52
breytingar
Dverghamar (spjall | framlög) |
Dverghamar (spjall | framlög) |
||
'''Vilhjálmur Þór''' (f. á Æsustöðum í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] [[1. september]] [[1899]], d. [[12. júlí]] [[1972]]) var [[Utanríkisráðherra Íslands|utanríkisráðherra Íslands]] 1942-44. Hann var forstjóri [[Samband íslenskra samvinnufélaga|Sambands íslenskra samvinnufélaga]] (SÍS) og bankastjóri [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]]. Hann sat í stjórn [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankans]] [[1962]]-[[1964|64]] sem fulltrúi ríkisstjórna Norðurlandanna.
Vilhjálmur fluttist til Akureyrar með foreldrum sínum 1904 og stundaði nám í Barnaskóla Akureyrar fjóra vetur. Hann var 12 ára þegar hann hóf að starfa sem sendisveinn hjá Kaupfélagi Kaupfélagi Eyfirðinga (KEA). Árið 1923 varð hann kaupfélagsstjóri [[Kaupfélag Eyfirðinga|KEA]], 23 ára gamall, og gegndi því starfi til1938. Undir stjórn Vilhjálms hóf KEA rekstur mjólkursamlags, frystihúss, smjörlíkisgerðar, brauðgerðar, sápugerðar, kaffibætisgerðar og apóteks á árunum 1926-1936. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknarflokkinn frá 1934 þar til hann fluttist frá Akureyri.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/issue/256481?iabr=on|titill=Íslendingaþættir Tímans|höfundur=|útgefandi=|mánuður=3. ágúst|ár=1972|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Árið 1932 var Vilhjálmur einn af stofnendum og fyrsti stórmeistari stúku Frímúrara á Akureyri.
Vilhjálmur sat í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) 1936-1945 og var ráðinn framkvæmdastjóri fyrir þátttöku Íslands á heimssýningunni í New York 1939. Hann var skipaður ræðismaður Íslands í [[New York]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] [[23. apríl]] [[1940]] þegar aðalræðisskrifstofa Íslands var stofnuð þar.<ref>[http://www.utanrikisraduneyti.is/raduneytid/sogulegt-yfirlit/ Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna]</ref> Hann hvatti bandarísk stjórnvöld til að telja Ísland til Vesturheims og veita landinu hervernd í samræmi við Monroe-kenninguna.<ref name=":0" /> Vilhjálmur varð bankastjóri [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]] [[1. október]] [[1940]], banka í eigu ríkisins og stærsta viðskiptabanka SÍS. Í ágúst 1941 fór hann til Bandaríkjanna sem formaður í samninganefnd Íslands við Bandaríkin. Vilhjálmur Þór var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri í Alþingiskosningunum 1942 en náði ekki kjöri.
=== Olíumálið ===
Vilhjálmur Þór var ákærður árið 1962, þá bankastjóri Seðlabankans, í svonefndu olíumáli fyrir að hafa ráðstafað fé ólöglega þegar hann var stjórnarformaður Olíufélagsins. Málið vakti sérstaka athygli þar sem Vilhjálmur hafði verið æðsti yfirmaður gjaldeyriseftirlits á Íslandi síðan í ársbyrjun 1955.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2795424?iabr=on|titill=Þjóðviljinn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=31. mars|ár=1962|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Í tilkynningu frá saksóknara sagði m.a. að Vilhjálmur væri ákærður ásamt öðrum fyrir að hafa ráðstafað háum fjárhæðum af innistæðu Olíufélagsins hf. á reikningum í Bandaríkjunum án leyfis gjaldeyrisyfirvalda.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/issue/355047?iabr=on|titill=Nýi Tíminn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=15. mars|ár=1962|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Inn á reikninginn voru færðar tekjur sem Olíufélagið hafði af því að leigja bandaríska hernum olíugeyma í Hvalfirði. Fyrsti samningurinn var gerður 1950 og var það Vilhjálmur Þór sem samdi fyrir hönd Olíufélagsins.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1355064?iabr=on|titill=Morgunblaðið|höfundur=|útgefandi=|mánuður=9. janúar|ár=1964|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Yfirvöldum var ekki tilkynnt um tilvist reikningsins en árið 1955 komst gjaldeyriseftirlitið að því að Olíufélagið hefði tekjur af leigunni.
== Tilvísanir ==
|
breytingar