíma leiddi hann sameiginlegan her [[Herúlar|Herúla]], [[Rúgar|Rúga]] og [[Skírar|Skíra]], sem gerðu uppreisn innan vestrómverska hersins, en vestrómverski herinn samanstóð á þessum tíma að mestu leyti af germönskum herdeildum. Af þessum sökum er vanalega talið að Ódóvakar hafi verið ættaður frá einum af þessum þremur þjóðflokkum. Talið er að Ódóvakar hafi stutt germanska herforingjann [[Ricimer]] þegar sá síðarnefndi deildi við keisarann [[Anþemíus]] um völdin, sem endaði með því að Anþemíus var tekinn af lífi. Eftir dauða Ricimers árið 472 varð Ódóvakar einn valdamesti heforinginn í hópi germanskra bandamanna (''foederati'') Vestrómverska ríkisins.
 
Á þessum tíma náði beint vald vestrómverska keisarans einungis yfir Ítalíu auk svæða norðan Alpafjalla og í Dalmatíu á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Árið 475 tók æðsti yfirmaður vestrómverska hersins, Órestes, völdin af keisaranum [[Júlíus Nepos|Júlíusi Nepos]], sem flúði til Dalmatíu þar sem hann hélt völdum til ársins 480. Órestes skipaði í hans stað son sinn, táninginn [[Rómúlus Ágústus]], keisara Vestrómverska ríkisins. [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverski]] keisarinn viðurkenndi þó ekki vald Rómúlúsar Ágústusar og hélt áfram að líta á Júlíus Nepos sem réttmætan keisara.
12.901

breyting

Leiðsagnarval