Munur á milli breytinga „Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Meðal stefnumála og lagasetninga Frjálslynda flokksins í gegnum tíðina má nefna stofnun almennrar heilsugæslu, kanadískra lífeyrissjóða, stúdentalána, friðargæslu, alþjóðahyggju, sjálfstæði Kanada með núverandi stjórnarskrá landsins, viðurkenningu á réttindaskrá Kanada, mögulegt lagaferli fyrir aðskilnað fylkja úr kanadíska ríkjasambandinu, lögleiðingu á [[Hjónaband samkynhneigðra|hjónabandi samkynhneigðra]], lögleiðingu á [[líknardráp]]i og á [[kannabis]]neyslu og setningu almennra kolefnisskatta.<ref name="Liberal Party" /><ref>{{cite web |title = Liberal Party of Canada |url = http://www.britannica.com/EBchecked/topic/339142/Liberal-Party-of-Canada/230901/History |work=Encyclopædia Britannica |accessdate = 2013-04-19 }}</ref>
 
Árið 2015 vann Frjálslyndi flokkurinn undir forystu [[Justin Trudeau|Justins Trudeau]] sinn mesta kosningasigur frá árinu 2000 og hlaut hreinan þingmeirihluta með 184 þingsætum og 39,5 prósentum atkvæða. Í þingkosningum árið 2019 tapaði flokkurinn nokkru fylgi og náði ekki að viðhalda meirihluta sínum en var þó áfram stærsti flokkurinn á kanadíska þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Trudeau tapar fylgi en sigrar þó|url=https://www.ruv.is/frett/trudeau-tapar-fylgi-en-sigrar-tho|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=22. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. október|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
 
==Formenn Frjálslynda flokksins==

Leiðsagnarval