„Fjölbrautaskólinn í Breiðholti“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MurasakiLizard (spjall | framlög)
Setti upplýsinga kassa um skólann
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 29: Lína 29:
== Heimildir ==
== Heimildir ==
*[http://www.starfsbraut.is Vefur starfsbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti]
*[http://www.starfsbraut.is Vefur starfsbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti]
*[http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/starfsbrautir2005.pdf Námsskrá fyrir starfsbrautir framhaldsskóla]
*[http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/starfsbrautir2005.pdf Námsskrá fyrir starfsbrautir framhaldsskóla]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*[https://www.fb.is/starfsfolk/ Listi yfir starfsfólk FB]
*[https://www.fb.is/starfsfolk/ Listi yfir starfsfólk FB]



Útgáfa síðunnar 17. janúar 2021 kl. 04:18

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Stofnaður 1975
Skólastjóri Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
Aðstoðarskólastjóri Elvar Jónsson
Nemendafélag NFB
Gælunöfn FB
Heimasíða https://www.fb.is/
Aðalinngangur Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Listaverkið til hægri á myndinni heitir Scientia Sol Mentis og er eftir Helga Gíslason og er frá árinu 2005

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) hóf starfsemi sína 4. október árið 1975 og er fyrsti fjölbrautaskólinn á Íslandi. Skólinn stendur við Austurberg 5. Skólinn starfar eftir áfangakerfi. Sérstaða FB er sú að þar er í boði fjölbreytt nám á brautum sem ekki eru í boði annars staðar. Meðal annars listnámsbraut, rafvirkjabraut, handíðabraut, upplýsinga- og tæknibraut, fjölmiðlabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut, íþróttabraut og starfsbraut fyrir fatlaða. Fyrsti skólameistari skólans var Sr. Guðmundur Sveinsson, áður skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst, en árið 1988 tók nýr skólameistari við, Kristín Arnalds. Núverandi skólameistari FB er Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Aðstoðarskólameistari er Elvar Jónsson.

Á meðal þjóðþekktra íslendinga sem hafa stundað nám við skólann má nefna Magnús Scheving, Svöfu Grönfeldt og Sjón sem einnig hefur kennt við skólann.

Á meðal þekkts fólks sem hefur kennt við skólann má nefna Kristin H. Gunnarsson alþingismann, Gunnar Dal heimspeking og skáld og Ævar Kvaran leikara sem kenndi nemendum að tala með norðlenskum framburði.

Starfsbraut

Nemandi á starfsbraut vinnur íslenskuverkefni í Clicker5 margmiðlunarforritinu

Við skólann er starfrækt starfsbraut fyrir nemendur sem hafa stundað nám í sérskóla eða almennum skóla samkvæmt einstaklingsmiðaðri námsskrá. Brautin var stofnuð haustið 1998. Fyrsta árið stunduðu sex nemendur nám við brautina.

Árið 2010 er boðið er upp á fjögurra ára nám við starfsbrautina og ekki eru gerðar kröfur um ákveðna námslega getu og er námið sniðið að sérþörfum hvers og eins og kostur er. Námsefni er mikið til útbúið af kennurum brautinnar og aðlagað að þeim nemendum sem þar stunda nám sitt.

Bóklegt starfsnám er hluti af kennslu á fyrsta og öðru ári og felst það m.a. í heimsóknum á vinnustaði og þjálfun í vinnuveri. Á starfsbraut eru m.a notuð sérhæfð forrit til kennslu eins og Clicker5 margmiðlunarforritið. Á þriðja og fjórða ári stunda nemendur verklegt starfsnám.


Heimildir


Fyrri:
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Sigurvegari Gettu betur
1987
Næsti:
Menntaskólinn í Reykjavík