„Leonardo DiCaprio“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
betra
Lína 10: Lína 10:
}}
}}


'''Leonardo Wilhelm DiCaprio'''
'''Leonardo Wilhelm DiCaprio''' (fæddur [[11. nóvember]] [[1974]]) er bandarískur [[leikari]] og [[kvikmyndaframleiðandi]]. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal [[Golden Globe-verðlaun]] fyrir besta leikara eftir frammistöðu sína í ''[[The Aviator]]'' (2004). Þar að auki hefur hann meðal annars unnið [[Silfurbjörn fyrir besta leikara|Silfurbjörn]] á [[Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín|Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín]], [[Chlotrudis-verðlaun]] og [[Satellite-verðlaun]] og verið tilnefndur af [[Screen Actors Guild]] og [[British Academy of Film and Television Arts|BAFTA]].

DiCaprio, sem var fæddur og upp alinn í [[Los Angeles]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]], hóf leikferil sinn á því að koma fram í sjónvarpsauglýsingum áður en hann landaði hlutverki í sápuóperunni ''Santa Barbara'' og gamanþættinum ''Growing Pains'' snemma á tíunda áratugnum. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í grín-hryllingsmyndinni ''[[Critters 3]]'' (1991) en hann vakti fyrst markverða athygli fyrir frammistöðu sína í ''[[This Boy's Life]]'' (1993). DiCaprio hlaut svo vaxandi frægð með aukahlutverkum í myndunum ''[[What's Eating Gilbert Grape]]'' (1993), ''[[Marvin's Room]]'' (1995), ''[[The Basketball Diaries]]'' (1996) og loks með aðalhlutverki í ''[[Romeo + Juliet]]'' (1996). Árið 1997 lék hann í tekjuhæstu kvikmyndinni fram til ársins 2010, ''[[Titanic (1997 kvikmynd)|Titanic]]'' undir leikstjórn [[James Cameron]], sem gerði DiCaprio þekktan um heim allan.

Fleiri myndir sem hafa hlotið jákvæða umfjöllun gagnrýnenda eru ''[[Catch Me If You Can]]'' (2002), ''[[Gangs of New York]]'' (2002), ''[[The Aviator]]'' (2004), ''[[Blood Diamond]]'' (2006), ''[[The Departed]]'' (2006) og ''[[Revolutionary Road (kvikmynd)|Revolutionary Road]]'' (2008). Nýjustu myndir hans, ''[[Shutter Island (kvikmynd)|Shutter Island]]'' (2010) og ''[[Inception]]'' (2010) vöktu mikla athygli og þénuðu vel. DiCaprio er eigandi framleiðslufyrirtækisins Appian Way Productions.


== Tenglar ==
== Tenglar ==

Útgáfa síðunnar 13. mars 2020 kl. 12:41

Leonardo DiCaprio
DiCaprio á frumsýningu Body of Lies í London 6. nóvember 2008.
DiCaprio á frumsýningu Body of Lies í London 6. nóvember 2008.
Upplýsingar
FæddurLeonardo Wilhelm DiCaprio
11. nóvember 1974 (1974-11-11) (49 ára)
Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum
Ár virkur1989–nú
Vefsíðaleonardodicaprio.com

Leonardo Wilhelm DiCaprio

Tenglar