„Tangen-málið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Málinu gerð ítarlegri skil
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
* [http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=110&mnr=186 Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um utanríkismál]
* [http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=110&mnr=186 Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um utanríkismál]


[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Íslenskir fjölmiðlar]]
[[Flokkur:Íslenskir fjölmiðlar]]
[[Flokkur:Kalda stríðið]]
[[Flokkur:Kalda stríðið á Íslandi]]

Útgáfa síðunnar 19. janúar 2020 kl. 17:53

Tangen-málið var mál sem kom upp árið 1988 vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins (RÚV) um óeðlileg tengsl forsætisráðherra Íslands við bandaríska erindreka og sendiráðsmenn á árunum 1947-8. [1]

Í kvöldfréttum RÚV þann 9. nóvember 1987 sagði Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari RÚV í Osló í Noregi, frá rannsóknum Norðmannsins Dag Tangen sem hafði að sögn komist að því við rannsókn á gögnum, sem leynd hafði nýlega verið létt af, að Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra Íslands 1947-9, hefði haft náið samráð við bandarísku alríkisþjónustuna (CIA). Þessar fréttir vöktu talsverða athygli en fljótlega kom í ljós að heimildarmaðurinn norski gat ekki framvísað þeim skjölum sem hann hafði byggt fullyrðingar sínar á. Úr þessu varð allmikill fjölmiðlahvellur og RÚV varð að bera fréttina til baka og biðjast afsökunar. Það dugði ekki til, því Alþingi samþykkti að láta gera úttekt á málinu í heild. Þór Whitehead prófessor í sagnfræði við HÍ var fenginn til verksins og hann komst að þeirri niðurstöðu að fréttastofa RÚV hefði orðið ber að óvönduðum vinnubrögðum. Í framhaldinu var málinu vísað til Siðanefndar Blaðamannafélagsins sem taldi að Fréttastofan hefði brotið siðareglur félagsins og taldi brotið alvarlegt.

Tangen-málið dró talsverðan dilk á eftir sér og mikil skrif urðu um það bæði í dagblöðum [2] [3] [4] og í Dagfara, tímariti Herstöðvaandstæðinga. [5] Einnig var saminn um það leikþáttur sem fluttur var í Háskólabíói 30. mars 1989. Hann nefndist Réttvísin gegn RÚV eftir Jústus, sem var dulnefni höfundarins. Þessi skrif leiddu í ljós að talsverður fótur var fyrir fullyrðingum Dags Tangens um óeðlileg tengsl Stefáns Jóhanns Stefánssonar við erindreka bandaríska sendiráðsins, einkum mann að nafni William C. Trimble, háttsettan sendiráðsmann Bandaríkjanna á Íslandi 1947-1948. Ljóst virðist að leyniskjalið sem dag Tangen hafði séð en gat ekki fundið eða framvísað var Trimble-skeytið svonefnda, leyniplagg þar sem sendiráðsmaðurinn lýsir m.a. samræðum sínum við Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra um hvernig standa skuli að brottrekstri vinstrimanna úr áhrifastöðum í ríkiskerfinu. [6]

Tengill

  1. Þór Whitehead 1988. Álitsgerð. Dag Tangen-málið og Ríkisútvarpið. Sjá þingskjal 847. Skýrsla menntamálaráðherra um fréttaflutning Ríkisútvarpsins 9. og 10. nóvember 1987 vegna upplýsinga frá Norðmanninum Dag Tangen um utanríkismál Íslands
  2. Árni Hjartarson 1988. Tangenmálið og villur Þórs Whitehead. Helgarpósturinn 28.4. 1988
  3. Þorleifur Friðriksson 1988. Athugasemdir við skýrslu Þórs Whitehead un „Dag Tangen-málið“ og Ríkisútvarpið. Morgunblaðið 27.4. 1988
  4. Þór Whitehead 1988. Þegar handritin komu heim. Lesbók Morgunblaðsins 15.10. 1988 og 22.10. 1988
  5. Árni Hjartarson og Jón Torfason 1988. Um glataða æru Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Dagfari 14. árg, 2. tbl. 1988
  6. Árni Hjartarson 1989. Whiteheadmálið. Dagfari 15. árg. 2. tbl. 1989