„Talíbanar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Siggi MÆJO (spjall), breytt til síðustu útgáfu 46.182.190.162
Merki: Afturköllun
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
Talibanar undir stjórn [[Mullah Muhammad Omar]] komu á sharía-löggjöf í landinu með opinberum aftökum og líkamlegum refsingum, bönnuðu vestræn áhrif og tækjabúnað og bönnuðu menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir stúlkur og konur.
Talibanar undir stjórn [[Mullah Muhammad Omar]] komu á sharía-löggjöf í landinu með opinberum aftökum og líkamlegum refsingum, bönnuðu vestræn áhrif og tækjabúnað og bönnuðu menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir stúlkur og konur.


Aðrir múslimskir hryðjuverkahópar, eins og Al-Kaída, nutu verndar talibana og starfræktu þjálfunarbúðir í Afganistan á valdatíma þeirra. Stjórn talibana í Afganistan var felld í innrás Bandaríkjahers í landið eftir hryðjuverkaárásir Al-Kaída á Bandaríkin árið 2001. Bandaríkjaher naut stuðnings afganskra stríðsherra frá Norður-Afganistan í stríðinu gegn talibönum.
Aðrir íslamskir hryðjuverkahópar, eins og [[Al-Kaída]], nutu verndar talibana og starfræktu þjálfunarbúðir í Afganistan á valdatíma þeirra. Stjórn talibana í Afganistan var felld í [[Stríðið í Afganistan (2001–)|innrás Bandaríkjahers í landið]] eftir hryðjuverkaárásir Al-Kaída á Bandaríkin árið 2001. Bandaríkjaher naut stuðnings afganskra stríðsherra frá Norður-Afganistan í stríðinu gegn talibönum.


Talibanar eiga nú (árið 2018) í [[skæruhernaður|skæruhernaði]] við ríkisstjórn Afganistans, herlið [[NATO]] sem stendur í [[Enduring Freedom-aðgerðin]]ni, og [[Alþjóðlega friðargæsluliðið í Afganistan]]. Þeir hafa nú (árið 2018) náð völdum aftur í stórum hlutum Afganistans.
Talibanar eiga nú (árið 2018) í [[skæruhernaður|skæruhernaði]] við ríkisstjórn Afganistans, herlið [[NATO]] sem stendur í [[Enduring Freedom-aðgerðin]]ni, og [[Alþjóðlega friðargæsluliðið í Afganistan]]. Þeir hafa nú (árið 2018) náð völdum aftur í stórum hlutum Afganistans.


== Heimild ==
== Heimild ==
* [http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/1549285.stm BBC: Who are the Talibans? ]
* [http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/1549285.stm BBC: Who are the Talibans? ]
* {{Vísindavefurinn|58763|Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?}}

{{stubbur}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Hryðjuverkasamtök]]

[[Flokkur:Íslamismi]]
[[Flokkur:Íslamismi]]
[[Flokkur:Íslam]]
[[Flokkur:Stjórnmál Afganistans]]
[[Flokkur:Stjórnmál Afganistans]]
[[Flokkur:Stjórnmál Pakistans]]
[[Flokkur:Stjórnmál Pakistans]]

Útgáfa síðunnar 10. maí 2019 kl. 23:00

Talíbanar í Herat í Afganistan í júlí árið 2001.

Talíbanar (pastúnska: طالبان - ṭālibān, stendur fyrir “nemendur íslamskrar þekkingar”) eru súnní íslömsk hryðjuverkasamtök og pastúnsk þjóðernishreyfing sem ríkti yfir stærstum hluta Afganistans frá 1996 til 2001.

Hreyfingin óx upp í ættbálkahéruðum Pakistans við landamæri Pakistans og Afganistans og varð til sem einn hópur af mörgum í vopnaðri baráttu við her Sovíetríkjanna í Afganistan árin 1979-1989. Talibanar nutu í upphafi stuðnings Bandaríkjanna með vopnum og fjármagni.

Talið er að hreyfingin hafi sprottið upp úr íslömskum trúboðsskólum sem styrktir voru fjárhagslega frá Sádi-Arabíu.

Við brotthvarf hers Sovíetríkjanna frá Afganistan árið 1989 tóku við innbyrðis skærur milli ýmissa stríðsherra og trúarlegra fylkinga múslima. Þeim átökum lauk með valdatöku talibana yfir mestum hluta Afganistan árið 1996.

Talibanar undir stjórn Mullah Muhammad Omar komu á sharía-löggjöf í landinu með opinberum aftökum og líkamlegum refsingum, bönnuðu vestræn áhrif og tækjabúnað og bönnuðu menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir stúlkur og konur.

Aðrir íslamskir hryðjuverkahópar, eins og Al-Kaída, nutu verndar talibana og starfræktu þjálfunarbúðir í Afganistan á valdatíma þeirra. Stjórn talibana í Afganistan var felld í innrás Bandaríkjahers í landið eftir hryðjuverkaárásir Al-Kaída á Bandaríkin árið 2001. Bandaríkjaher naut stuðnings afganskra stríðsherra frá Norður-Afganistan í stríðinu gegn talibönum.

Talibanar eiga nú (árið 2018) í skæruhernaði við ríkisstjórn Afganistans, herlið NATO sem stendur í Enduring Freedom-aðgerðinni, og Alþjóðlega friðargæsluliðið í Afganistan. Þeir hafa nú (árið 2018) náð völdum aftur í stórum hlutum Afganistans.

Heimild

  • BBC: Who are the Talibans?
  • „Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.