Munur á milli breytinga „Jafnaðarmannaflokkurinn (Danmörk)“

Jump to navigation Jump to search
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7
(Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7)
Flokkurinn tapaði verulegu fylgi í byrjun 21. aldar og árið 2001 glataði hann í fyrsta sinn frá árinu 1924 stöðu sinni sem stærsti flokkurinn á danska þinginu. Flokkurinn bað ósigur í kosningum árið 2005 fyrir ríkisstjórn [[Venstre]] og [[Anders Fogh Rasmussen]]. Þegar Rasmussen boðaði til nýrra kosninga árið 2007 vonuðust margir Jafnaðarmenn til þess að nýji flokksformaðurinn, [[Helle Thorning-Schmidt]], myndi auka fylgi þeirra, en í kosningunum brugðust vonir þeirra og flokkurinn hlaut aðeins um fjórðungsfylgi.
 
Á næstu árum þurfti flokkurinn að aðlagast nýjum pólitískum veruleika þar sem hryðjuverkaógnin og vinnuaflsskortur hafa erfiðað flokkum að marka skýra stefnu í innflytjendamálum.<ref>{{Vefheimild|titill=Massiv støtte til dansk politiker etter islamistutspill|url=https://www.dagsavisen.no/utenriks/article336393.ece|mánuður=20. febrúar|ár=2008|útgefandi=''Dags avisen''|safnslóð=https://web.archive.org/web/20080223075225/http://www.dagsavisen.no/utenriks/article336393.ece|safnár=2008|safnmánuður=23. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=1. júlí|tungumál=danska}}</ref> Í mars árið 2008 mældist Sósíalíski þjóðarflokkurinn með um 20-22 % fylgi í skoðanakönnunum en Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins með um 18-22 % eftir að hinir fyrrnefndu gengu lengra í því að gagnrýna íslamska öfgatrúarmenn í kjölfar deilu um skopmyndir af Múhameð spámanni.<ref>[http://www.nordhordland.no/Innenriks/Politikk/article3410413.ece Helle mister velgere]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
 
Jafnaðarmannaflokkurinn náði að rétta úr kútnum fyrir kosningar árið 2011, þar sem hann hélt um fjórðungsfylgi og tókst að stofna ríkisstjórn ásamt Sósíalíska þjóðarflokknum og [[Róttæki vinstriflokkurinn|Róttæka vinstriflokknum]] með Helle Thorning-Schmidt sem forsætisráðherra. Jafnaðarmannaflokkurinn jók lítillega við fylgi sitt í kosningum árið 2015 en fylgi hinna vinstriflokkanna nægði ekki til að halda stjórninni við. Flokkurinn fór því aftur í stjórnarandstöðu, Thorning-Schmidt sagði af sér sem flokksformaður og [[Mette Frederiksen]] settist á formannsstólinn.

Leiðsagnarval