„Örlygur Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Undurhundur (spjall | framlög)
bætti við efni
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 6: Lína 6:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=420991&pageSelected=4&lang=0 ''Líf í draumi''; grein í Morgunblaðinu 1972]
* [http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=420991&pageSelected=4&lang=0 ''Líf í draumi''; grein í Morgunblaðinu 1972]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}


{{Stubbur|æviágrip}}
{{Stubbur|æviágrip}}

Útgáfa síðunnar 16. janúar 2021 kl. 12:52

Örlygur Sigurðsson (13. febrúar 1920 - 24. október 2002) var listmálari og rithöfundur. Hann skrifaði og myndskreytti bækur sínar með sínum sérstaka stíl og skrifaði einnig margar greinar í blöð.

Örlygur fæddist í Reykjavík. Faðir hans var Sigurður Guðmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Örlygur ólst upp á Akureyri og skrifaði m.a. um uppvöxtinn í bók sinni Bolsíur frá bernskutíð. Hann þótti snemma drátthagur og gat náð persónueinkennum og útliti fólks með nokkrum pennastrikum frá ungum aldri. Árið 1942 teiknaði hann skopmyndir af Brynleifi Tóbíassyni og gaf út á svokölluðum skopkortum, sem voru á stærð við póstkort. Brynleifur kærði Örlyg fyrir meiðyrði og að tengja hann við nasistaflokkinn, en dómurinn endaði með sýknu.

Örlygur kvæntist Unni Eiríksdóttur og bjuggu þau lengst af í Hafrafelli í Laugardalnum í Reykjavík. Börn þeirra eru Sigurður Örlygsson myndlistarmaður og Malín Örlygsdóttir kaupmaður. Bækur Örlygs eru: Bolsíur frá bernskutíð, Prófílar og Pamfílar, Rauðvín og reisan mín og Þættir og Drættir, auk Nefskinnu sem var í afar stóru broti. Örlygur var mjög áberandi í íslensku þjóðlífi á sínum tíma.

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.