„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 276: Lína 276:


:Google endurspeglar breytingar á Wikipedíu frekar hratt, innan við klukkutíma vanalega, og vísar þá ekki á eyddar síður. Hún vísar þó oft á spjallsíður greina sem hefur verið eytt. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að: eyða spjallsíðum eyddra greina, bæta við <code><nowiki>__NOINDEX__</nowiki></code> á spjallsíðurnar (enwiki gerir það með því að setja [[:en:Template:Talk header|þennan haus]] á spjallsíður), og svo held ég að við gætum sett inn beiðni fyrir því að allar spjallsíður séu faldar fyrir Google með því að [https://www.mediawiki.org/wiki/Manual:$wgNamespaceRobotPolicies kveikja á þessu]. Tek eftir því að Google beinir manni oft á spjallsíður greina á iswiki, sem er sjaldnast það sem maður er að leita að. – '''''[[Notandi:Þjarkur|Þjarkur]]''''' [[Notandaspjall:Þjarkur|(spjall)]] 25. apríl 2019 kl. 18:55 (UTC)
:Google endurspeglar breytingar á Wikipedíu frekar hratt, innan við klukkutíma vanalega, og vísar þá ekki á eyddar síður. Hún vísar þó oft á spjallsíður greina sem hefur verið eytt. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að: eyða spjallsíðum eyddra greina, bæta við <code><nowiki>__NOINDEX__</nowiki></code> á spjallsíðurnar (enwiki gerir það með því að setja [[:en:Template:Talk header|þennan haus]] á spjallsíður), og svo held ég að við gætum sett inn beiðni fyrir því að allar spjallsíður séu faldar fyrir Google með því að [https://www.mediawiki.org/wiki/Manual:$wgNamespaceRobotPolicies kveikja á þessu]. Tek eftir því að Google beinir manni oft á spjallsíður greina á iswiki, sem er sjaldnast það sem maður er að leita að. – '''''[[Notandi:Þjarkur|Þjarkur]]''''' [[Notandaspjall:Þjarkur|(spjall)]] 25. apríl 2019 kl. 18:55 (UTC)

== Wikimania 2019 í Stokkhólmi ==

Árleg ráðstefna og samkoma þeirra sem skrifa á Wikipedíu og rannsaka Wikipedíu verður í ár haldin í Stokkhólmi 14-18 ágúst næstkomandi sjá nánar á [https://wikimania.wikimedia.org/wiki/Wikimania Wikimania vefnum]. Það þýðir að það er auðvelt og fremur ódýrt að komast frá frá Íslandi og ráðstefnugjöldin hafa vanalega verið mjög lág. Ég skoðaði áðan og það er hægt að fá beint flug að morgni 14. ágúst og heim kvöldið 18 ágúst á tæplega 30 þús. Ég hef nokkrum sinnum farið á Wikimania ráðstefnurnar, fór á þá fyrstu sem var í Frankfurt og síðan í Washington DC, Ísrael, Mexico City og Vancouver. Það er mjög mismunandi hvaða andi er á ráðstefnunum en það hefur alltaf verið lærdómsríkt og skemmtilegt að sækja þær og líka heilmikið félagslíf. Skráning opnar eitthvað um miðjan maí og ég vil endilega hvetja ykkur sem takið þátt í uppbyggingu Wikipedíu hér á Íslandi til að fara á þessar ráðstefnur og það er kannski auðveldara í ár en oftast áður. --[[Notandi:Salvor|Salvör Kristjana]] ([[Notandaspjall:Salvor|spjall]]) 3. maí 2019 kl. 09:43 (UTC)

Útgáfa síðunnar 3. maí 2019 kl. 09:43

Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.

Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu.
Aðrir umræðuvettvangar sem eru í boði en eru mögulega ekki jafn virkir eru Laugin á Facebook hópurinn Laugin, WikiIS-l póstlistinn og IRC spjallrásin #wikipedia-is tengjast á Libera Chat.


Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P



Ný sveitarfélagskort

Ég er búinn að búa til nýtt SVG-kort yfir Ísland með sveitarfélags- og landshlutamörkum. Ætlunin er að skipta út GIF-kortum yfir sveitarfélög enda mörkin á þeim orðin löngu úrelt og gæðin léleg. Mig langar að fá ykkar álit á grunnkortinu áður en ég byrja að búa til kort fyrir hvert sveitarfélag. Ég ætla að merkja viðkomandi sveitarfélag í rauðu eins og á núverandi kortunum. Nýja kortið er sýnt hér til hægri. Endilega látið mig heyra það! Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 17:37 (UTC)[svara]

Flott og skýrt kort!--Berserkur (spjall) 20. janúar 2019 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Takk! Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 20:17 (UTC)[svara]

50.000 greinar í ár

Ég var að skoða tölfræði um vöxt íslensku Wikipedíu í ar. Greinum fjölgaði um sirka 2.000 á árinu sem var að líða, sem er í samræmi við vöxt síðustu ára. Ég var að pæla að það gæti verið sniðugt að setja okkur það markmið í ár að ná 50.000 greinum fyrir árslok. Ég er búinn að stofna kerfissíðu utan um átakið og ég ætla að setja tengil á heimasíðuna til að vekja athygli manna og hvetja til þátttöku.

Íslenska Wikipedía hefur staðið fyrir svipuðum átökum áður (mig minnir að það hafi verið eitthvað svipað í gangi þegar við náðum 30.000 greinum). Til greina kemur að vekja athygli í blöðunum sem myndi hvetja t.d. skóla og aðrir stofnanir að taka þátt.

Ég er búinn að skíra þetta 50.000 fyrir 2020 en ef ykkur dettur betra nafn í hug þá er ég til í að breyta því. Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 20:35 (UTC)[svara]

Aldeilis göfugt og háleitt. Það þarf þá að 2falda afköstin. :o --Berserkur (spjall) 20. janúar 2019 kl. 22:34 (UTC)[svara]
Já, ég veit að þetta þykir kannski langsótt. Það gæti þó hjálpað með að vekja athylgi að hafa frekar hátt markmið. Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 23:00 (UTC)[svara]
Þetta gera 11-12 greinar á dag, þannig að ég held að það sé gerlegt samt... --Berserkur (spjall) 21. janúar 2019 kl. 17:46 (UTC)[svara]
Og ætlar frumkvöðullinn ekki að leggja hönd við plóg? --Berserkur (spjall) 22. janúar 2019 kl. 19:42 (UTC)[svara]
Jú, við tækifæri :) hef ekki haft mikinn tíma í þetta í viku vegna vinnu, en ætla að stofna nokkrar greinar um helgina! Takk fyrir metnaðinn! Maxí (spjall) 22. janúar 2019 kl. 22:48 (UTC)[svara]
Ekkert mál, geri frekar stuttar greinar en þær tikka í boxið, væri æskilegt ef við stjórnendur gerðum 2 á dag.--Berserkur (spjall) 23. janúar 2019 kl. 17:22 (UTC)[svara]
ætla að stofna nokkrar greinar um helgina :( Fyrir utan það að það veit enginn af þessu átaki... :( --Berserkur (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:20 (UTC)[svara]
Ég er búinn að sjá átakið en hef ekki haft fyrir því að merkja greinar sem ég bý til með því. Vel að merkja, í einum áfanga sem ég er í við Háskóla Íslands (sögu Miðausturlanda) er nemendum gert að skrifa Wikipediugrein tengda námsefninu. Til þess að ná markmiðinu um 50.000 greinar væri vænlegt að hafa samband við fleiri menntastofnanir og námssvið til að hvetja til að þær geri eitthvað svipað. Ég hef áður reynt að vekja áhuga á því í HÍ. Viðbrögðin hafa yfirleitt verið jákvæð, en lítið um aðgerðir. TKSnaevarr (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:34 (UTC)[svara]
Takk fyrir vekja athygli á þessu! Planið hjá mér var að setja borða á forsíðuna 1. febrúar til að auglýsa átakið (því þá á að vera hægt að sjá tölur um hversu margar greinar hafa verið stofnaðar í janúar). Ætla að vinna í borðanum í kvöld og setja hann svo á forsíðuna á morgun. Maxí (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:43 (UTC)[svara]
Er búinn að koma borðanum á forsíðuna. Maxí (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:56 (UTC)[svara]

Fréttatilkynning

Ég er búinn að skrifa drög að fréttatilkynningu. Mér þætti vænt um að fá ykkar skoðanir á þeim. Maxí (spjall) 1. febrúar 2019 kl. 12:29 (UTC)[svara]

Gæðagreinar

Þyrftum við ekki að vera duglegri að útnefna og velja gæðagreinar? Það virðast fáar eða engar greinar hafa fengið þann stimpil í þónokkur ár. TKSnaevarr (spjall) 25. janúar 2019 kl. 15:00 (UTC)[svara]

Já, þurfum að leggja meiri metnað í að fjölga þeim. Maxí (spjall) 25. janúar 2019 kl. 21:34 (UTC)[svara]
Já þetta er góð tillaga, það er enginn skortur á furðugóðum greinum á þessari síðu okkar. – Þjarkur (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:40 (UTC)[svara]
Ég sé á að umræðusíðunni um Gæðagreinar síðustu fimm árin hafa komið fram nokkrar tillögur sem fengu tilsettan atkvæðafjölda til að vera merktar sem gæðagreinar, en enginn hefur síðan gengið í að staðfesta það. Ég tek mér það bessaleyfi að gera það núna og merkja síðurnar Hallgrímur Pétursson, Farsími og York sem gæðagreinar. TKSnaevarr (spjall) 8. mars 2019 kl. 00:53 (UTC)[svara]

Þjóðlagatónlistarskorpa

Sælinú. Ég var að stofna til lítils vinnuhóps kunningja með það að markmiði að bæta greinarforða wikipediu sem varða þjóðlagatónlist, þjóðdönsum, bragfræði og slíku. Um þessi efni er lítið að finna á netinu, bæði á íslensku og ensku og einfaldast að byrja að bæta úr því hér á wikipediu. Hópurinn hittist í fyrsta skipti í dag og mun vonandi hittast aftur eftir mánuð og vinna yfir netið í millitíðinni. Við þiggjum alla hjálp, leiðréttingar og leiðbeiningar. Ef að það er einhver góð leið til þess að skipuleggja svona vinnu svo sem einhver staður á wikipediu fyrir vinnuhópinn til að gera t.d. lista yfir þær síður sem þarf að bæta. Og ætti ég að bæta þessu inná "Mislífleg samvinnuverkefni" í samfélagsgáttinni? LinusOrri (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:10 (UTC)[svara]

@LinusOrri – Þetta líst mér á! Þér er guði velkomið að bæta við nýrri síðu sérstaklega fyrir samvinnuverkefnið, þið getið líka safnað saman lista yfir greinar sem vantar (eða þarf að bæta) í Wikipedia:Tillögur að greinum. – Þjarkur (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:40 (UTC)[svara]
@ÞjarkurFrábært. Ég set þetta inn sem samvinnuverkefni febrúarmánaðar og þá getum við safnað greinum þangað. Ég mun hóa saman í allaveagana einn hitting á þessu tímabili. Hvar er best að auglýsa það til að ná til þeirra sem eru virkir hér?LinusOrri (spjall) 28. janúar 2019 kl. 11:19 (UTC)[svara]
Flestir þeir sem eru virkir hér fylgjast með nýlegum breytingum og munu því taka eftir síðunni. En þar sem flestir bæta bara við greinar á þeirra áhugasviði og lagfæra svo annað, þá myndi ég mæla með að auglýsa átakið þitt í kvæðafélaginu eða á öðrum vettvangi, aðrir hér munu svo aðstoða við hvaðeina sem þið gætuð lent í vandræðum með. – Þjarkur (spjall) 28. janúar 2019 kl. 12:11 (UTC)[svara]
-Þetta er komið inn sem samvinnuverkefni mánaðarins. Við stefnum á að taka vinnuhitting í miðjum mánuði. Wikipedia:Samvinna mánaðarins/febrúar, 2019 -LinusOrri (spjall) 1. febrúar 2019 kl. 11:09 (UTC)[svara]
Jæja þá er mánuðurinn liðinn og ég ætla að gera samantekt af verkefninu. Sniðið er eitthvað úrelt því að febrúar 2019 kemur ekki upp í Wikipedia:Samvinna mánaðarins. Getur einhver uppfært það? LinusOrri (spjall) 1. mars 2019 kl. 11:26 (UTC)[svara]

Flokkar á fólki eftir trúarbrögðum

Mér finnst ámælisvert að til er flokkur yfir múslima þar sem eina síðan er greinin um Osama bin Laden. Auðsjáanlega gefur þetta fremur skekkjandi mynd af trúarhópnum. Mér er hins vegar spurn hvort við ættum bara að eyða flokknum eða hvort við ættum að leggja í að fylla hann og gera sambærilega flokka fyrir fólk af öðrum trúarskoðunum? Slíkir flokkar virðast vera á ensku Wikipedíu. Eini flokkurinn yfir fólk af annarri trúarskoðun á íslensku er flokkur yfir trúleysingja, sem er talsvert betur skipaður.

Það er hins vegar líka spurning hvort við ættum að vera að flokka fólk eftir trúarskoðunum eða hvort við ættum bara að eyða báðum flokkunum. TKSnaevarr (spjall) 29. janúar 2019 kl. 01:04 (UTC)[svara]

Færði kallinn í einn af vinsælli flokkunum. Engin þörf á að vera með nærri tóma flokka. Óvíst að betri flokkun annarra greina eftir trúarhópum muni gagnast einhverjum. – Þjarkur (spjall) 29. janúar 2019 kl. 01:48 (UTC)[svara]

Infobox

Hvað heitir infobox á íslensku og er til slíkt fyrir samtök? Langar að hafa það síðum kvæðamannafélagana. Get ég kannski bara notað infoboxin fyrir fyrirtæki? Eða er betra að nota enska non profit infoboxið? LinusOrri (spjall) 4. febrúar 2019 kl. 09:35 (UTC)[svara]

Þetta kallast víst upplýsingasnið. Þú getur notað Snið:Fyrirtæki. Annars er alltaf hægt að búa til sitt eigið upplýsingabox með Snið:Infobox þó það sé óalgengt að gera. – Þjarkur (spjall) 4. febrúar 2019 kl. 15:32 (UTC)[svara]

Muhammad -> Múhameð?

Ég er að velta fyrir mér hvort við ættum að færa síður um menn að nafni Muhammad yfir á íslensku stöfunina Múhameð? Röksemd mín er sú að Muhammad (og aðrar stafanir eins og Mohammed, Mahomet o.s.frv.) eru ekki hinar „réttu“ stafanir á latnesku stafrófi heldur umritanir úr arabísku og persnesku letri yfir á framburðarreglur ensku, frönsku og annarra Evrópumála. Einnig er stafsetning á nafninu Muhammad talsvert á reiki bæði innan ensku og á milli annarra tungumála og því væri ekki alvitlaust að staðla ritun þessa nafna á íslensku við sama rithátt og er notaður þegar talað er um Múhameð spámann.

Færslur myndu t.d. vera á þessa leið:

(Allar þessar stafanir hafa eitthvað verið notaðar í fréttaritun, sbr. leit á timarit.is)

Ég myndi þó gera undantekningu í tilfellum manna frá löndum þar sem latneskt stafróf er notað, því þeirra eigin stöfun á nafni sínu verður auðvitað að teljast sú „rétta“ sama á hvaða tungumáli er skrifað. Því myndi ég t.d. ekki ætlast til þess að við breytum t.d. rithætti á boxaranum Muhammad Ali. TKSnaevarr (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 16:33 (UTC)[svara]

Já það þykir mér eðlilegt að gera. – Þjarkur (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 18:41 (UTC)[svara]
Sammála þessu og þeim undantekningum sem þú lýsir hér fyrir ofan. Maxí (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 19:59 (UTC)[svara]
Bendi á en:Romanization of Arabic, Wikipedia:Umritun erlendra nafna og [1] :) :) Mér þykir dálítið skrýtið að íslenska nöfn í stað þess að umrita þegar ekki er um aðal- eða konungborið fólk að ræða. Mér finnst þannig munur á bin Salman og Mosaddegh. Í fyrra tilvikinu væri í samræmi við íslenska (og evrópska) hefð að íslenska nafnið ("Múhameð"), en í því síðara ætti að umrita miðað við tiltekinn umritunarstaðal úr arabísku - þekki það samt ekki nógu vel (miðað við okkar eigin reglur yrði það mǧmd mṣdq). Það væri gaman að komast að því hvort íslensk málnefnd t.d. hefur mælt með einhverri tiltekinni aðferð fyrir umritun úr arabísku... --Akigka (spjall) 8. febrúar 2019 kl. 10:59 (UTC)[svara]

Nýstofnuð notendanöfn

Sem notuð eru strax til skemmdarverka (jú eða létt bull eins og Þjarkur vill meina). Er ekki stefnan og hefur verið að banna slíkt samstundis og að eilífu? --Berserkur (spjall) 10. febrúar 2019 kl. 01:39 (UTC)[svara]

Endilega að banna strax í tilfelli skemmdarverka, en það er þó hægt að láta sig dreyma að þessi hópur þarna taki sig til og bæti við greinina eftir að þau klára skólaverkefnið sitt :) – Þjarkur (spjall) 10. febrúar 2019 kl. 02:00 (UTC)[svara]

Talk to us about talking

Trizek (WMF) 21. febrúar 2019 kl. 15:01 (UTC)[svara]

Snið

Ég var á wikithon-i þar sem markmiðið var að skrifa eða laga greinar um konur. Við lentum fljótt í því vandamáli að mörg snið sem eru mikið notuð á ensku eru ekki til á íslensku og það er ansi stór þröskuldur fyrir nýliða (eins og mig) sem vilja koma einhverju til skila en lenda í gildru þar sem þarf að gera heilan helling af forvinnu áður en hægt er að skrifa greinina sem maður vill skrifa (aðalega vegna þess að þegar þú límir inn ensku greinina og byrjar að þýða þá riðlast allt sem er ekki með íslenska samsvörun).

Það þyrfti því eiginlega að gera lista af sniðum einhverstaðar til að halda utan um hvaða snið hafa verið þýdd og hver ekki og svo leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þýða snið eða taka enska grein og breyta sniðunum í íslenskar útgáfur. Þetta myndi auðvelda nýliðun, því það ætti að vera eins auðvelt og mögulegt er að þýða erlendar greinar á íslensku (s.s. bara copy/paste og svo byrja skipta út texta).

Ég byðst afsökunar ef þið eruð nú þegar með slíkan lista, ég hef ekki lagt mikið eftir því að finna hann en það eru nokkrar greinar sem ég hef áhuga á að skrifa (aðallega um stærðfræðinga og stærðfræði) og ef ég gæti fengið aðstoð við að komast af stað þá er ég alveg til í að þýða snið og gera leiðbeiningar til að auðvelda öðrum að skrifa líka. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 50574E (spjall) · framlög 26. febrúar 2019 kl. 22:43‎ (UTC)[svara]

Sæl verið þið! Gamað að heyra um gott framtak. Hér er listi, ég veit þó ekki hvort hann er tæmandi: Wikipedia:Listi yfir snið Þið ættuð ef til vill líka að líta á Hjálp:Námskeið fyrir fleiri upplýsingar. Annars er alltaf hægt að senda spurningar ef þið þurfið hjálp. TKSnaevarr (spjall) 26. febrúar 2019 kl. 22:52 (UTC)[svara]
Nei það er reyndar ekki til listi yfir snið, tók mig líka óralangan tíma að finna út úr því hvaða snið væru samsvarandi þeim útlensku. Sum algengustu sniðin eru með svona tungumála-hlekk hérna á vinstri hlið síðunnar, þannig sér maður að Template:Infobox person er tengt Snið:Persóna. Ég skal reyna að sjá hvort ég geti látið upplýsingakassana fljóta sjálfkrafa með í þýðingunni og skal reyna að taka saman betri kynningu á sniðum sem fyrst. Ég skal líta yfir greinina sem þú ert með í notendarýminu þínu og lagfæra sniðavillurnar, greinin er að nota óalgenga útgáfu af tilvísunum. Skalt svo endilega nefna það ef þú rekst á fleiri snið sem eru ekki til hér. – Þjarkur (spjall) 27. febrúar 2019 kl. 00:11 (UTC)[svara]
Ég er nýbúinn að búa til lista yfir sambærileg íslensk og ensk snið, hérna. Hann er nokkurnveginn tæmandi. Listi TKSnaevars inniheldur viðhaldssnið. Aðferðin sem Þjarkur nefnir virkar líka, bara spurning um hvað þér finnst auðveldara. (Listinn sem ég bendi á er eingöngu samansafn þeirra tengla sem Þjarkur nefnir).
Varðandi þýðingar þá getur þú kíkt á Prufuútgáfuna. Þar er að finna viðbótina "Þýðing á innihaldi" sem hjálpar þér að þýða greinar.--Snaevar (spjall) 27. febrúar 2019 kl. 00:52 (UTC)[svara]

8. mars Wiki4women

Við stjórnendur ættum kannski að undirbúa okkur fyrir lagfæringamaraþon líka í tilefni af: Wiki4women? --Berserkur (spjall) 6. mars 2019 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Ég ætla að mæta á viðburðinn í HÍ. Aðrir stjórnendur ættu e.t.v. líka að mæta á hina staðina til þess að geta hjálpað við sniðform o.s.frv. TKSnaevarr (spjall) 6. mars 2019 kl. 18:03 (UTC)[svara]
Flott hjá þér.
Hér eru annars uppástungur yfir síður:
Stjórnmálakonur:
Alþingi: Anna Kolbrún Árnadóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Borgarstjórn: Hildur Björnsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir
Rithöfundar Ath. t.d. Listi yfir íslensk skáld og rithöfunda--Berserkur (spjall) 7. mars 2019 kl. 17:30 (UTC)[svara]
Lol. Þetta átak skilaði 8 greinum um konur, þar að 3 skrifaðar af stjórnendum
KÞBAVDÁW(ikipedíu) Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 89.160.214.195 (spjall) · framlög 8. mars 2019 kl. 18:45‎ (UTC)[svara]

Facebook - Vinir Wikipedia

Sæl, ég fékk nýlega stjórnendaaðgang að Vini Wikipedía á facebook. Síðan hefur verið óvirk lengi og því er spurning um að pósta einhverju reglulega, kynna áhugaverðar síður, ,staðreyndir og viðburði. Allar ábendingar vel þegnar.--Berserkur (spjall) 9. mars 2019 kl. 11:46 (UTC)[svara]

Ég er með https://twitter.com/iswikipedia sem ég ætla að reyna að láta tísta sjálfvirkt nýjustu greinum, helst kannski yfirförnum. --Stalfur (spjall) 10. apríl 2019 kl. 23:22 (UTC)[svara]

Fylki - ríki

Engin fylki eru í Bandaríkjunum, aðeins ríki. Ath. muninn á fylkjum (provinces) og ríkjum (states) Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.200.3 (spjall) · framlög 9. mars 2019 kl. 20:53‎ (UTC)[svara]

Við fylgjum bara almennri málvenju. Sjá fylki og Spjall:Fylki Bandaríkjanna: „Fylki er almennt notað á íslensku yfir aðildarfylki Bandaríkjanna. Fylki er líka almennt notað á íslensku yfir aðila sambandsríkja. Það sem ruglar þetta er að fylki er líka almennt notað á íslensku yfir héruð sem njóta engrar sjálfstjórnar eins og í Noregi... en við leiðréttum ekki hér á WP það sem komin er aldalöng hefð fyrir að segja“. – Þjarkur (spjall) 9. mars 2019 kl. 21:03 (UTC)[svara]
Vel að merkja styð ég orðið fylkisstjóri sem þýðingu á embættinu „governor“ í Bandaríkjunum vegna þess að orðið ríkisstjóri hefur allt aðra merkingu á íslensku (um staðgengil konungs eða drottningar, t.d. Svein Björnsson á stríðsárunum). Það að tala endilega um ríkisstjóra, þótt það sé ef til vill strangt til tekið réttara, gæti leitt til ruglings í þeim efnum. TKSnaevarr (spjall) 9. mars 2019 kl. 21:18 (UTC)[svara]
Já þú segir nokkuð. Hef aldrei pælt í þessum mun, staðgenglar konunga eru kannski fágætir. – Þjarkur (spjall) 9. mars 2019 kl. 21:38 (UTC)[svara]

Pæling að kveikja á skjalasafnavélmenninu hér

Nú eru ansi margir tenglar á greinum hjá okkur löngu búnir að gefa upp öndina, sem er nokkuð ergjandi þegar maður ætlar að skoða tilvísanir og tengla frekar. Ætli það væri ekki upplagt að kveikja á InternetArchiveBot fyrir iswiki? Vélmennið finnur dauða hlekki og bætir við skjalasafnahlekkjum yfir á Archive.org. Sýnist maður setja beiðni fyrir því inn á Phabricator og þeir kveiki á vélinni sé almennur vilji fyrir því. Er einhver mótfallinn því að kveikja á InternetArchiveBot? – Þjarkur (spjall) 10. mars 2019 kl. 17:48 (UTC)[svara]

Væri hægt að búa til vélmenni sem notar heldur vefsafn.is fyrir íslensk URL? Vefsafnið fer mun dýpra í undirsíður en Archive.org, en bara fyrir .is-slóðir. --Akigka (spjall) 11. mars 2019 kl. 14:34 (UTC)[svara]
Það er talsvert vesen, en jú það er mögulegt að keyra sinn eigin ArchiveBot og láta hann gera það. Væri líklega þess virði að sjá hvort það séu margir hlekkir sem eru ekki til á útlensku vélinni, mikið af því sem er á Vefsafninu er líka á Archive.org. – Þjarkur (spjall) 11. mars 2019 kl. 17:08 (UTC)[svara]
Sé ekki tilganginn að styðja við vefsafnið í ljósi upplýsinganna hér á eftir. All new links added to Wikipedia are automatically saved to Wayback Machine within about 24hrs. This is done with a program called "NoMore404" which Internet Archive runs and maintains. It scans the IRC feed channels, extracts new external URLs and adds a snapshot to the Wayback. Fengið frá en:Wikipedia:Link rot.--Snaevar (spjall) 20. mars 2019 kl. 21:05 (UTC)[svara]

New Wikipedia Library Accounts Available Now (March 2019)

Hello Wikimedians!

The TWL OWL says sign up today!

The Wikipedia Library is announcing signups today for free, full-access, accounts to published research as part of our Publisher Donation Program. You can sign up for new accounts and research materials on the Library Card platform:

  • Kinige – Primarily Indian-language ebooks - 10 books per month
  • Gale – Times Digital Archive collection added (covering 1785-2013)
  • JSTOR – New applications now being taken again

Many other partnerships with accounts available are listed on our partners page, including Baylor University Press, Taylor & Francis, Cairn, Annual Reviews and Bloomsbury. You can request new partnerships on our Suggestions page.

Do better research and help expand the use of high quality references across Wikipedia projects: sign up today!
--The Wikipedia Library Team 13. mars 2019 kl. 17:40 (UTC)

You can host and coordinate signups for a Wikipedia Library branch in your own language. Please contact Ocaasi (WMF).
This message was delivered via the Global Mass Message tool to The Wikipedia Library Global Delivery List.

Samvinna aprílmánuðar 2019

Ég sting upp á því að samvinna mánaðarins fyrir apríl verði að búa til og bæta greinar um norræna goðafræði.

Ég tel tvær meginástæður fyrir því að ráðast í átak á þessum greinaflokki. Í fyrsta lagi sýna síðuupplýsingarnar að greinar um norræna goðafræði eru meðal þeirra mest lesnu á íslensku Wikipediu, og því greinilega mikil eftirspurn eftir upplýsingum um þessi efni á íslensku. Í öðru lagi er þetta efni sem er nokkuð nátengt íslenskri menningu, bókmenntum og tungumáli, og því þykir mér eiginlega skömm af því ef fólk neyðist til að lesa frekar ensku greinarnar vegna þess að þær íslensku vantar.

Ég hef verið að dútla eitthvað við að skrifa um norræna goðafræði síðustu mánuðina, og hef m.a. uppfært upplýsingasniðið og sett inn ýmis nöfn goða og annarra hugtaka sem má skrifa um. Það vantar margar síður, og margar þeirra sem eru til (m.a. um fræg goð eins og Þór og Óðin) eru ekki upp á marga fiska. TKSnaevarr (spjall) 19. mars 2019 kl. 23:33 (UTC)[svara]

Það líst mér á. Gætum fært inn þennan upplýsingakassa af enwiki (er nokkuð stærri en okkar) og reynt að fylla inn í það sem vantar. – Þjarkur (spjall) 20. mars 2019 kl. 14:38 (UTC)[svara]
Veit einhver um eldgamla kennslubók í þessum efnum (höfundur dáinn fyrir 1949)? Finn bara 20. aldar bækur, en hér ætti að vera hægt að setja inn nokkuð af óhöfundaréttarvörðu efni. – Þjarkur (spjall) 20. mars 2019 kl. 16:04 (UTC)[svara]
Ég man ekki eftir tiltekinni kennslubók, en eflaust er til nóg af þeim á bókasöfnum. Ég hef venjulega sett tengla í frumtextann á Snerpu og Heimskringlu.no í tilvísunum þar sem við á. Skýringar Sigurðar Nordal á Völuspá (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4913267) eru líka gagnlegar. Mér finnst annars ekki að við ættum að birta óbreyttan texta upp úr kennslubókum þótt þær séu utan höfundarréttar, ef það er það sem þú átt við. Betra að umorða og vísa í fræðibækur í heimildum. TKSnaevarr (spjall) 21. mars 2019 kl. 16:11 (UTC)[svara]
Jæja, hafði bara séð að enwiki hefur unnið margt út frá óhöfundaréttarvörðu efni og fannst það ekkert svo galið. Líffærafræðigreinar eru flestar orðrétt upp úr gömlum Gray's Anatomy og lyfjafræðigreinar frá kanadíska lyfjaeftirlitinu. Stendur bara neðst „Þessi grein er unnin upp úr X“. En ég dembi mér þá bara í heimildavinnu. – Þjarkur (spjall) 21. mars 2019 kl. 16:23 (UTC)[svara]
Fyrst þetta tíðkast á öðrum tungumálaútgáfum (og, miðað við umræðurnar hér að neðan, líka á íslensku) er líklega í fínu lagi að gera þetta eins og þú ert að hugsa það. Ég get samt ekki bent á neina ákveðnar óhöfundarvarðar bækur, en eflaust eru þær til. TKSnaevarr (spjall) 24. mars 2019 kl. 17:19 (UTC)[svara]
Ég er búinn að búa til snið fyrir samvinnu mánaðarins (Wikipedia:Samvinna mánaðarins/apríl, 2019). Er hægt að græja þetta þannig að samvinnusniðið birtist á forsíðunni í apríl? TKSnaevarr (spjall) 25. mars 2019 kl. 23:15 (UTC)[svara]
Ég sé að ritið Goðafræði Norðmanna og Íslendínga eftir heimildum er utan höfundarréttar og er notað á einhverjum greinum hér, þannig að það má grípa í það. Mér sýnist textinn úr ritinu vera til á netinu. TKSnaevarr (spjall) 2. apríl 2019 kl. 23:21 (UTC)[svara]

Dragferja - Er höfundarréttarbrot að taka upp texta í grein sem skrifuð er 1880?

Skjámynd af grein Séra Jóns Bjarnasonar um Brúamálið, Þjóðólfur 11. september 1880

Ég skrifaði 22. mars grein um dragferju og tók þar upp nánast orðrétt skilgreiningu á fyrirbærinu en Séra Jón Bjarnason hafði lýst þeirri gerð af ferju ágætlega í tímariti 1880. Eftir því sem ég best veit er það texti í almenningseign (public domain), bæði er tímaritið gamalt og Jón Bjarnason er sennilega prestur sem var í Winnipeg og fluttist aftur til Íslands árið 1880. Mér fannt mikivægt að skilgreiningin væri sem nákvæmust og helst lýst með því orðalagi sem tíðkaðist á notkunartíma þeirra. Eina sem ég breytti var að setja tengla, færa aðeins til nútímamáls og taka út tilvísanir í ákveðnar ár á Íslandi og hvað marga klyfjahesta þyrfti. Greinin sem ég skrifaði var svona:

Dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er yfir vatnfall á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. Þar sem umferð er var mikil að sumarlagi yfir stórar ár þurfti ferjan að vera svo stór, að hún gæti í einu tekið nokkra klyfjaða hesta.
Dragferja er ólík kláfferju því hún er dregin á vatni en kláfferja er dregin eftir streng sem liggur í lofti.
==Tengt efni==
==Heimild==

Ég ætlaði áðan að fara að bæta tilvísun í greinina í mynd á Sarpur.is sem ég fann af dragferju en þá brá svo við að greininni hafði verið eytt. Það var af öðrum stjórnanda á íslensku Wikipedíu, stjórnandanum Berserkur. Það var ekki nóg með að greininni væri eytt heldur fylgdi með leiðindapilla í at hugasemdum, að mér virðist til að niðurlægja mig og gera lítið úr mínu framlagi. Þar skrifar Berserkur að greininni hafi verið eytt vegna þess að hún sé höfundarréttarbrot og það sé ekki stjórnanda sæmandi (hann á þar væntanlega við mig) að taka upp orðrétt úr heimildum. Ég er náttúrulega móðguð út af þessu en skrifa þetta ekki hérna þess vegna heldur til að vekja athygli á muninum á heimildum og efni í almenningseign. Þetta var texti sem var ekki höfundarréttarvarið efni og mér vitanlega má fara með þennan texta að vild (nema hugsanlega gera lítið úr höfundi þ.e. virða ekki sæmdarrétt). Ég get reyndar ekki gert að því að þetta virkar á mig eins og það sé hælbítur á eftir mér og mér finnst jafnvel þótt viðkomandi aðili hafi vegna vankunnáttu sinnar um höfundarréttarlög talið að ég hefði brotið einhver slík lög þá hefði verið mjög einfalt að skrifa athugasemdir bæði á spjallsíðu greinarinnar eða spjallsíðu mína. --Salvör Kristjana (spjall) 23. mars 2019 kl. 19:11 (UTC)[svara]

Ok, ekki skýrt höfundaréttarbrot en stór málsgrein tekin úr heimild. Það hefði mátt nota tilvitnun eða skáletra. Ég var kannski óþolimóður að eyða en lét síðuna standa með hreingera/eyða sniðum í einhvern tíma. Sem stjórnendur tel ég okkur þurfa að sýna góð vinnubrögð og, afsakaðu, það fannst mér ekki hér --Berserkur (spjall) 23. mars 2019 kl. 19:46 (UTC)[svara]
Það er ekki nóg með að þú Berserkur vitir ekki og skiljir ekki muninn á milli heimilda og efnis sem er í almenningseign heldur lýgur þú líka. Orðalagið "Ég var kannski óþolimóður að eyða en lét síðuna standa með hreingera/eyða sniðum í nokkurn tíma". Samkvæmt því sem ég sé á Wikipedia og sjá má í þessu skjáskoti hér á eftir þá liðu átta mínútur frá því ég skrifaði greinina þangað til þú eyddir henni og lést þér ekki nægja að eyða henni heldur lést fylgja með niðurlægjandi athugasemdir í minn garð. Það er mitt mat að þú sért ekki hæf/hæfur að hafa hér stjórnunarréttindi.
Hér er skjáskot sem sýnir vinnu mína við greinina og hvenær þú eyddir henni og hvaða athugasemdir þú lætur fylgja með.
--Salvör Kristjana (spjall) 23. mars 2019 kl. 21:17 (UTC)[svara]

Tímalína yfir greinina Dragferja 22. mars 2019


Jæja þetta voru nú nokkur fljótfærnismistök að kíkja ekki á ártölin, og hefði athugasemdin mátt missa sín. Mér finnst það afbragðshugmynd að nýta sér texta sem er í almenningseign, eins og ég nefni hérna í þræðinum fyrir ofan. Hin enska Wikipedía hvetur eindregið til þess að taka efni upp úr gömlum alfræðiritum, en þeir hafa það að venju að merkja greinarnar sem svo svo að að uppruninn fari ekki á milli mála. Hef því merkt dragferju-greinina. – Þjarkur (spjall) 23. mars 2019 kl. 21:27 (UTC)[svara]

Afsakið að ég missti mig en eru það góð vinnubrögð að taka heilu setningar/málsgreinar úr heimild? Ég get tekið refsingu hafi ég misbeitt valdi, valdið hneykslan og brotið reglur. --Berserkur (spjall) 23. mars 2019 kl. 21:37 (UTC)[svara]
Það er í himnalagi ef heimildin er í almenningseigu og nefnt er að textinn sé þaðan. – Þjarkur (spjall) 23. mars 2019 kl. 21:42 (UTC)[svara]

Read-only mode for up to 30 minutes on 11 April

8. apríl 2019 kl. 10:56 (UTC)

Lestin

Í Lestinni á Rás 1 í dag var fjallað um Wikithon, þátturinn hringdi í mig en ég var á leið í flug og gat því miður ekki tekið umræðu um það. Það var rætt við Samtökin 78 sem ætla að vera með Wikithon um hinsegin mál á morgun, útvarpskonan spurði mig út í þá fullyrðingu sem kemur fram í viðtalinu að það væru 2 starfsmenn Wikipedia á bakvið róbota sem eyðir greinum sem eru á lélegri íslensku. Ég er kannski búinn að vera heldur rólegur undanfarið en er þetta ekki algjör misskilningur hjá fulltrúa Samtakanna 78? Þetta er á mínútu 39 til 47 eða svo hérna: http://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619?ep=7hr8g5 --Stalfur (spjall) 10. apríl 2019 kl. 23:10 (UTC)[svara]

Rétt hjá þér, þetta er miskilningur hjá Samtökunum 78. Róbótar á íslensku wikipediu eru eingöngu að breyta tenglum (tvöfaldar tilvísanir og CommonsDelinker) og senda fréttabréf (EdwardsBot). Ég veit að ráðsmenn (stewards) eins og Tegel eru að nota tæknina til að fylgjast með nokkrum wikipedium, þar á meðal íslensku wikipediu, en það flokkast samt ekki sem róboti.--Snaevar (spjall) 12. apríl 2019 kl. 19:02 (UTC)[svara]

Wikimedia Foundation Medium-Term Plan feedback request

Please help translate to your language

The Wikimedia Foundation has published a Medium-Term Plan proposal covering the next 3–5 years. We want your feedback! Please leave all comments and questions, in any language, on the talk page, by April 20. Takk! Quiddity (WMF) (talk) 12. apríl 2019 kl. 17:35 (UTC)[svara]

Eyddar síður í Google-leit

Í umræðu um markverðugleika á síðunni „Fribbi D“ kvartaði höfundur yfir því að ef leitað er að nafninu hans á Google vísar það núna á eyddu síðuna. Ég var að prófa að leita að nokkrum öðrum eyddum síðum á Google og sé að þær birtast þar í leitinni eins og þær séu ennþá til. Hvers vegna birtast eyddar síður í Google-leitinni? Þeim hefur vanalega verið eytt af gildum ástæðum og því varla æskilegt að fólki sem er mögulega að leita að upplýsingum um þær sé beint inn á síður sem eru ekki lengur til. Hefur leitarvélin bara ekki móttekið að síðan hafi verið fjarlægð, eða verður þetta áfram svona? TKSnaevarr (spjall) 24. apríl 2019 kl. 17:30 (UTC)[svara]

Google endurspeglar breytingar á Wikipedíu frekar hratt, innan við klukkutíma vanalega, og vísar þá ekki á eyddar síður. Hún vísar þó oft á spjallsíður greina sem hefur verið eytt. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að: eyða spjallsíðum eyddra greina, bæta við __NOINDEX__ á spjallsíðurnar (enwiki gerir það með því að setja þennan haus á spjallsíður), og svo held ég að við gætum sett inn beiðni fyrir því að allar spjallsíður séu faldar fyrir Google með því að kveikja á þessu. Tek eftir því að Google beinir manni oft á spjallsíður greina á iswiki, sem er sjaldnast það sem maður er að leita að. – Þjarkur (spjall) 25. apríl 2019 kl. 18:55 (UTC)[svara]

Wikimania 2019 í Stokkhólmi

Árleg ráðstefna og samkoma þeirra sem skrifa á Wikipedíu og rannsaka Wikipedíu verður í ár haldin í Stokkhólmi 14-18 ágúst næstkomandi sjá nánar á Wikimania vefnum. Það þýðir að það er auðvelt og fremur ódýrt að komast frá frá Íslandi og ráðstefnugjöldin hafa vanalega verið mjög lág. Ég skoðaði áðan og það er hægt að fá beint flug að morgni 14. ágúst og heim kvöldið 18 ágúst á tæplega 30 þús. Ég hef nokkrum sinnum farið á Wikimania ráðstefnurnar, fór á þá fyrstu sem var í Frankfurt og síðan í Washington DC, Ísrael, Mexico City og Vancouver. Það er mjög mismunandi hvaða andi er á ráðstefnunum en það hefur alltaf verið lærdómsríkt og skemmtilegt að sækja þær og líka heilmikið félagslíf. Skráning opnar eitthvað um miðjan maí og ég vil endilega hvetja ykkur sem takið þátt í uppbyggingu Wikipedíu hér á Íslandi til að fara á þessar ráðstefnur og það er kannski auðveldara í ár en oftast áður. --Salvör Kristjana (spjall) 3. maí 2019 kl. 09:43 (UTC)[svara]