Munur á milli breytinga „Marie Antoinette“

Jump to navigation Jump to search
 
 
== Móðurhlutverkið ==
[[Mynd:Marie Antoinette and her Children by Élisabeth Vigée-Lebrun.jpg|thumb|left|Marie Antoinette ásamt eftirlifandi börnum sínum árið 1787.]]
Ári seinna fréttist að drottningin væri loksins barnshafandi, eftir sjö ára hjónaband. Fæddist þeim hjónunum dóttir hinn 19. desember 1778<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|56139|Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?}}</ref> og var hún nefnd [[Marie Thérèse Charlotte]]. Drottningin eignaðist svo krónprinsinn [[Loðvík Jósef erfðaprins|Louis Joseph Xavier François]] 22. október 1781 og varð þá mikill fögnuður í Frakklandi enda erfðaprinsinn langþráði loksins fæddur.<ref name=vísindavefur/> Mun konungurinn hafa sagt við Maríu Antoinette: „Frú, þér hafið uppfyllt óskir vorar og Frakklands, þér eruð móðir ríkisarfans.“ Þau eignuðust tvö börn til, [[Loðvík 17.|Louis Charles]], sem var kallaður [[Loðvík 17.|Loðvík XVII]] eftir lát föður síns, fæddist 27. mars 1785. María Antoinette varð fljótt þunguð á ný og hafði miklar áhyggjur af að það gæti haft áhrif á heilsu fyrra barnsins. Yngsta dóttir þeirra, [[Sophie Hélène Beatrix Frakklandsprinsessa|Sophie Hélène Beatrix]], fæddist 9. júlí 1786, nokkrum vikum fyrir tímann. Hún lést skömmu fyrir fyrsta afmælisdaginn sinn. Stuttu eftir lát Sophie var Maríu Antoinette sagt að elsti sonur hennar væri með banvænan lungnasjúkdóm. Drengurinn var sífellt veikur þar til hann lést. Yngri sonur konungshjónanna, Louis Charles, varð þar mmeðmeð ríkisarfi.
 
== Upphaf frönsku byltingarinnar ==

Leiðsagnarval