„Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu 2021-2030“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Orðuveitingar fálkaorðunnar}} == 2021 == Þann 1. janúar árið 2021 sæmdi forseti Íslands fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu<ref>Forseti.is [https://www.forse...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. janúar 2021 kl. 14:50

Orðuveitingar
Hinnar íslensku
fálkaorðu
2021-2030
2011-2020
2001-2010
1991-2000
1981-1990
1971-1980
1961-1970
1951-1960
1941-1950
1931-1940
1921-1930

2021

Þann 1. janúar árið 2021 sæmdi forseti Íslands fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu[1].

Riddarakross

  • Alma Möller, landlæknir fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 far­sótt­ina.
  • Anna Dóra Sæþórsdóttir, pró­fess­or fyrir kennslu og rann­sóknir á vett­vangi ferða­mála­fræði og úti­vistar.
  • Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Reykjavík, fyrir framlag til brúðuleikhúss og íslenskrar menningar.
  • Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari, Ólafsfirði, fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
  • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls.
  • Halldór Benóný Nellett skipherra, Seltjarnarnesi, fyrir forystu á vettvangi landhelgisgæslu og björgunarstarfa.
  • Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi, fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa.
  • Helgi Ólafsson rafvirkjameistari, Raufarhöfn, fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð.
  • Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar um mál og málnotkun, málþroska barna og þróun læsis.
  • Jón Atli Benediktsson rektor, Reykjavík, fyrir framlag til alþjóðlegra vísinda og nýsköpunar á sviði fjarkönnunar og stafrænnar myndgreiningar og störf í þágu háskólamenntunar.
  • Pétur H. Ármannsson arkitekt, Reykjavík, fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði.
  • Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Reykjavík, fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla.
  • Sigrún Árnadóttir þýðandi, Reykjavík, fyrir þýðingarstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar.
  • Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.
  • Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður, Reykjavík, fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti.
  • Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

Tilvísanir

  1. Forseti.is [1] (skoðað 2. janúar 2021)