Munur á milli breytinga „Hagfræði“

Jump to navigation Jump to search
20 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
 
Hinn kínverski heimspekingur [[Konfúsíus]] taldi að [[skattar]] ættu að vera lagðir á framleiðslu einstaklinga, að ríkisútgjöld ættu að fylgja tekjum ríkisins, að lifnaðarhættir ættu að fara eftir samfélags[[stétt]] og að hið opinbera ætti ekki að hafa óþarflega mikil afskipti af atferli einstaklinga. Hinn [[Arabía|arabíski]] fræðimaður [[Abu Hamid al-Ghazali]] skrifaði um samfélagsleg [[velferðarfall|velferðarföll]], verkaskiptingu, og um það hvernig markaðir spretta upp náttúrulega í [[samfélag|mannlegu samfélagi]].<ref>Ekelund og Hébert (2007): 22-25</ref>
 
[[Mynd:Canal,Il GiovanniRitorno Antoniodel (Canaletto)Bucintoro -al Returnmolo ofnel thegiorno Bucentorodell'Ascensione to(c.1738) theCanaletto Molo- onWells-Next-The-Sea, AscensionThe Day,Earl c.of 1733-4.Leicester Royaland CollectionTrustees of the BuckinghamHolkham PalaceEstate.jpg|thumb|[[Kaupskaparstefna]] er kenning um utanríkisviðskipti sem gengur út á að hámarka [[vöruskiptajöfnuður|vöruskiptajöfnuð]].|250x250px]]
Á [[miðaldir|miðöldum]] var [[kirkja]]n ríkjandi þjóðfélagsstofnun í [[Evrópa|Evrópu]] og hafði hún mikinn áhuga á [[réttlæti]] í viðskiptum, en til að mynda bannaði hún álagningu [[vextir|vaxta]]. [[Skólaspeki|Skólamennirnir]] rýndu í kenningu Aristótelesar um réttlæti í viðskiptum og skrifuðu talsvert um kenninguna. [[Albertus Magnus]] var sá fyrsti til að setja fram þá hugmynd að virði hagrænna gæða væri bundið í vinnunni sem færi í að framleiða gæðin, og setti hann þar með fram [[vinnuverðgildi|vinnuverðgildiskenninguna]] sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framgang hagfræðinnar í skrifum manna á borð við [[David Ricardo]] og [[Karl Marx]]. [[Tómas frá Akvínó]] taldi að hagræn gæði hefðu náttúrulegt virði, en ólíkt Albertus Magnus taldi hann að verðið gæti sveiflast frá náttúrulegu virði sínu ef þarfir fólks fyrir gæðin breyttust. Skólamennirnir skrifuðu bæði um [[framboð og eftirspurn|eftirspurnar- og framboðshliðar]] markaða, en ólíkt ríkjandi hagfræðikenningum nútímans litu þeir ekki á [[markaðsjafnvægi]] sem samspil þessara tveggja hliða.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 26-35</ref>
 
111

breytingar

Leiðsagnarval