„Örvera“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
m bætti slatta við
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:E coli at 10000x, original.jpg|thumb|250px|''[[Escherichia coli]]'' stækkaðar 10.000 sinnum.]]
[[Mynd:E coli at 10000x, original.jpg|thumb|250px|''[[Escherichia coli]]'' stækkaðar 10.000 sinnum.]]
'''Örvera''' er einfruma [[lífvera]] sem er [[smásær|smásæ]] (þ.e. ekki sýnileg með berum augum). Til örvera teljast allir [[dreifkjörnungar]] ([[gerill|gerlar]] og [[fornbaktería|fyrnur]]), auk [[frumdýr]]a, [[ger]]sveppa og ýmissa annarra smásærra [[heilkjörnungur|heilkjörnunga]] sem eru einfruma eða mynda einfaldar [[frumuþyrping]]ar. Örveruhugtakið nær þannig ekki yfir [[veira|veirur]], því þær teljast ekki til sjálfstæðra lífvera, og oftast ekki heldur yfir ýmis smásæ fjölfruma [[dýr]]. [[Örverufræði]] er vísindagrein sem fæst við rannsóknir á örverum.


Tilvist örvera kom fyrir í tilgátum allt frá [[fornöld]] en var ekki staðfest fyrr en [[smásjá]]in var fundin upp á [[17. öld]]. Hollenski vísindamaðurinn [[Antonie van Leeuwenhoek]] hóf rannsóknir á smásæjum lífverum með þessari nýju uppfinningu á [[1671-1680|8. áratug 17. aldar]]. [[Louis Pasteur]] sýndi fram á að örverur bæru ábyrgð á skemmdum í mat á [[1851-1860|6. áratug 19. aldar]] og [[Robert Koch]] uppgötvaði á [[1881-1890|9. áratug 19. aldar]] að örverur yllu sjúkdómum eins og [[miltisbrandur|miltisbrandi]], [[kólera|kóleru]], [[barnaveiki]] og [[berklar|berklum]].
'''Örvera''' er [[lífvera]] sem er [[smásær|smásæ]] (þ.e. ekki sýnileg með berum augum). [[Örverufræði]] er sú [[vísindagrein]] sem rannsakar örverur. Til örvera teljast allir [[dreifkjörnungar]] ([[gerill|gerlar]] og [[fornbaktería|fyrnur]]), auk [[frumdýr]]a, [[ger]]sveppa og ýmissa annarra smásærra [[heilkjörnungur|heilkjörnunga]].

Allar [[einfrumungur|einfruma]] lífverur teljast til örvera sem eru því mjög fjölbreyttur flokkur. Af þremur [[ríki (flokkunarfræði)|veldum]] lífvera sem [[Carl Woese]] stakk upp á eru tvö fyrstu, [[gerill|gerlar]] og [[fyrna|fyrnur]], eingöngu skipuð örverum. Þriðja veldið, [[heilkjörnungar]], er svo skipað öllum öðrum lífverum, einfruma og fjölfruma, en þar á meðal er stór hópur örvera: [[frumdýr]] og [[frumvera|frumverur]].

Örverur finnast á öllum [[búsvæði|búsvæðum]] [[jörðin|jarðar]]; [[Norðurskautið|Norður-]] og [[Suðurskautið|Suðurskautinu]], [[eyðimörk]]um, [[grjót]]i, [[hver]]um og í [[haf]]djúpum. Sumar hafa aðlagast lífi í [[jaðarvera|jaðarumhverfi]] við mikinn hita eða kulda, háan þrýsting eða geislun. Örverur mynda auk þess [[örverumengi]] margra fjölfruma lífvera. Vísbendingar hafa fundist um örverur í 3,34 milljarða ára gömlum steindum frá [[Ástralía|Ástralíu]] sem þá væru elstu merki um [[líf]] á jörðinni.<ref name="WU-20171218">{{cite web |last=Tyrell |first=Kelly April |title=Oldest fossils ever found show life on Earth began before 3.5 billion years ago |url=https://news.wisc.edu/oldest-fossils-ever-found-show-life-on-earth-began-before-3-5-billion-years-ago/ |date=18. desember 2017 |publisher=[[University of Wisconsin–Madison]] |access-date=18. desember 2017}}</ref><ref name="PNAS-2017">{{cite journal |last1=Schopf |first1=J. William |last2=Kitajima |first2=Kouki |last3=Spicuzza |first3=Michael J. |last4=Kudryavtsev |first4=Anatolly B. |last5=Valley |first5=John W. |title=SIMS analyses of the oldest known assemblage of microfossils document their taxon-correlated carbon isotope compositions |date=2017 |journal=[[Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America|PNAS]] |volume=115 |issue=1 |pages=53–58 |doi=10.1073/pnas.1718063115 |pmid=29255053 |pmc=5776830 |bibcode=2018PNAS..115...53S}}</ref>

Í [[mannkynssaga|mannkynssögunni]] hafa [[samskipti manna og örvera]] hafa skipt miklu máli fyrir afkomu og [[heilsa|heilsu]] [[maður|manna]]. Örverur bera ábyrgð á [[gerjun]] matvæla og úrvinnslu [[skólp]]s, auk þess að framleiða [[eldsneyti]], [[hvati|hvata]] og önnur gagnleg [[lífvirk efni]]. Örverur eru mikið notaðar sem [[tilraunalífvera|tilraunalífverur]] í [[líffræði]] og hafa líka verið nýttar í [[sýklahernaður|sýklahernaði]] og [[hryðjuverk]]astarfsemi. Örverur eru lykilþáttur í heilbrigðum [[jarðvegur|jarðvegi]]. [[Örverumengi mannsins]], þar á meðal [[þarmaflóra]]n, hefur margvísleg áhrif á heilsu fólks. [[Sýkill|Sýklar]] bera auk þess ábyrgð á mörgum [[smitsjúkdómur|smitsjúkdómum]] og eru því viðfangsefni [[hreinlæti]]saðgerða; [[þrif]]um, [[sótthreinsun]] og [[dauðhreinsun]].


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==
* [[Sjúkdómsvaldandi örvera]]
* [[Sjúkdómsvaldandi örvera]]
* [[Örverukenning]]
* [[Örverukenning]]

==Tilvísanir==
{{reflist}}


{{stubbur|líffræði}}
{{stubbur|líffræði}}

Útgáfa síðunnar 24. apríl 2021 kl. 18:02

Escherichia coli stækkaðar 10.000 sinnum.

Örvera er einfruma lífvera sem er smásæ (þ.e. ekki sýnileg með berum augum). Til örvera teljast allir dreifkjörnungar (gerlar og fyrnur), auk frumdýra, gersveppa og ýmissa annarra smásærra heilkjörnunga sem eru einfruma eða mynda einfaldar frumuþyrpingar. Örveruhugtakið nær þannig ekki yfir veirur, því þær teljast ekki til sjálfstæðra lífvera, og oftast ekki heldur yfir ýmis smásæ fjölfruma dýr. Örverufræði er vísindagrein sem fæst við rannsóknir á örverum.

Tilvist örvera kom fyrir í tilgátum allt frá fornöld en var ekki staðfest fyrr en smásjáin var fundin upp á 17. öld. Hollenski vísindamaðurinn Antonie van Leeuwenhoek hóf rannsóknir á smásæjum lífverum með þessari nýju uppfinningu á 8. áratug 17. aldar. Louis Pasteur sýndi fram á að örverur bæru ábyrgð á skemmdum í mat á 6. áratug 19. aldar og Robert Koch uppgötvaði á 9. áratug 19. aldar að örverur yllu sjúkdómum eins og miltisbrandi, kóleru, barnaveiki og berklum.

Allar einfruma lífverur teljast til örvera sem eru því mjög fjölbreyttur flokkur. Af þremur veldum lífvera sem Carl Woese stakk upp á eru tvö fyrstu, gerlar og fyrnur, eingöngu skipuð örverum. Þriðja veldið, heilkjörnungar, er svo skipað öllum öðrum lífverum, einfruma og fjölfruma, en þar á meðal er stór hópur örvera: frumdýr og frumverur.

Örverur finnast á öllum búsvæðum jarðar; Norður- og Suðurskautinu, eyðimörkum, grjóti, hverum og í hafdjúpum. Sumar hafa aðlagast lífi í jaðarumhverfi við mikinn hita eða kulda, háan þrýsting eða geislun. Örverur mynda auk þess örverumengi margra fjölfruma lífvera. Vísbendingar hafa fundist um örverur í 3,34 milljarða ára gömlum steindum frá Ástralíu sem þá væru elstu merki um líf á jörðinni.[1][2]

Í mannkynssögunni hafa samskipti manna og örvera hafa skipt miklu máli fyrir afkomu og heilsu manna. Örverur bera ábyrgð á gerjun matvæla og úrvinnslu skólps, auk þess að framleiða eldsneyti, hvata og önnur gagnleg lífvirk efni. Örverur eru mikið notaðar sem tilraunalífverur í líffræði og hafa líka verið nýttar í sýklahernaði og hryðjuverkastarfsemi. Örverur eru lykilþáttur í heilbrigðum jarðvegi. Örverumengi mannsins, þar á meðal þarmaflóran, hefur margvísleg áhrif á heilsu fólks. Sýklar bera auk þess ábyrgð á mörgum smitsjúkdómum og eru því viðfangsefni hreinlætisaðgerða; þrifum, sótthreinsun og dauðhreinsun.

Tengt efni

Tilvísanir

  1. Tyrell, Kelly April (18. desember 2017). „Oldest fossils ever found show life on Earth began before 3.5 billion years ago“. University of Wisconsin–Madison. Sótt 18. desember 2017.
  2. Schopf, J. William; Kitajima, Kouki; Spicuzza, Michael J.; Kudryavtsev, Anatolly B.; Valley, John W. (2017). „SIMS analyses of the oldest known assemblage of microfossils document their taxon-correlated carbon isotope compositions“. PNAS. 115 (1): 53–58. Bibcode:2018PNAS..115...53S. doi:10.1073/pnas.1718063115. PMC 5776830. PMID 29255053.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.