„Samgöngusamningur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Poecilotheria36 (spjall | framlög)
m ref fix
Morten7an (spjall | framlög)
→‎Skattareglur á Íslandi: Nýjar reglur og upphæðir fyrir 2019
Lína 16: Lína 16:


== Skattareglur á Íslandi ==
== Skattareglur á Íslandi ==
* Samgöngugreiðslur tengd ferðum með almenningssamgöngum eða virkum ("óvélknúnum") ferðamátum, upp að kr. 7500 á mánuði eru skattfrjálsar samkvæmt skattmati fyrir 2016 (var 7000 fyrir árinu 2013), eftir lagabreytingu 2012. Það er skilyrði að starfsmaður undirriti samning við vinnuveitenda um að ekki nota bíl sem aðalsamgöngumáta til vinnu. <ref>[http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ea107112-d794-4fea-940e-168ccfdb33e5 REGLUR um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2016] (Sótt 2016-01-14) </ref>
* Samgöngugreiðslur tengd ferðum með almenningssamgöngum eða virkum ("óvélknúnum") ferðamátum, upp að kr. 8000 á mánuði eru skattfrjálsar samkvæmt skattmati fyrir 2019 (var 7000 fyrir árinu 2013), eftir lagabreytingu 2012. Það er skilyrði að starfsmaður undirriti samning við vinnuveitenda um að nota græna samgöngumátana (aðra en bíl) til vinnu að lágmarki 80% daganna. Skattmatið lækkar skattfrjáls upphæð í 4000 ef lágmarkshlutfall græna samgönumáta yfir samningstímabílinu í samningnum er 40%. <ref>[https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattmat/ Skattmat Tekjuárið 2019] (Sótt 2019-03-16) </ref>


== Útbreiðsla á Íslandi ==
== Útbreiðsla á Íslandi ==

Útgáfa síðunnar 16. mars 2019 kl. 18:40

Samgöngusamningar eru samningar sem vinnustaðir gera við starfsmenn sína, og snúast ofast um að hvetja til notkunar á samgöngumátum sem ekki krefjast bílastæðis í nálægð við vinnustaðnum. Starfsmenn sem skrifa undir samgöngusamning fá gjarnan fjárstyrk sem samsvarar til dæmis kostnaði við afsláttarkorti í Strætó bs. Útfærslur á Íslandi virðast oftast fela í sér að fólk skuldbindur sig til að mæta mun sjaldnar á bíl og nota sjaldan bílastæði við vinnustaðinn. Í staðinn er gengið til vinnu, farið á strætó, reiðhjóli, skokkað eða notast við aðra virka ferðamáta. Samningar geta til dæmis miðað við að starfsmaður mæti á bíl í vinnuna að hámarki 1 eða 2 daga vikunnar. Meðal þeirra á Íslandi sem hafa hvatt til þess að samgöngusamningar verða teknar upp víðar eru Samtök um bíllausan lífsstíl, Landssamtök hjólreiðamanna, Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Strætó bs

Rök

Nokkur mismunandi rök eru nefnd fyrir því að taka upp samgöngusamninga.

  • Skortur er á bílastæðum í námunda við vinnustaðinn
  • Það mundi kosta mikið að bæta við bílastæðum eða leiga frá öðrum
  • Með samgöngusamningum er verið að hvetja til hreyfingar, sem eflir lýðheilsu og dregur úr kostnaði vegna veikinda
  • Minni bílaumferð er jákvæð fyrir umhverfið og fyrir ímynd vinnustaðar
  • Með því að borga þeim sem nota ekki (gjaldfrjáls) bílastæði er stuðlað að jafnræði samgöngumáta

Tegundir á Íslandi

Það mætti segja að til séu þrenns konar samgöngusamninga, í röð frá mesti til minnsti umbunarmöguleika :

  1. Föst upphæð er greidd til starfsmanns án þess að beintengja við útlagðan kostnað. Starfsmaðurinn skrifar undir samning um hámarksnotkun á bilastæðum, til dæmis einu sinni eða tvísvar á viku að jafnaði. Í þessari útfærslu er stumdum tekið mið af ójafnræði tengd bílastæðahlunninda, og þeim að nokkru leiðrétt. Samt mun vinnustaðurinn gjarnan spara í rekstri, því með lækkandi eftirspurn eftir bílastæðum dregur úr kostnaði, svo sem viðhald, leiga eða framkvæmdir tengd bílastæðum. Fasta upphæðin getur gróft séð samsvarað verðið fyrir mánaðarkorti í strætó á gjaldsvæði 1 (Dæmi : Ráðgjafa- og Verkfræðistofan Mannvit )
  2. Útlagðan kostnað við hjólreiðar, göngu, strætó endurgreiddur samkvæmt kvittun, gjarnan eitthvað lægri hámarksupphæð en í tegund 1. ( Dæmi Ríkisstofnunin Vegagerðin )
  3. Fyrirtækið semur við Strætó um lækkað verð fyrir sína starfsmenn. Stundum niðurgreiðir fyrirtækið aukalega. ( Sjá listi hjá Strætó. Dæmi Sóltún - hjúkrunarheimili )

Skattareglur á Íslandi

  • Samgöngugreiðslur tengd ferðum með almenningssamgöngum eða virkum ("óvélknúnum") ferðamátum, upp að kr. 8000 á mánuði eru skattfrjálsar samkvæmt skattmati fyrir 2019 (var 7000 fyrir árinu 2013), eftir lagabreytingu 2012. Það er skilyrði að starfsmaður undirriti samning við vinnuveitenda um að nota græna samgöngumátana (aðra en bíl) til vinnu að lágmarki 80% daganna. Skattmatið lækkar skattfrjáls upphæð í 4000 ef lágmarkshlutfall græna samgönumáta yfir samningstímabílinu í samningnum er 40%. [1]

Útbreiðsla á Íslandi

Fyrstu vinnustaðir sem tóku upp samgöngusamninga voru

( Gilda um hjólreiðar, göngu, aðrir virkir, grænir og heilbrigðir samgöngumátar. Gilda einnig um almenningssamgöngur. Reynt er að hafa listann í tímaröð )

Aðrir

Hér er listi í lauslegri tímaröð, háð vitneskju.

Samgöngusamningar án fulls stuðnings við hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur til vinnu

Borgað fyrir ferðir á hjóli og strætó í þágu vinnuveitenda

  • Reykjavíkurborg - Borgað fyrir ferðir í þágu vinnuveitenda í strætó, á reiðhjóli og gangandi

Hafa gert samning við Strætó um samgöngukort og eru mögulega einnig að styrkja aðra samgöngumáta [29]

Tenglar

Tilvisanir

  1. Skattmat Tekjuárið 2019 (Sótt 2019-03-16)
  2. Samgöngustefa Mannvits, Sótt 2012-03-21
  3. „Matís tekur stórt skref í átt til vistvænna og heilsusamlegra samgöngumáta“. 2011. Sótt 16. janúar 2015.
  4. Kostnaður fyrirtækja við gerð og viðhald á bílastæðum er mikill. Nú bjóða ýmis fyrirtæki starfsfólki sínu upp á samgöngusamning en þá skuldbindur starfsmaðurinn sig til þess að fara ekki á einkabíl til og frá vinnu og fær í staðinn ákveðna greiðslu. Slíkt býðst t.d. starfsfólki Umhverfisstofnunar. , sótt 2013-03-26
  5. 5,0 5,1 „Landsbankinn og Hugsmiðjan heiðruð fyrir vistvænan samgöngumáta“. 2013. Sótt 16. janúar 2015.
  6. dagsetning=2015
  7. Starfsmenn Nýherja ferðast um á hjólum, sótt 2014-06-20
  8. Samgöngustefna Talenta, sótt 2013-03-26
  9. „Bjóða starfs­fólki vist­væn­an sam­göngustyrk“. 2013. Sótt 14.október 2014.
  10. „Ársskýrsla 2012“ (PDF). 2013. Sótt 16. janúar 2015.
  11. Tilkynning á innra neti, 2013-11-25
  12. Samgöngustyrkir LSH - Það er eitthvað að ganga, sótt 2014-05-23
  13. Um 28% starfsmanna hafa gert samgöngusamning. Samgöngusamningur hefur fengið mjög góðar viðtökur meðal starfsmanna á Landspítala. Nú hafa um 1.300 gert slíkan samning eða um 28% starfsmanna., sótt 2014-05-23
  14. Tilkynning á innra neti, 2013-11-25
  15. „Seðlabankafólk hjólar í vinnuna“. 2013. Sótt 15. janúar 2015.
  16. „Þriðjung­ur með sam­göngu­samn­ing“. 2014. Sótt 16.janúar 2015.
  17. „Fyrsti græni leigusamningurinn hérlendis“. 2013. Sótt 16.janúar 2015.
  18. „Kjarabót fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar“. 2014. Sótt 16. janúar 2015.
  19. „Flensborgardagurinn – margt að gerast“. 2014. Sótt 16. janúar 2015.
  20. Tilkynning á innra neti, 2015-01-05
  21. Tilkynning á innra neti, 2015-01-05
  22. Tilkynning á innra neti, 2015-01-05
  23. Tilkynning á innra neti, 2015-01-05
  24. Tilkynning á innra neti Skipta, 2015-01-05
  25. Tilkynning á innra neti Skipta, 2015-01-05
  26. „CCP greiðir fyrir gönguferðir“. 2015. Sótt 16. janúar 2015.
  27. „Borgarráð: samgöngusamningar verði teknir í notkun hjá Reykjavíkurborg frá og með 1. september nk“. 2017. Sótt 3. apríl 2017.
  28. „Samgöngusamningar við starfsmenn Reykjavíkurborgar“. 2017. Sótt 3. apríl 2017.
  29. Listi Strætó yfir fyritæki með samgöngukort, sótt 2013-02-20
  30. Sóltun semur um samgöngukort við Strætó Sótt 2013-03-26
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.