„Gísli Freyr Valdórsson“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
Bjarga 3 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
mEkkert breytingarágrip
(Bjarga 3 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
'''Gísli Freyr Valdórsson''' (f. [[10. júní]] [[1980]]) er íslenskur [[blaðamaður]] og [[stjórnmálamaður]] sem dæmdur var í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þátt sinn í [[Lekamálið|Lekamálinu]] svokallaða, en hann hafði þá starfað sem [[aðstoðarmaður ráðherra|aðstoðarmaður]] [[Hanna Birna Kristjánsdóttir|Hönnu Birnu Kristjánsdóttur]] innanríkisráðherra í eitt og hálft ár.
==Ævi og störf==
Gísli Freyr er [[stjórnmálafræði]]ngur frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. Hann starfaði sem blaðamaður og pistlahöfundur á [[Viðskiptablaðið|Viðskiptablaðinu]] árin 2008-2013.<ref>[http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28651 „Gísli Freyr Valdórsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra“], heimasíða innanríkisráðuneytisins.</ref> Hann var jafnframt eigandi Viðskiptablaðsins um nokkurra daga skeið árið 2009 eftir að hafa keypt það fyrir eina krónu til að bjarga því frá greiðslustöðvun.<ref>[https://www.dv.is/frettir/2009/1/27/keypti-vidskiptabladid-kronu/ „Keypti Viðskiptablaðið á krónu“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150216111414/http://www.dv.is/frettir/2009/1/27/keypti-vidskiptabladid-kronu/ |date=2015-02-16 }}, dv.is, 27. janúar 2009.</ref>
 
Gísli Freyr hélt um langt skeið úti vinsælli bloggsíðu á vefsvæði Morgunblaðsins sem nefndist „Frelsisvörnin“. Auk þess að vera virkur innan Sjálfstæðisflokksins hefur Gísli unnið við ýmis önnur félagsstörf. Hann hefur meðal annars starfað innan [[Samhjálp]]ar og [[Hvítasunnukirkjan Fíladelfía|Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu]], en hann sat í stjórn Samhjálpar um tíma og auk þess að sitja í stjórn Fíladelfíu og starfa sem formaður rekstrarráðs safnaðarins.
 
==Aðild að lekamálinu==
[[Lekamálið]] hófst í nóvember 2013 þegar minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðuneytinu. [[Fréttablaðið]] birti forsíðufrétt sem byggir á minnisblaðinu 20. nóvember 2013, en svipaðar fréttir birtast á [[Vísir|Vísi]] og vef [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]. Þegar leitað var skýringa hjá innanríkisráðuneytinu á lekanum varð Gísli Freyr fyrir svörum og útilokaði ekki að óbreyttir starfsmenn ráðuneytisins hefðu getað lekið minnisblaðinu. Seinna sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann dró þessa fullyrðingu til baka og sagði að ekkert benti til þess að gögn hefðu verið send óviðkomandi aðilum.<ref>[http://www.dv.is/frettir/2014/6/21/thorey-vilhjalmsdottir-med-rettarstodu-grunads-manns „Einhverjir gætu verið að búa til einhverja punkta hjá sér“]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, ''DV'', 20. júní 2014.</ref>
 
[[Ríkissaksóknari]] gaf út [[ákæra|ákæru]] á hendur Gísla Frey 15. ágúst 2014, þar sem hann var ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu. Var hann í framhaldinu sendur í leyfi frá störfum og Hanna Birna baðst undan þeim starfsskyldum sínum sem snéru að dómsmálum, þar sem líklegt væri að hún yrði kölluð til sem vitni.<ref>[http://www.visir.is/gisli-freyr-akaerdur--hanna-birna-bidst-undan-skyldum-sinum/article/2014140819277 „Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum“], ''vísir.is'', 15. ágúst 2014.</ref>
 
Gísli hélt lengst af staðfastlega fram sakleysi sínu í málinu. Strax og ákæra var gefin út sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist vera handviss um að hann yrði sýknaður af sökum þeim sem á hann voru bornar <ref>[http://www.visir.is/yfirlysing-fra-gisla-frey--segist-fullviss-um-ad-verda-syknadur/article/2014140819270 „Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður“], ''vísir.is'', 15. ágúst 2014.</ref> Þegar málið var þingfest fyrir [[Héraðsdómur Reykjavíkur|héraðsdómi]] gerði Gísli kröfu um frávísun og gagnrýndi alla málsmeðferðina harðlega, sagði m.a. vera greinilegt að ákæruvaldið hefði ekki hugmynd um það hvernig upplýsingarnar hefðu ratað í hendur fjölmiðla þrátt fyrir margra mánaða ítarlega rannsókn.<ref>[http://kjarninn.is/gisli-freyr-krefst-fravisunar-og-syknu-og-gagnrynir-akaeru-hardlega „Gísli Freyr krefst frávísunar og gagnrýnir ákæru harðlega“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150113013655/http://kjarninn.is/gisli-freyr-krefst-fravisunar-og-syknu-og-gagnrynir-akaeru-hardlega |date=2015-01-13 }}, ''Kjarninn'', 17. september 2014.</ref> Vakti nokkra athygli að hluti málsvarnar Gísla byggðist á því að saksóknari væri vanhæfur til að fjalla um málið þar sem hann hafi smellt á „like“ við frétt af málinu á [[Facebook]].<ref>[http://www.ruv.is/frett/sagdi-saksoknara-vanhaefan-vegna-%E2%80%9Elike%E2%80%9C „Sagði saksóknara vanhæfan vegna „like““], ''RÚV'', 1. október 2014.</ref>
 
Saksóknari kynnti ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys 10. nóvember 2014, sem honum þóttu sýna með óyggjandi hætti að Gísli hefði átt við minnisblaðið og komið því til fjölmiðla.<ref>[http://www.ruv.is/frett/segir-ny-gogn-skyra-sinnaskipti-gisla „Segir ný gögn skýra sinnaskipti Gísla“], ''ruv.is'', 12. nóvember 2014.</ref> Daginn eftir fór Gísli á fundi Hönnu Birnu og játaði sök í málinu fyrir henni. Í framhaldi af játningu Gísla Freys var honum umsvifalaust vikið úr starfi aðstoðarmanns.<ref>[http://www.visir.is/gogn-syna-fram-a-rangar-stadhaefingar-gisla-freys/article/2014711129931 „Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys“], ''Fréttablaðið'', 12. nóvember 2014.</ref> Þá um kvöldið ítrekaði Gísli Freyr játningu sína í viðtali við Kastljósið, þar sem hann sagðist vera kominn á ákveðna endastöð með lygi sem hófst ári fyrr og ekki geta samvisku sinnar neitað sök lengur.<ref>[http://www.ruv.is/frett/gisli-freyr-%E2%80%9Emer-lidur-audvitad-omurlega%E2%80%9C „Gísli Freyr: „Mér líður auðvitað ömurlega““], ''RÚV'', 11. nóvember 2014.</ref>
 
Gísli Freyr hlaut átta mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, eftir að hafa gengist við sakargiftum 12. nóvember 2014.<ref>[http://kjarninn.is/gisli-freyr-daemdur-i-atta-manada-fangelsi „Gísli Freyr dæmdur í átta mánaða fangelsi“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20141114175502/http://kjarninn.is/gisli-freyr-daemdur-i-atta-manada-fangelsi |date=2014-11-14 }}, ''Kjarninn'', 12. nóvember 2014.</ref>
 
== Tilvísanir ==

Leiðsagnarval