„The Big Bang Theory“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Numberguy6 (spjall | framlög)
Numberguy6 (spjall | framlög)
Lína 92: Lína 92:
=== 5. þáttaröðin ===
=== 5. þáttaröðin ===


Penny sér eftir að hafa sofið hjá Raj, þó það kemur í ljós að þau höfðu ekki kynmök.
Penny sér eftir að hafa sofið hjá Raj, en það kemur í ljós að þau höfðu ekki kynmök. Leonard brýtur upp með Priyu, Amy hvetur Sheldon í sambandinu þeirra og þau verða kærustu með tíð og tíma, Penny og hinar konurnar verða nánar vinkonur, Howard útbýr sig undir giftingina hans og ferðina hans til alþjóðlegu geimstöðarinnar, og Leonard spyr út Penny sem þau byrja „Leonard og Penny 2,0“.
<!--
Leonard breaks up with Priya, Amy pushes Sheldon in their relationship and they eventually become boyfriend and girlfriend, Penny and the other women become a clique of their own, Howard prepares for his wedding and going into space to the International Space Station and Leonard asks Penny out as they begin "Leonard and Penny 2.0".-->


==Heimildir==
==Heimildir==

Útgáfa síðunnar 12. júní 2020 kl. 04:34

The Big Bang Theory
Mynd:The Big Bang Theory (Official Title Card).png
Opnunarmynd þáttanna
TegundGaman
HandritChuck Lorre
Bill Prady
LeikararJohnny Galecki
Jim Parsons
Kaley Cuoco
Simon Helberg
Kunal Nayyar
Sara Gilbert
Upphafsstef„The History of Everything“ - Barenaked Ladies
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða12
Fjöldi þátta279
Framleiðsla
FramleiðandiSteve Molaro
Mike Collier
Faye Oshima Belyeu
KlippingPeter Chakos
MyndatakaMulti-camera
Lengd þáttar21 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1080i (HDTV)
HljóðsetningDolby Surround
Sýnt24. september 200716. maí 2019
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

The Big Bang Theory er bandarískur gamanþáttur sem er búinn til og framleiddur af Chuck Lorre og Bill Prady og fór í loftið 24. september 2007.

Þátturinn gerist í Pasadena í Kaliforníu og snýst um líf tveggja karlmanna á þrítugsaldri sem eru eðlisfræðingar. Annar þeirra (Leonard) er tilrauna-eðlisfræðingur en hinn (Sheldon) er kennilegur eðlisfræðingur og búa þeir á móti fallegri ljóshærðri þjónustustúlku sem reynir að komast áfram í skemmtanaiðnaðinum (Penny).

Nördaskapur og gáfur Leonards og Sheldons eru langt frá því Penny á að venjast í mannlegri hegðun og almennri skynsemi og er það grundvöllur fyrir skemmtanagildi þáttanna. Tveir álíka nördalegir vinir þeirra, Howard og Rajesh, eru líka aðalpersónur. Þátturinn er framleiddur í samstarfi Warner Bros. Television og Chuck Lorre Productions. Í mars 2009 var tilkynnt um að þátturinn hefði verið endurnýjaður fyrir 3. og 4. þáttaraðir. Í ágúst 2009 vann þátturinn TCA verðlaun fyrir bestu gamanþáttaröðina og Jim Parsons vann verðlaun fyrir frammistöðu sína í gamanþáttaröð.

Aðalpersónur

  Þessi listi er ekki tæmandi. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hann
  • Johnny Galecki sem Doktor Leonard Hofstadter. Leonard er tilraunaeðlisfræðingur, með greindarvísitöluna 173 og fékk doktorsgráðuna sína þegar hann var 24 ára. Hann deilir íbúð með vinnufélaga sínum og vini, Sheldon Cooper. Hann er eðlilegasti karlmaðurinn í þáttunum. Handritshöfundarnir hafa leikið sér með rómantík á milli hans og nágrannans, Penny, og er óleyst kynferðisleg spenna á milli þeirra. Þau giftu sig í 9. þáttaröðinni.
  • Jim Parsons sem Doktor Sheldon Cooper. Upphaflega frá Austur-Texas, var mjög gáfað barn og hóf háskólanám aðeins 11 ára, rétt eftir að hafa klárað 5. bekk. Sem kennilegur eðlisfræðingur er hann með meistaragráðu, tvær doktorsgráður og greindarvísitöluna 187. Hann sýnir sterka hneigð til þess að halda öllu í sömu skorðum og það eru ákveðnir mannlegir hlutir sem hann skilur ekki; hann skilur alls ekki kaldhæðni og kímnigáfu eða hógværð og lítillæti. Þessi atriði eru aðalatriðin sem gera persónuna fyndna og stundum þungamiðja þáttarins. Sheldon deilir íbúð með samstarfsfélaga sínum og vini, Leonard Hofstadter. Samkvæmt tvíburasystur Sheldons, sendi hann ímynduðu vini sína heim í lok dagsins, þegar þau voru lítil. Sheldon segir þá á móti: „Þeir voru ekki vinir, þeir voru ímyndaðir samstarfsfélagar“.
  • Kaley Cuoco sem Penny. Hún er vinkona Sheldons og Leonards sem býr í íbúðinni á móti þeim. Hún er þjónustustúlka á veitingastaðnum Cheesecake Factory og er líka að reyna að komast áfram sem leikkona. Hún er eina aðalpersónan sem hefur ekki látið ættarnafn sitt koma fram. Hún er fædd og uppalin á búgarði í Omaha í Nebraska og skilur oft lítið í nördalegu vinum sínum sem búa hinumegin við ganginn. Hún skilur ekkert í Sheldon og eru persónurnar tvær oft látnar tala saman bara til þess að gera þættina fyndnari. Penny varð kærastan Leonards með tíð og tíma, og þau giftu sig í 9. þáttaröðinni.
  • Simon Helberg sem Howard Wolowitz. Hann er með meistaragráðu í verkfræði. Hann vinnur sem verkfræðingur og býr hjá móður sinni og eru þau gyðingar. Ólíkt Sheldon, Leonard og Raj, hefur Howard ekki doktorsgráðu. Hann ver það með því að benda á að hann sé með meistaragráðu í verkfræði frá MIT. Hann finnur upp fáránlegar „pikk-öpp“-línur og telur sjálfan sig vera kvennamann og fær það ekki góð viðbrögð frá Penny, en hann hefur haft velgengni með öðrum konum.
  • Kunal Nayyar sem Doktor Rajesh Koothrappali. Rajesh, sem kemur frá Nýju-Delí á Indlandi, vinnur sem stjörnufræðingur hjá Caltech. Hann er oftast mjög feiminn og þorir ekki að tala í kringum fallegar konur; og mörg atriði þáttanna eru með Penny, þá hefur þögn hans oft látið hann gleymast. Aðeins alkóhól og tilraunalyf virðast virka á þögn hans. Í eitt skipti gat hann þó beðið Penny afsökunar án þess að vera á lyfjum eða drukkinn. Foreldrar hans, kynnt sem doktor og frú V.M. Koothrappali, hafa sést í gegnum vefmyndavél; faðir hans er kvensjúkdómalæknir og keyrir um á Bentley og er það oft notað gegn Raj þegar hann segist hafa alist upp við fátækt á Indlandi.
  • Mayim Bialik sem Doktor Amy Farrah Fowler. Hún er taugavísindimaður og kærastan Sheldons. Hún er innleidd í 3. þáttaröðinni.
  • Melissa Rauch sem Doktor Bernadette Rostenkowski. Hún er örverufræðingur og eiginkonan Howards. Hún er innleidd í 3. þáttaröðinni.
  • Sara Gilbert sem Doktor Leslie Winkle. Hún er tilraunaeðlisfræðingur sem sefur stundum hjá Leonard eða Howard. Henni og Sheldon kemur ekki vel saman og gerir hún oft grín að honum. Hún var hækkuð upp í aðalhlutverk í 2. þáttaröðinni en var lækkuð aftur niður í aukapersónu þegar handritshöfundarnir komust að því að þeir gætu ekki gefið henni góðar línur í hverjum einasta þætti.
  • Kevin Sussman sem Stuart Bloom. Hann á myndasögubúðina sem Sheldon, Leonard, Howard and Raj fara til.
  • Laura Spencer sem Emily Sweeney. Hún er húðsjúkdómafræðingur og er kærastan Rajs í 8. og 9. þáttaröðunum.

Saga

  Þessi listi er ekki tæmandi. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hann

1. þáttaröðin

Lífunum eðlisfræðinganna Doktors Leonards Hofstadter og Doktors Sheldons Cooper eru umsnúið þegar aðlaðandi ung upprennandi leikkona frá Omaha, Nebraska nefnd Penny flytur inn í íbúðina yfir forstofuna frá þeirra. Leonard byrjar að verða óvonandi ástfanginn af Penny, á meðan hún finnur bara platónísk ástúð fyrir honum; fyrir vikið, hún finnur sig að þola nánasta og sífelldir til staðar vini hans: herbergisfélagi hans, Sheldon, sem virðist vera með áráttu-þráhyggjuröskun; verkfræðiofviti Howard Wolowitz, kynvilltur mömmustrákur sem heldur að klæðnaðurinn og hárgreiðslan hans frá 1961-1970 geri hann töff; og Doktor Rajesh „Raj“ Koothrappali, sem mun ekki tala til hennar því hann er of feiminn til að tala til kvenna (tilfelli af sértækum stökkbreytingum), nema hann er drukkinn, þegar hann verður slétt-talandi en hábellinn kvennabósi.

Í 1. þáttaröðinni missir Sheldon vinnuna fyrir að blammera nýjan stjórann hans, finnur egóið hans marið af undrabarni, verður ófær um að leggja upp með að vera hluti af lygi sem Leonard hefur sagt, og er alltaf að sækja heiminn við harðskeytta þörf á að fullyrða veldi. Raj lærir í fyrsta skipti að hann getur talað til kvenna, en bara þegar hann er drukkinn, og Penny og Leonard loksins deita í lokaþáttinum. Þessi þáttaröð er einasta þáttaröðin sem er ekki með John Ross Bowie sem endurtekin persóna Barry Kripke og Kevin Sussman sem Stuart Bloom.

2. þáttaröðin

2. þáttaröðin byrjar að takast á við persónuþróun, þar með talið að Sheldon verði með meiri og meiri þráhyggjur. Sambandið Leonards og Pennyjar hríðversnar þegar þau hætta saman, en þetta er fljótlega leyst. Fljótlega þróast sambandið þeirra í sterkari vináttu en áður, á meðan vináttan Sheldons og Pennyjar stirðlega byrjar. Í lokaþáttinum gefur Penny í skyn tilfinningar sínar fyrir Leonard. Manngerðin Howards er svipuð og manngerðin hans frá 1. þáttaröðinni varðandi tilraunir hans til að fífla konur, og hann byrjar skammlíft kynferðislegt samband við Leslie Winkle á seinni hluta þáttaröðarinnar. Á meðan, Rajesh tekst að biðja Penny afsökunar á því sem hann gerði í þáttinum „The Griffin Equivalency“ án þess að drekka alkóhol. Barry Kripke (sýndur af John Ross Bowie) birtist í fyrsta skipti í þessari þáttaröð; hann birtist í þáttinum „The Killer Robot Instability“.

3. þáttaröðin

Penny kastar sér á Leonard eftir hann snýr aftur frá norðurheimskautinu eftir þrjá mánuði, og þau byrja samband sem stendur í mest af þáttaröðinni. Penny og Sheldon byrja einkennilega vináttu (þótt hún getur ennþá ergt hann). Wil Wheaton byrjar að birtast sem erkióvinur Sheldons. Howard byrjar að deita Bernadette Rostenkowski. Sheldon hittir Amy Farrah Fowler í lok þáttaraðarinnar.

4. þáttaröðin

Penny deitar nokkra menn þar á meðal heimskan Zack sem nýtur „vísindagæja“, Sheldon byrjar platónískt samband við Amy, Howard tengist aftur við Bernadette og biður henni með tíð og tíma að giftast honum, Leonard byrjar að deita Priyu (systir Rajs), og Penny verður vinkona Amyar og lýsir eftirsjá yfir því að hafa brotist upp með Leonard.

5. þáttaröðin

Penny sér eftir að hafa sofið hjá Raj, en það kemur í ljós að þau höfðu ekki kynmök. Leonard brýtur upp með Priyu, Amy hvetur Sheldon í sambandinu þeirra og þau verða kærustu með tíð og tíma, Penny og hinar konurnar verða nánar vinkonur, Howard útbýr sig undir giftingina hans og ferðina hans til alþjóðlegu geimstöðarinnar, og Leonard spyr út Penny sem þau byrja „Leonard og Penny 2,0“.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „The Big Bang Theory“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.