„Í ljósaskiptunum“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Vörumerkið. '''''Í ljósaskiptunum''''' (enska: ''The Twilight Zone'') er vörumerki fyrir miðlunarleyfi sem nær meðal...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. júní 2020 kl. 16:27

Vörumerkið.

Í ljósaskiptunum (enska: The Twilight Zone) er vörumerki fyrir miðlunarleyfi sem nær meðal annars yfir samnefndar sjónvarpsþáttaraðir sem Rod Serling bjó til og hófu göngu sína á CBS árið 1959. Hver þáttur var sjálfstæð furðusaga sem fjallaði um dularfulla eða furðulega hluti og hafði oftast óvæntan endi. Svipaðar þáttaraðir höfðu áður verið vinsælar í útvarpi.

Upphaflega þáttaröðin gekk frá 1959 til 1964. Árið 1983 kom út kvikmynd í fullri lengd og 1994 var gerð sjónvarpsmynd. Útvarpsþættir með sama nafni voru sendir út frá 2002 til 2012. Fjöldi bóka, myndasagna og tímarita hafa komið út undir sama vörumerki. Nýjar sjónvarpsþáttaraðir voru framleiddar 1985-1989, 2002-2003 og nú síðast frá 2019.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.