Munur á milli breytinga „Þingrof“

Jump to navigation Jump to search
823 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m (Skemmdarverk.)
Merki: Afturkalla
 
== Þingrof á Íslandi ==
Samkvæmt 24. grein [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskrárinnar]] getur [[forseti Íslands]] rofið þing. Þar sem þingræði er á Íslandi er óljóst hvort að forsetinn getur rofið þingið í óþökk forsætisráðherra með meirihluta þings að baki sér. Því hefur það verið túlkað sem svo að í reynd fari [[forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]] með þingrofsvaldið.<ref>{{vísindavefurinn|51227|Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?}}</ref> Þrátt fyrir þessa túlkun eru tvö dæmi þess í Íslandssögunni að forseti hafi synjað beiðni forsætisráðherra um þingrof: [[Sveinn Björnsson]] neitaði [[Ólafur Thors|Ólafi Thors]] um þingrof árið 1950<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=144}}</ref> og [[Ólafur Ragnar Grímsson]] hafnaði beiðni [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar]] um þingrof árið 2016.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs|url=http://www.visir.is/g/2016160409336|útgefandi=''[[Vísir]]''|mánuður=5. apríl|ár=2016|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=19. desember}}</ref> Deilt er um hvort þessi skipti geti talist fordæmi fyrir valdi forsetans til að synja þingrofsbeiðni. Sé þing rofið halda þingmenn umboði sínu fram að kjördag.
 
[[Alþingi]] var rofið [[14. apríl]] [[1931]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1077278 Þingrofið 14. apríl 1931]</ref> Alþingi var einnig rofið [[8. maí]] [[1974]].<ref>{{vísindavefurinn|54117|Hvaða áhrif hefur þingrof?}}</ref>

Leiðsagnarval