Fara í innihald

„Stonewall-uppþotin“: Munur á milli breytinga

m
Lagaði óvirkan tengil
Ekkert breytingarágrip
m (Lagaði óvirkan tengil)
'''Stonewall-uppþotin''', The Stonewall Riots, í New York sumarið 1969 eru talin marka opinbert upphaf frelsis- og réttindabaráttu [[hinsegin]] fólks ([[LGBTQIA]]) á Vesturlöndum. Venjubundin innrás lögreglu á gay-krána [[Stonewall Inn]], aðfaranótt 28. júní, endaði í mörg þúsund manna átökum þar sem hinsegin samfélagið í [[Greenwich Village]] barðist við lögreglu dögum saman. Uppþotanna er minnst árlega um allan heim með Pride-göngum; [[Gleðiganga|gleðigöngum]].
 
Í framhaldi af Stonewall-helginni spruttu upp ný bandarísk baráttusamtök fyrir hinsegin réttindum, [[Gay Liberation Front]], og beittu þau mun kröftugri aðferðum í réttindabaráttunni heldur en eldri félögin, [[Mattachine Society]] og [[Daughters of Bilitis]]. Hinsegin fólk bættist í ört stækkandi hóp baráttufólks fyrir mannréttindum s.s. kvenna og blökkumanna í þeim kraumandi suðupotti [[Menningarstríðin (Bandaríkin)|menningarstríða]] sem [[Bandaríkin]] voru á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar, þar sem [[gagnmenning]] (counter-culture) og [[nýja vinstrihreyfingin]] (The New Left) voru helstu drifkraftarnir gegn íhaldssömu og einsleitu samfélagi eftirstríðsáranna. Sumir af helstu hugsuðum nýju vinstrihreyfingarinnar voru einmitt [[Samkynhneigð|samkynhneigðir]] þ.á.m. [[James Baldwin]], [[Paul Goodman]] og [[Allen Ginsberg]] en skáldið Ginsberg var einn af þeim sem voru á Kristófersstræti hina afdrifaríku helgi í júní 1969.<ref>{{Bókaheimild|titill=A War for the Soul of America, 2nd ed.|höfundur=Hartman, Andrew|útgefandi=The University of Chicago Press|ár=2019|bls=32|ISBN=978-0-226-62191-3}}</ref>
 
Allar götur síðan hefur 27. júní haft mikla þýðingu í augum hinsegin samfélagsins. Þá fengu hinir jaðarsettustu af þeim jaðarsettu loksins uppreisn æru og svöruðu fyrir sig, fullsaddir af endalausu áreiti lögreglunnar en í hugum þeirra var lögreglan „táknmynd fyrir allt stofnanabundið vald sem hafði haldið þeim niðri og ætlast til þess að þau lifðu lífi sínu í felum og í skömm.“<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://hinsegindagar.is/hinsegin-baratta-fyrir-frelsi-allra/|titill=Hinsegin barátta fyrir frelsi allra|höfundur=Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|útgefandi=Hinsegin dagar|mánuður=|ár=2020|mánuðurskoðað=30. nóvember|árskoðað=2020|safnár=}}</ref>
58

breytingar