Munur á milli breytinga „Kvenréttindi á Íslandi“

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
m
Í byrjun 20. aldar varð konum á Íslandi nokkuð ágengt í réttindabaráttu sinni. [[Kvenréttindafélag Íslands]] var stofnað árið [[1907]] í heima hjá Bríeti í Reykjavík og var hún formaður þess næstu 20 árin. [[Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1916|Kvennaframboðið til bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík 1908]] gekk mjög vel. Framboðið fékk flest atkvæði af öllum listum sem í framboði voru, 345 eða 21,8% greiddra atkvæða og fjóra fulltrúa af þeim 15 sem um var kosið. Sá listi sem næstur var að atkvæðatölu fékk 235 atkvæði. Því tóku [[Katrín Magnússon]], formaður Hins íslenska kvenfélags, [[Þórunn Jónassen]], formaður Thorvaldsensfélagsins, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og [[Guðrún Björnsdóttir]], félagi í Kvenréttindafélagi Íslands, sæti í [[bæjarstjórn Reykjavíkur]] það ár.
 
Lög um menntun kvenna og rétt til embætta var samþykkt á Alþingi árið 1911 þá fengu konur fullan rétt til menntunar og embætta. Þann [[19. júní]] [[1915]] undirritaði Danakonungur nýja stjórnarskrá sem veitti konum kosningarétt og [[7. júlí]] fögnuðu konur kosningaréttinum sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. Sama dag stofnuðu þær [[Landspítalasjóður Íslands|Landspítalasjóð Íslands]]. Árið 1922 var [[Ingibjörg H. Bjarnason]] kosin fyrst kvenna til þings.
 
[[Mynd:Sidleysi-althbladid 11 mai 1940 bls4.png|thumb|right|„Það er óþolandi, ef nokkrar siðlausar stúlkur verða til þess að gefa hermönnunum ranga hugmynd um íslenzkar konur.” sagði í [[Alþýðublaðið|Alþýðublaðinu]] degi eftir að breskir hermenn hernámu Ísland.]]
2.528

breytingar

Leiðsagnarval