„Emil Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Emil var einn af aðalhvatamönnum að stofnun [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]] en stofnfundur félagsins fór fram í kjallaranum á heimili hans að Túngötu 12.
Emil var einn af aðalhvatamönnum að stofnun [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]] en stofnfundur félagsins fór fram í kjallaranum á heimili hans að Túngötu 12.


Hann var helsti listgagnrýnandi ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]'' frá 1926-1933 og starfaði við [[Ríkisútvarpið]] frá stofnun þess 1930. Þekktustu lög hans eru „[[Íslands Hrafnistumenn]]“, sem síðar varð innblásturinn að nafni dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og „[[Hver á sér fegra föðurland]]“, sem hann samdi við ljóð [[Hulda (skáld)|Huldu]] og var frumflutt á [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðinni 1944]], skömmu áður en hann lést úr [[lungnabólga|lungnabólgu]], langt fyrir aldur fram.
Hann var helsti listgagnrýnandi ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]'' frá 1926-1933 og starfaði við [[Ríkisútvarpið]] frá stofnun þess 1930. Þekktustu lög hans eru „[[Íslands Hrafnistumenn]]“, sem síðar varð innblástur að nafni dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og „[[Hver á sér fegra föðurland]]“, sem hann samdi við ljóð [[Hulda (skáld)|Huldu]] og var frumflutt á [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðinni 1944]], skömmu áður en hann lést úr [[lungnabólga|lungnabólgu]], langt fyrir aldur fram.


==Æviágrip==
==Æviágrip==

Útgáfa síðunnar 22. júní 2019 kl. 01:13

Mynd:Emil Thoroddsen.jpg
Mynd af Emil Thoroddsen

Emil Thoroddsen (16. júní 18987. júlí 1944) var tónskáld, píanóleikari, leikskáld, myndlistamaður, gagnrýnandi og þýðandi.

Emil var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Víkings en stofnfundur félagsins fór fram í kjallaranum á heimili hans að Túngötu 12.

Hann var helsti listgagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1926-1933 og starfaði við Ríkisútvarpið frá stofnun þess 1930. Þekktustu lög hans eru „Íslands Hrafnistumenn“, sem síðar varð innblástur að nafni dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og „Hver á sér fegra föðurland“, sem hann samdi við ljóð Huldu og var frumflutt á Lýðveldishátíðinni 1944, skömmu áður en hann lést úr lungnabólgu, langt fyrir aldur fram.

Æviágrip

Emil var sonur Þórðar J. Thoroddsens héraðslæknis í Keflavík og Önnu Pétursdóttur Gudjohnsen. Þórður, faðir Emils, er sonur skáldsins Jóns Thoroddsen en því kyni hafa fylgt óvenjulegir hæfileikar og sterkt ættarmót. Raunar voru báðir afar Emils listamenn; Pétur Gudjohnsen var organisti í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá voru honum náskyldir tónskáldin Jón Leifs og Skúli Halldórsson ásamt Bjarna Böðvarssyni hljómsveitarstjóra, föður Ragnars Bjarnasonar, og Þorvaldur Bjarnason.

Emil lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1917 og fór eftir það í Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann lagði stund á listasögu og málaralist. Hann varð cand. phil. árið 1918. Emil hafði lært myndlist hjá Ásgrími Jónssyni sem unglingur og margir töldu að hann myndi fara í myndlistarnám, en frá 1921 til 1925 var hann í tónlistarnámi í Leipzig og Dresden. Eftir dvalir sínar erlendis sneri hann heim og gerðist hljómsveitarstjóri við Leikfélag Reykjavíkur. Hann þýddi þó nokkuð af leikverkum fyrir leikfélagið auk þess sem hann starfaði sem myndlistargagnrýnandi og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1926 til 1933[1]. Ennfremur var Emil einn af stofnendum Tónlistarfélags Reykjavíkur.

Árið 1930 tók hann þátt í samkeppni um „Alþingishátíðarkantötu“ en dómnefnd valdi heldur tónverk eftir Pál Ísólfsson[2]. Sama ár hóf Emil störf sem píanóleikari við Ríkisútvarpið þar sem hann raddsetti og útsetti fjölda laga og lagasyrpa. Á þeim árum samdi hann vinsæl leikrit upp úr skáldsögum afa síns, Pilti og stúlku og Manni og konu. Fyrir Lýðveldishátíðina 1944 sigraði Emil keppni um lag við ljóðaflokka Huldu. Framlag hans náði til þriðja ljóðaflokks hennar sem hefst á orðunum: „Hver á sér fegra föðurland?“. Hefur hátíðarljóðið gengið undir því nafni síðan. Emil lést aðeins þremur vikum eftir frumflutninginn á hátíðinni.

Emil Thoroddsen var þríkvæntur; Fyrst kvæntist hann Elisabeth Brühl árið 1925 en þau skildu, síðan Guðrúnu Bryndísi Skúladóttur 1931 en hún lést 1938 aðeins 37 ára gömul, og að síðustu Áslaugu Árnadóttur árið 1941.

Helstu verk

Tilvísanir

  1. Baldur Andrésson. „Emil Thoroddsen (1898 - 1944)“. Tónlistarsaga Reykjavíkur. Sótt 18. desember 2014.
  2. „Alþingishátíðarkantata Emils Thoroddsens“. Sótt 18. desember 2014.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.