Munur á milli breytinga „Cayman-eyjar“

Jump to navigation Jump to search
1.601 bæti bætt við ,  fyrir 4 mánuðum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
Efnahagur eyjanna byggist að langmestu leyti á [[aflandseyjar|aflandsfjármálaþjónustu]] og [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]].
 
==Landfræði==
Cayman-eyjar eru í vesturhluta [[Karíbahaf]]s. Þær eru tindar á neðansjávarfjallgarði sem nefnist [[Cayman-hryggurinn]]. Hryggurinn liggur meðfram [[Cayman-gjáin|Cayman-gjánni]] þar sem dýpið nær 6.000 metrum um 6 km sunnan við eyjarnar. Eyjarnar eru austan við [[Quintana Roo]], [[Yucatán-fylki]] í Mexíkó, norðaustan við [[Kosta Ríka]], norðan við [[Panama]], sunnan við [[Kúba|Kúbu]] og vestan við [[Jamaíka|Jamaíku]]. Þær eru um 700 km sunnan við [[Miami]] í Bandaríkjunum, 750 km austan við [[Mexíkó]], 366 km sunnan við Kúbu, og um 500 km norðvestan við Jamaíku. [[Grand Cayman]] er langstærsta eyjan, 197 km² að stærð. Hinar tvær eyjarnar, [[Cayman Brac]] og [[Little Cayman]], liggja 120 km norðaustan við Grand Cayman og eru 38 og 28,5 km² að stærð. Næsta land við Grand Cayman eru [[Canarreos-eyjar]] í 240 km fjarlægð, en næsta land við Cayman Brac eru eyjarnar [[Jardines de la Reina]] í 160 km fjarlægð. Báðir þessir eyjaklasar tilheyra Kúbu.
 
Allar þrjár eyjarnar eru myndaðar úr [[kórall|kóral]] sem vex á fjallstindum Cayman-hryggsins sem er framhald af [[Sierra Maestra]]-fjallgarðinum. Cayman-eyjar eru flatar kalksteinseyjar umkringdar [[kóralrif]]jum. Hæðin [[The Bluff (Cayman Brac)|The Bluff]] á Cayman Brac nær þó 43 metra hæð yfir sjávarmáli og er hæsti punktur eyjanna.<ref>{{cite web |url=http://www.worldatlas.com/aatlas/infopage/highlow.htm |title=World Atlas Highest and Lowest points |work=web page |publisher=Graphic Maps |access-date=23. október 2011 }}</ref>
 
==Efnahagslíf==
45.426

breytingar

Leiðsagnarval