„Stjórnartíðindi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Stjórnartíðindi''' er rit útgefið af íslenska ríkinu þar sem auglýst er gildistaka laga, stjórnvaldsfyrirmæla, ...
 
m Leiðrétti nafn Lögbirtingablaðsins (sem ég ritaði með röngum hætti við stofnun greinarinnar árið 2013).
Lína 1: Lína 1:
'''Stjórnartíðindi''' er rit útgefið af [[íslenska ríkið|íslenska ríkinu]] þar sem auglýst er gildistaka [[lög|laga]], [[stjórnvaldsfyrirmæli|stjórnvaldsfyrirmæla]], [[alþjóðasamningur|alþjóðasamninga]] og annarra auglýsinga sem hafa lagaleg áhrif. Ritið kom fyrst út árið [[1877]] en áður voru lög og tilskipanir sem áttu að taka gildi á Íslandi eingöngu lesnar upp í heyrandi hljóði<ref>{{vefheimild|höfundur=Höfundur óþekktur|titill=Greinargerð á þingskjali 191 á 131. löggjafarþingi Alþingis|url=http://www.althingi.is/altext/131/s/0191.html|publisher=Alþingi|mánuðurskoðað=[[2. júní]]|árskoðað=[[2013]]}}</ref>. Kveðið er á um útgáfu ritisins í lögum um Stjórnartíðindi og [[Lögbirtingarblaðið|Lögbirtingablað]].
'''Stjórnartíðindi''' er rit útgefið af [[íslenska ríkið|íslenska ríkinu]] þar sem auglýst er gildistaka [[lög|laga]], [[stjórnvaldsfyrirmæli|stjórnvaldsfyrirmæla]], [[alþjóðasamningur|alþjóðasamninga]] og annarra auglýsinga sem hafa lagaleg áhrif. Ritið kom fyrst út árið [[1877]] en áður voru lög og tilskipanir sem áttu að taka gildi á Íslandi eingöngu lesnar upp í heyrandi hljóði<ref>{{vefheimild|höfundur=Höfundur óþekktur|titill=Greinargerð á þingskjali 191 á 131. löggjafarþingi Alþingis|url=http://www.althingi.is/altext/131/s/0191.html|publisher=Alþingi|mánuðurskoðað=[[2. júní]]|árskoðað=[[2013]]}}</ref>. Kveðið er á um útgáfu ritisins í lögum um Stjórnartíðindi og [[Lögbirtingablað]].


== Deildir Stjórnartíðinda ==
== Deildir Stjórnartíðinda ==

Útgáfa síðunnar 7. ágúst 2020 kl. 11:06

Stjórnartíðindi er rit útgefið af íslenska ríkinu þar sem auglýst er gildistaka laga, stjórnvaldsfyrirmæla, alþjóðasamninga og annarra auglýsinga sem hafa lagaleg áhrif. Ritið kom fyrst út árið 1877 en áður voru lög og tilskipanir sem áttu að taka gildi á Íslandi eingöngu lesnar upp í heyrandi hljóði[1]. Kveðið er á um útgáfu ritisins í lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

Deildir Stjórnartíðinda

Stjórnartíðindum er skipt niður í þrjár deildir: A-deild, B-deild og C-deild.

Í A-deild skal birta öll lög frá Alþingi, þingsályktanir, auglýsingar frá forsetaembættinu og auglýsingar um meðferð forsetavalds.

B-deild inniheldur reglugerðir, samþykktir og auglýsingar gefnar út eða staðfestar af ráðherra, reikningar sjóða ef skipulagsákvæði sjóðanna kveða á um það, auglýsingar um alþingiskosningar, veiting heiðursmerkja, nafnbóta og heiðursverðlauna. Þar eru einnig birtar aðrar reglur og auglýsingar sem stjórnvöld og opinberar stofnanir eiga að birta í Stjórnartíðindum samkvæmt lögum.

C-deild Stjórnartíðinda var stofnuð árið 1962 með lögum nr. 22/1962 til að auglýsa um gildistöku, niðurfellingu og breytingu á samningum við önnur ríki. Þar eru einnig birtar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Tenglar

Tilvísanir

  1. Höfundur óþekktur. „Greinargerð á þingskjali 191 á 131. löggjafarþingi Alþingis“. Sótt 2. júní 2013.