Munur á milli breytinga „Sinn Féin“

Jump to navigation Jump to search
Sinn Féin var stofnað í upprunalegri mynd þann 28. nóvember árið 1905 að undirlagi [[Arthur Griffith|Arthurs Griffith]] til þess að berjast fyrir sjálfstæði Írlands frá [[Bretland]]i. Sjálfstæðisbaráttan skilaði þeim árangri að árið 1911 boðaði ríkisstjórn [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokksins]] í Bretlandi til samningaviðræða um írska [[heimastjórn]], en andstaða [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] og sambandssinna á Írlandi leiddu til þess að þessar áætlanir runnu út í sandinn. Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] braust út voru viðræður um aukið sjálfræði á Írlandi settar á ís, sem stuðlaði að því að [[páskauppreisnin]] braust út árið 1916. Vegna harkalegra viðbragða Breta við uppreisninni og óánægju með áætlaða herkvaðningu á Írlandi vann Sinn Féin stórsigur í kosningum árið 1918 og stofnaði sjálfstætt löggjafarþing sem lýsti yfir fullveldi Írlands undan breskum yfirráðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Samtökin Sinn Féin stofnuð í Dublin|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3926275|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2006|mánuður=28. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=30. júlí}}</ref> Við lok [[Írska sjálfstæðisstríðið|írska sjálfstæðisstríðsins]] sömdu ráðamenn Sinn Féin við Breta um stofnun [[Írska fríríkið|írska fríríkisins]], sem fól meðal annars í sér að Norður-Írland yrði klofið frá Írlandi. Óánægja með samninginn var víðtæk meðal róttækustu sjálfstæðissinnanna og því klufu andstæðingar hans með [[Éamon de Valera]] í broddi fylkingar sig úr Sinn Féin og stofnuðu nýjan flokk, [[Fianna Fáil]].<ref name=mikillörn>{{Vefheimild|höfundur=Gunnar Pálsson|titill=„Mikill örn með ylblíða klóglófa“|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1497228|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1978|mánuður=23. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. maí}}</ref> Á næstu árum dró verulega úr áhrifum Sinn Féin og frá og með stofnun [[Írska lýðveldið|írska lýðveldisins]] hafa flokkarnir Fianna Fáil og [[Fine Gael]] jafnan skipst á að fara með stjórn landsins.
 
===Sinn Féin á lýðveldistímanum===
Sinn Féin varð til í núverandi mynd árið 1970 þegar gamli flokkurinn klofnaði í tvennt vegna deilna um það hversu róttæk flokksmarkmiðin í þjóðfélagsmálum ættu að vera. Um skeið voru því tveir flokkar starfandi undir þessu nafni: Hið „opinbera“ (''official'') Sinn Féin, sem var skipuð [[Kommúnismi|kommúnistum]] og [[Marxismi|marxistum]] og vann að því markmiði að stofna sósíalískt ríki í sameinuðu Írlandi, og hið „tímabundna“ (''provisional'') Sinn Féin, sem var skipuð [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskum]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnum]] sem höfðu sameiningu Írlands efst í forgangsröð sinni en stefndu jafnframt að uppbyggingu sósíaldemókratísks samfélags.<ref>{{Vefheimild|titill=Sinn Fein og IRA|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1429114|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1972|árskoðað=2019|mánuður=27. febrúar|mánuðurskoðað=30. júlí}}</ref> Hið „opinbera“ Sinn Féin breytti síðar nafni sínu í Verkalýðsflokkinn og hið „tímabundna“ Sinn Féin er því eini flokkurinn sem enn notar nafnið í dag.
 
Í [[Írska lýðveldið|írska lýðveldinu]], þar sem áhrif flokksins eru talsvert minni, hlaut flokkurinn fimm þingsæti á neðri deild írska þingsins árið 2001. Flokkurinn vann einnig nokkrar héraðskosningar og komst meðal annars í stjórn bæjarins [[Sligo]].
 
Í febrúar árið 2016 hlaut Sinn Féin 13,85 % atkvæða og 23 þingmenn í þingkosningum Írlands, sem var þá þeirra besta kosning frá stofnun lýðveldisins.
 
Í janúar árið 2017 sagði Martin McGuinness af sér sem leiðtogi flokksins í Norður-Írlandi. Við honum tók [[Michelle O'Neill]].<ref>{{Vefheimild|titill=Sinn Fein: la nouvelle dirigeante désignée |url=http://www.lefigaro.fr/flash-actu/2017/01/23/97001-20170123FILWWW00281-sinn-fein-la-nouvelle-dirigeante-designee.php |útgefandi=''[[Le Figaro]]'' |mánuður=23. janúar|ár=2017 |árskoðað=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|tungumál=franska}}</ref> Eftir kosningar á þing Norður-Írlands í mars sama ár hlutu Sinn Féin og aðrir lýðveldisflokkar fleiri atkvæði en sambandsflokkarnir.<ref>[https://www.tdg.ch/monde/Percee-historique-du-Sinn-Fein-en-Irlande-du-Nord/story/10507024 « Percée historique du Sinn Féin en Irlande du Nord »], tdg.ch, 5. mars 2017.</ref>
 
Í kosningum í febrúar árið 2020 fékk Sinn Féin 24,5 prósent fyrsta-forgangsatkvæða, mest allra flokka. Flokkarnir Fianna Fáil og Fine Gael fengu hvor um sig 22,2 og 20,9 prósent atkvæða. Þessi mikla fylgisaukning Sinn Féin í kosningunum er talin hafa sett tvíflokkakerfið sem hefur verið við lýði milli Fianna Fáil og Fine Gael frá stofnun lýðveldisins verulega úr skorðum.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|titill=Sinn Féin fékk flest atkvæði í írsku kosningunum|url=https://www.ruv.is/frett/sinn-fein-fekk-flest-atkvaedi-i-irsku-kosningunum|útgefandi=RÚV|ár=2020|mánuður=10. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. janúar}}</ref>
 
==Leiðtogar Sinn Féin==

Leiðsagnarval