„Guðrún Lárusdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 15: Lína 15:
* Sönn jólagleði, 1912
* Sönn jólagleði, 1912
* Á heimleið, 1913 (dönsk þýðing 1916), í leikformi Lárusar Sigurbjörnssonar 1939
* Á heimleið, 1913 (dönsk þýðing 1916), í leikformi Lárusar Sigurbjörnssonar 1939
* Sigur, 1917
* [http://baekur.is/bok/000149214/Sigur Sigur], 1917
* Tvær smásögur, 1918 (færeysk þýðing 1957)
* Tvær smásögur, 1918 (færeysk þýðing 1957)
* [http://baekur.is/bok/000149209/Brudargjofin Brúðargjöfin], 1922
* [http://baekur.is/bok/000149209/Brudargjofin Brúðargjöfin], 1922

Útgáfa síðunnar 11. desember 2018 kl. 15:23

Guðrún Lárusdóttir ásamt yngsta barnabarni sínu árið 1934.

Guðrún Lárusdóttir (fædd 8. janúar 1880 á Valþjófsstað í Fljótsdal, dáin 20. ágúst 1938) var íslenskur rithöfundur, bæjarfulltrúi í Reykjavík 19121918 og þingkona tvö kjörtímabil, fyrst óflokksbundin árin 19301934 og svo fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1934 – 1938. Guðrún var önnur íslenska konan til þess að vera kosin á Alþingi (hin fyrri var Ingibjörg H. Bjarnason) en sú fyrsta til þess að vera kosin fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Guðrún lét lífið í bílslysi við brú á Tungufljóti þar sem hún var á ferð með eiginmanni sínum Sigurbirni, guðfræðingi og kennara, tveimur dætrum, Guðrúnu Valgerði og Sigrúnu Kristínu og einkabílstjóra þegar bílinn fór út af veginum og út í ána. Bílstjórinn og Sigurbjörn björguðust en dætur hennar drukknuðu með henni. Þetta var eitt fyrsta alvarlega bílslysið sem átti sér stað á Íslandi.[1][2]

Ævi

Faðir Guðrúnar var Lárus Halldórsson, þingmaður og prestur. Móðir hennar var Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen, húsmóðir en faðir hennar Pétur Guðjohnsen var einnig þingmaður. Guðrún var þriðja systkynið í hópi sex og árið 1885 fluttist fjölskyldan til Reyðarfjarðar þar sem Lárus faðir hennar gerðist prestur fríkirkjusafnaðarins. Guðrún gekk ekki í skóla heldur hlaut menntun í heimahúsi. Rétt fyrir aldamótin, 1899 fluttist fjölskylda hennar svo til Reykjavíkur. Árið 1902 giftist Guðrún Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, presti og stofnanda elliheimilisins Grundar. Guðrún var húsfreyja í Ási á Sólvöllum í Reykjavík frá 1906 til æviloka. Hún og Sigurbjörn eignuðust alls tíu börn en helmingur þeirra dóu ung og barnlaus.

Guðrún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 19121918 og var í skólanefnd. Hún var fátækrafulltrúi í Reykjavík 19121923 og svo aftur 1930 – 1938. Hún var mjög virk í ýmsu félagsstarfi, hún var í stjórn KFUK frá 1922, þar af formaður 1928 – 1938 og í stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. Þá var hún formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík frá 1926, sömuleiðis til æviloka. Hún kom að stofnun Húsmæðrafélags Reykjavíkur og var fyrsti formaður þess 1935 – 1938.

Ritverk

  • Ljós og skuggar I-III, 1903-5
  • Sólargeislinn hans, 1905 og aukin 1938
  • Fermingargjöfin, 1906
  • Sönn jólagleði, 1912
  • Á heimleið, 1913 (dönsk þýðing 1916), í leikformi Lárusar Sigurbjörnssonar 1939
  • Sigur, 1917
  • Tvær smásögur, 1918 (færeysk þýðing 1957)
  • Brúðargjöfin, 1922
  • Fátækt, Þess bera menn sár I-III, 1932-35
  • Systurnar, 1938
  • Ritsafn I-IV (skáldsögur fyrir unglinga, erindi og hugvekjur, alls yfir 1600 bls., en þó ekki með öllum verkum hennar), 1949.

Þýðingar

  • Spádómar frelsarans, 1900
  • Tómas frændi eftir H.B. Stowe, 1901
  • hluti af Sögum eftir Topelius, 1919
  • Móðir og barn (endursamin), 1932.

Tilvísanir

Tenglar

Wikisource
Wikisource
Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um: