„Franska Gvæjana“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m lagaði inngang aðeins
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{land
{{land
| nafn_á_frummáli = Guyane française
| nafn_á_frummáli = Guyane française
| nafn_í_eignarfalli = Frönsku Gvæjana
| nafn_í_eignarfalli = Franska Gvæjana
| fáni = Flag of France.svg
| fáni = Flag of France.svg
| skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_French_Guiana,_according_to_the_original_displayed_at_the_Museum_Franconie,_at_Cayenne.svg
| skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_French_Guiana,_according_to_the_original_displayed_at_the_Museum_Franconie,_at_Cayenne.svg
Lína 37: Lína 37:
Landið er almennt bara kallað ''Guyane''. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru [[Spænska Gvæjana]] (nú [[Guayana-hérað]] í [[Venesúela]]), [[Breska Gvæjana]] (nú [[Gvæjana]]), [[Hollenska Gvæjana]] (nú [[Súrínam]]), Franska Gvæjana og [[Portúgalska Gvæjana]] (nú fylkið [[Amapá]] í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, [[Gvæjanahálendið]], með Gvæjana og Súrínam. 70% íbúa Franska Gvæjana kusu gegn sjálfstjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2010. Frá því í desember 2015 hefur héraðið verið með eitt [[héraðsþing Franska Gvæjana|héraðsþing]], sem tók við af héraðsráði og umdæmisráði.
Landið er almennt bara kallað ''Guyane''. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru [[Spænska Gvæjana]] (nú [[Guayana-hérað]] í [[Venesúela]]), [[Breska Gvæjana]] (nú [[Gvæjana]]), [[Hollenska Gvæjana]] (nú [[Súrínam]]), Franska Gvæjana og [[Portúgalska Gvæjana]] (nú fylkið [[Amapá]] í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, [[Gvæjanahálendið]], með Gvæjana og Súrínam. 70% íbúa Franska Gvæjana kusu gegn sjálfstjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2010. Frá því í desember 2015 hefur héraðið verið með eitt [[héraðsþing Franska Gvæjana|héraðsþing]], sem tók við af héraðsráði og umdæmisráði.


Franska Gvæjana er hérað innan Frakklands og gjaldmiðill þess er [[evra]]. Opinbert mál er [[franska]], en algengasta móðurmál íbúa er kreólamálið [[Kriyòl]]. Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. [[Geimferðamiðstöðin í Gvæjana]], sem var sett á laggirnar árið [[1964|1964,]] stendur undir stórum hluta af efnahag landsins, en þar er aðalgeimferðastöð [[Geimferðastofnun Evrópu|Geimferðastofnunar Evrópu]] við miðbaug.
Franska Gvæjana er hérað innan Frakklands og gjaldmiðill þess er [[evra]]. Opinbert mál er [[franska]], en algengasta móðurmál íbúa er kreólamálið [[Kriyòl]]. Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. [[Geimferðamiðstöðin í Gvæjana]], sem var sett á laggirnar árið [[1964|1964,]] stendur undir stórum hluta af efnahag landsins, en þar er aðalgeimferðastöð [[Geimferðastofnun Evrópu|Geimferðastofnunar Evrópu]] við miðbaug.

==Landfræði==
Franska Gvæjana er milli 3. og 6. gráðu norðlægrar breiddar, og 51. og 55. gráðu vestlægrar lengdar. Héraðið skiptist í tvö landfræðilega aðgreind svæði: strandlengju, þar sem flestir íbúar eru, og skógþykkni innanlands sem smáhækkar þar til kemur að tindum [[Tumuc-Humac-fjöll|Tumuc-Humac-fjalla]] við landamærin að Brasilíu. Hæsti tindur Franska Gvæjana er [[Bellevue de l'Inini]] í 851 metra hæð. Önnur fjöll eru [[Itoupé-fjall]] (826 m), [[Pic Coudreau]] (711 m) og [[Kaw-fjall]] (337 m).

Undan ströndinni eru nokkrar litlar eyjar, þar á meðal eyjaklasinn [[Hjálpræðiseyjar]] (sem hin alræmda [[Djöflaeyja]] er hluti af) og [[Îles du Connétable]] sem eru fuglafriðland, nær Brasilíu.

Í norðurhluta Franska Gvæjana er [[Petit-Saut-stíflan]] sem myndar stórt manngert stöðuvatn og sér landinu fyrir raforku. Margar ár eru í Franska Gvæjana, [[Waki-fljót]] þar á meðal.

Hluti [[Amasónskógurinn|Amasónskógarins]] í Franska Gvæjana er innan [[Guiana-Amasónþjóðgarðurinn|Guiana-Amasónþjóðgarðsins]]. Hann er einn af tíu [[þjóðgarðar Frakklands|þjóðgörðum Frakklands]]. Garðurinn er 33.900 km² að stærð og er í sveitarfélögunum [[Camopi]], [[Maripasoula]], [[Papaïchton]], [[Saint-Élie]] og [[Saül]].


{{Suður-Ameríka}}
{{Suður-Ameríka}}

Útgáfa síðunnar 28. apríl 2021 kl. 11:54

Guyane française
Fáni Franska Gvæjana Skjaldarmerki Franska Gvæjana
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Fert Aurum Industria
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Franska Gvæjana
Höfuðborg Cayenne
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Franskt héraðsþing

Forseti Emmanuel Macron
Landstjóri Thierry Queffelec
Héraðsþingsforseti Rodolphe Alexandre
Franskt handanhafshérað
 • Stofnun 19. mars 1946 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

83.534 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar

294.071
3,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 4,87 millj. dala (17. sæti)
 • Á mann 17.100 dalir
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .gf
Landsnúmer ++594

Franska Gvæjana (franska: Guyane française) er franskt handanhafshérað á norðausturströnd Suður-Ameríku, með landamæri að Brasilíu í suðri og austri, og Súrínam í vestri og liggur að Atlantshafi Í norðri. Árið 2013 bjuggu um það bil 250 þúsund manns í Frönsku Gvæjana. Höfuðstaður héraðsins er Cayenne og um helmingur íbúa býr á höfuðborgarsvæðinu. Franska Gvæjana er langstærsta handanhafshérað Frakklands, stærsta handanhafshéraðið innan Evrópusambandsins og annað stærsta hérað Frakklands. 98,9% af landsvæði Franska Gvæjana er þakið skógi, sem er að stórum hluta regnskógur. Guiana-Amasónþjóðgarðurinn er stærsti þjóðgarðurinn í Evrópusambandinu og nær yfir 41% af landsvæði Franska Gvæjana.

Landið er almennt bara kallað Guyane. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru Spænska Gvæjana (nú Guayana-hérað í Venesúela), Breska Gvæjana (nú Gvæjana), Hollenska Gvæjana (nú Súrínam), Franska Gvæjana og Portúgalska Gvæjana (nú fylkið Amapá í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, Gvæjanahálendið, með Gvæjana og Súrínam. 70% íbúa Franska Gvæjana kusu gegn sjálfstjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2010. Frá því í desember 2015 hefur héraðið verið með eitt héraðsþing, sem tók við af héraðsráði og umdæmisráði.

Franska Gvæjana er hérað innan Frakklands og gjaldmiðill þess er evra. Opinbert mál er franska, en algengasta móðurmál íbúa er kreólamálið Kriyòl. Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. Geimferðamiðstöðin í Gvæjana, sem var sett á laggirnar árið 1964, stendur undir stórum hluta af efnahag landsins, en þar er aðalgeimferðastöð Geimferðastofnunar Evrópu við miðbaug.

Landfræði

Franska Gvæjana er milli 3. og 6. gráðu norðlægrar breiddar, og 51. og 55. gráðu vestlægrar lengdar. Héraðið skiptist í tvö landfræðilega aðgreind svæði: strandlengju, þar sem flestir íbúar eru, og skógþykkni innanlands sem smáhækkar þar til kemur að tindum Tumuc-Humac-fjalla við landamærin að Brasilíu. Hæsti tindur Franska Gvæjana er Bellevue de l'Inini í 851 metra hæð. Önnur fjöll eru Itoupé-fjall (826 m), Pic Coudreau (711 m) og Kaw-fjall (337 m).

Undan ströndinni eru nokkrar litlar eyjar, þar á meðal eyjaklasinn Hjálpræðiseyjar (sem hin alræmda Djöflaeyja er hluti af) og Îles du Connétable sem eru fuglafriðland, nær Brasilíu.

Í norðurhluta Franska Gvæjana er Petit-Saut-stíflan sem myndar stórt manngert stöðuvatn og sér landinu fyrir raforku. Margar ár eru í Franska Gvæjana, Waki-fljót þar á meðal.

Hluti Amasónskógarins í Franska Gvæjana er innan Guiana-Amasónþjóðgarðsins. Hann er einn af tíu þjóðgörðum Frakklands. Garðurinn er 33.900 km² að stærð og er í sveitarfélögunum Camopi, Maripasoula, Papaïchton, Saint-Élie og Saül.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.