„Rafik Hariri“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
(Skipti út Hariri.jpg fyrir Mynd:Rafic_Hariri_in_2001.jpg (eftir CommonsDelinker vegna þess að: File renamed: #2).)
mEkkert breytingarágrip
'''Rafik Baha El Deen Al-Hariri''' (1. nóvember 1944 – 14. febrúar 2005) var [[Líbanon|líbanskur]] athafna- og stjórnmálamaður. Hann var mjög áberandi í líbönsku stjórnmála- og efnahagslífi á árunum eftir [[Borgarastyrjöldin í Líbanon|borgarastyrjöldina í landinu]] og var tvívegis forsætisráðherra Líbanons, frá 1992 til 1998 og 2000 til 2004. Líkt og allir forsætisráðherrar landsins var Hariri [[súnní]]múslimi.<ref>{{Tímarit.is|''1881550''|''Misklíð þríeykisins í Líbanon vekur ugg''|útgáfudagsetning=22. júní 1997|blað=''[[Morgunblaðið]]''|skoðað=18. ágúst 2020|höfundur=Jóhanna Kristjónsdóttir}}</ref>
 
Hariri flutti árið 1965 í viðskiptaerindum til [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]] og efnaðist þar mjög í byggingariðnaðinum en flutti aftur til Líbanons árið 1990 og tók þar þátt í endurbyggingu [[Beirút]] eftir eyðileggingu borgarastyrjaldarinnar.<ref name=tíminn>{{Tímarit.is|''4070262''|''Líbanir gera sér góðar vonir um nýjan forsætisráðherra''|útgáfudagsetning=22. desember 1992|blað=''[[Tíminn]]''|skoðað=18. ágúst 2020}}</ref> Hann varð forsætisráðherra Líbanons árið 1992 og vann náið með [[Sýrland|sýrlenskum]] áhrifamönnum í landinu. Hann fjarlægðist síðar Sýrlendingana og krafðist þess árið 2004 að sýrlenskir hermenn hefðu sig á brott úr Líbanon. Þegar embættistíð [[Émile Lahoud]] forseta landsins var framlengd vegna þrýstings frá Sýrlendingum sagði Hariri af sér í mótmælaskyni.
 
Rafik Hariri var myrtur í sprengjuárás á bílalest hans á götum Beirút þann 11. febrúar árið 2005. Fjórir meðlimir [[Hizbollah]] voru ákærðir fyrir morðið og síðar sakfelldir að þeim fjarstöddum af sérstökum dómstól Sameinuðu þjóðanna árið 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Sak­felld­ur fyr­ir morðið á Har­iri|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/08/18/sakfelldur_fyrir_mordid_a_hariri/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2020|mánuður=18. ágúst|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Aðrir telja þó fremur að sýrlensk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið. Morðið á Hariri leiddi til [[Sedrusbyltingin|sedrusbyltingarinnar]] í Líbanon, sem leiddi til þess að Sýrlendingar drógu her sinn úr landinu.

Leiðsagnarval