„Fossvogur“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
1.666 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Árið 2012 var hluti Fossvogs og [[Kópavogur (vogurinn)|Kópavogs]] (það er vogurinn) friðlýst sem búsvæðavernd. Friðlýsta svæði skiptist í tvo hluta, annars vegar eru 39 hektarar í Kópavogi og hinsvegar 24 hektarar í Fossvogi, alls um 63 hektarar. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, þar sem megi finna afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Þá er einnig markmið að vernda útivistar-og fræðslugildi svæðisins.<ref>{{cite web |url=http://www.kopavogur.is/media/adalskipulagsgogn/Adalskipuag-Kopavogs-greinargerd-tillaga-12.12.12.pdf|title=Aðalskipulag-Kópavogur|publisher=Kópavogsbær|accessdate=18. febrúar|accessyear=2013}}</ref>
 
== Fuglalíf í Fossvogi ==
Innst í Fossvogi er Fossvogsleira sem er um 5,5, hektarar. Fossvogur Kópavogsmegin er friðlýstur sem búsvæði og strandlengjan norðan megin innan Reykjavíkur er friðlýst sem [[náttúruvætti]] vegna Fossvogsbakka. Í Fossvogi eru áberandi landfuglar eins og [[skógarþröstur]] og [[Stari (fugl)|stari]] sem sækja í garða á svæðinu eins og [[Fossvogskirkjugarður|Fossvogskirkjugarð]] en einnig eru þar sjó- og fjörufuglar sem nýta voginn sjálfan. Flestir eru fuglarnir á Fossvogsleiru. Samkvæmt fuglatalningum 2008-2011 eru 40 tegundir fugla í Fossvogi og tólf algengustu fuglategundir (taldar upp eftir fjölda) eru [[æðarfugl]], [[heiðlóa]], [[tjaldur]], [[hávella]], [[Rauðhöfðaönd|rauðhöfði]], [[tildra]], [[Stari (fugl)|stari]], [[rauðbrystingur]], [[stelkur]], [[Hettumáfur|hettumávur]], [[toppönd]] og [[Hvítmáfur|hvítmávur]]. Þessar tólf tegundir námu yfir 90% af heildarfjölda fugla í Fossvogi. Einnig reyndis nokkuð af eftirfarandi tegundum [[sendlingur]], [[sílamáfur]], [[skógarþröstur]], [[kría]], [[silfurmáfur]], [[margæs]], [[dílaskarfur]], [[sandlóa]], [[hrafn]], [[urtönd]], [[sanderla]], [[duggönd]], [[grágæs]], [[álft]] og [[lóuþræll]]. Sjaldgæfari tegundir voru [[þúfutittlingur]], [[svartbakur]], [[spói]], [[fýll]], [[teista]], [[maríuerla]], [[lómur]], [[hrafnsönd]], [[jaðrakan]], [[flórgoði]], [[steindepill]] og [[himbrimi]].<ref>Haraldur Rafn Ingvason, et al. [https://timarit.is/page/6780593?iabr=on “Fjöldi Og Dreifing Fugla í Fossvogi.”] Náttúrufræðingurinn : vol. 86, no. (1-2), 2016, pp. 42–51.</ref>
 
== Fossvogsbakkar ==

Leiðsagnarval