„Genfarsamþykkt um höfundarétt“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 9 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q369989
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7
 
Lína 10: Lína 10:
*[http://portal.unesco.org/en/ev.php-URL_ID=15381&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html Genfartextinn] frá 6. september, 1952.
*[http://portal.unesco.org/en/ev.php-URL_ID=15381&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html Genfartextinn] frá 6. september, 1952.
*[http://portal.unesco.org/en/ev.php-URL_ID=15241&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html Parísartextinn] frá 14. júlí, 1971.
*[http://portal.unesco.org/en/ev.php-URL_ID=15241&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html Parísartextinn] frá 14. júlí, 1971.
*[http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15381&language=E Aðilar að Genfarsamþykktinni með viðaukayfirlýsingu varðandi grein XVII og úrskurð um grein XI.].
*[http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15381&language=E Aðilar að Genfarsamþykktinni með viðaukayfirlýsingu varðandi grein XVII og úrskurð um grein XI.] {{Webarchive|url=http://arquivo.pt/wayback/20091222205918/http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15381&language=E |date=2009-12-22 }}.
*[http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15241&language=E Aðilar að samþykktinni eftir endurskoðun hennar 24. júlí 1971].
*[http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15241&language=E Aðilar að samþykktinni eftir endurskoðun hennar 24. júlí 1971] {{Webarchive|url=http://arquivo.pt/wayback/20091222205414/http://erc.unesco.org/cp/convention.asp?KO=15241&language=E |date=2009-12-22 }}.


{{Hugverkaréttur}}
{{Hugverkaréttur}}

Nýjasta útgáfa síðan 28. desember 2020 kl. 22:11

Genfarsamþykkt um höfundarétt var alþjóðasamningur um gagnkvæma vernd höfundaréttar sem var unninn af Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna og samþykktur í Genf í Sviss árið 1952. Ástæðan fyrir gerð þessa sáttmála var sú að Bandaríkin og Sovétríkin auk margra þróunarríkja vildu ekki staðfesta Bernarsáttmálann frá 1886; Bandaríkin vegna þess að staðfesting hefði þýtt róttækar breytingar á bandarískri löggjöf, og Sovétríkin og þróunarríkin vegna þess að þau töldu Bernarsáttmálann fyrst og fremst þjóna hagsmunum hugverkaútflytjandi vestrænna ríkja. Með Genfarsamþykktinni var þannig komið á alþjóðlegri gagnkvæmri viðurkenningu höfundaréttar.

Genfarsamþykktin gengur mun skemmra en Bernarsáttmálinn í veigamiklum atriðum og er ekki eins ítarleg. Genfarsamþykktin gerir til dæmis ráð fyrir því að hægt sé að skilyrða vernd höfundaréttar við ákveðin formskilyrði eins og skráningu verka í löndum þar sem það tíðkast. Lágmarkstímalengd verndar er 25 ár frá andláti höfundar en í Bernarsáttmálanum var þá kveðið á um vernd í 50 ár frá andláti höfundar.

Mörg lönd sem voru fyrir aðilar að Bernarsáttmálanum gerðust líka aðilar að Genfarsamþykktinni, þar á meðal Ísland sem undirritaði hana 1956.

Með tilkomu Samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum missti Genfarsamþykktin þýðingu sína að miklu leyti.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]