„Krabbamein“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Skráin Normal_cancer_cell_division_from_NIH.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af Ymblanter.
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Krabbamein''' eru [[Sjúkdómur|sjúkdómsgerðir]] sem einkennast af stjórnlausri [[frumuskipting]]u og þeim eiginleika [[Fruma|frumnanna]] að geta flust yfir í aðra [[líkamsvefur|líkamsvefi]] annaðhvort með því að vaxa yfir í aðlægan vef (''innrás'') eða flutningi frumna í fjarlægan vef (''[[meinvarp]]'') til dæmis um blóðrás. Þessi óvenjulega hegðun frumna orsakast af gölluðu [[DNA]], sem veldur [[stökkbreyting]]u mikilvægra [[gen]]a sem stjórna frumuskiptingu og annarri starfsemi. Ein eða fleiri slík stökkbreyting, sem getur verið [[Meðfæddur eiginleiki|meðfædd]] eða [[Áunnin eiginleiki|áunnin]], getur leitt til stjórnlausrar frumuskiptingar og myndunar [[æxli]]s. Æxli er hverskyns óeðlileg vefjanýmyndun, en getur verið annaðhvort [[illkynja]] eða [[góðkynja]]. Aðeins illkynja æxli gera innrás í nýjan vef eða valda meinvarpi.
'''Krabbamein''' eru [[Sjúkdómur|sjúkdómsgerðir]] sem einkennast af stjórnlausri [[frumuskipting]]u og þeim eiginleika [[Fruma|frumnanna]] að geta flust yfir í aðra [[líkamsvefur|líkamsvefi]], annaðhvort með því að vaxa yfir í aðlægan vef (''innrás'') eða flutningi frumna í fjarlægan vef (''[[meinvarp]]'') til dæmis um blóðrás. Þessi óvenjulega hegðun frumna orsakast af gölluðu [[DNA]], sem veldur [[stökkbreyting]]u mikilvægra [[gen]]a sem stjórna frumuskiptingu og annarri starfsemi. Ein eða fleiri slík stökkbreyting, sem getur verið [[Meðfæddur eiginleiki|meðfædd]] eða [[Áunnin eiginleiki|áunnin]], getur leitt til stjórnlausrar frumuskiptingar og myndunar [[æxli]]s. Æxli er hvers kyns óeðlileg vefjanýmyndun, en getur verið annaðhvort [[illkynja]] eða [[góðkynja]]. Aðeins illkynja æxli gera innrás í nýjan vef eða valda meinvarpi.


Krabbamein getur valdið ýmsum sjúkdómum, en það veltur á staðsetningu, gerð meinsins og hvort meinvarp á sér stað. Til að fá úr því skorið þarf venjulega að gera ítarlega rannsókn á vefjasýni sem fæst með [[Vefjasýnistaka|vefjasýnistöku]]. Eftir greiningu er venjulega brugðist við með [[skurðaðgerð]], [[efnameðferð]] og eða [[geislameðferð]].
Krabbamein getur valdið ýmsum sjúkdómum, en það veltur á staðsetningu, gerð meinsins og hvort meinvarp á sér stað. Til að fá úr því skorið þarf venjulega að gera ítarlega rannsókn á vefjasýni sem fæst með [[Vefjasýnistaka|vefjasýnistöku]]. Eftir greiningu er venjulega brugðist við með [[skurðaðgerð]], [[efnameðferð]] og eða [[geislameðferð]].


Ef ekkert er að gert dregur krabbameinið oftast til dauða; krabbamein er ein helsta dánarorsök í hinum [[vesturveldin|vestræna heimi]]. Hægt er að bregðast við flestum krabbameinsgerðum og hægt er að lækna marga, sérstaklega ef meðferðin hefst snemma. Margar gerðir krabbameins eru tengdar [[umhverfi]]sáhrifum sem forðast má. [[Tóbak]]sreykingar eru sá umhverfisþáttur sem leiðir hvað oftast til krabbameins.
Ef ekkert er að gert dregur krabbameinið oftast til dauða, krabbamein er ein helsta dánarorsök í hinum [[vesturveldin|vestræna heimi]]. Hægt er að bregðast við flestum krabbameinsgerðum og hægt er að lækna marga, sérstaklega ef meðferðin hefst snemma. Margar gerðir krabbameins eru tengdar [[umhverfi]]sáhrifum sem má forðast. [[Tóbak]]sreykingar eru sá umhverfisþáttur sem leiðir hvað oftast til krabbameins.


== Krabbameinsgreining ==
== Krabbameinsgreining ==
Lína 9: Lína 9:


=== Ummerki og einkenni ===
=== Ummerki og einkenni ===
Það skipta einkennum gróflega í þrjá hópa:
Skipta má einkennum gróflega í þrjá hópa:
* Staðbundin einkenni: óvenjulegir hnútar eða bólga (æxli), [[blæðing]], [[sársauki]] eða [[sár]]amyndun. Samþjöppun vefjarins í kring getur valdið einkennum eins og [[gulnun]] [[húð]]ar.
* Staðbundin einkenni: óvenjulegir hnútar eða bólga (æxli), [[blæðing]], [[sársauki]] eða [[sár]]amyndun. Samþjöppun vefjarins í kring getur valdið einkennum eins og [[gulnun]] [[húð]]ar.
* Einkenni meinvarps (dreifingar): stækkun [[Eitill|eitla]], [[hósti]] eða [[blóðhósti]], [[lifrarstækkun]], [[beinverkir]] og [[beinbrot]] á sömu stöðum auk [[taugafræði]]legra einkenna. Krabbamein á háu stigi getur valdið sársauka, en er sjaldnast eitt af fyrstu einkennum.
* Einkenni meinvarps (dreifingar): stækkun [[Eitill|eitla]], [[hósti]] eða [[blóðhósti]], [[lifrarstækkun]], [[beinverkir]] og [[beinbrot]] á sömu stöðum auk [[taugafræði]]legra einkenna. Krabbamein á háu stigi getur valdið sársauka, en hann er sjaldnast eitt af fyrstu einkennum.
* Kerfisbundin einkenni: þyngdartap, léleg matarlyst og [[kröm]], aukinn [[sviti]] (vakna í ''svitabaði'' t.d., ) og ákveðin forboðaheilkenni æxlismyndunar, þ.e.a.s. ákveðin heilkenni vegna krabbameins, svo sem blóðtappamyndun og hormónabreytingar.
* Kerfisbundin einkenni: þyngdartap, léleg matarlyst og [[kröm]], aukinn [[sviti]] (vakna í ''svitabaði'' t.d.) og ákveðin forboðaheilkenni æxlismyndunar, þ.e.a.s. ákveðin heilkenni vegna krabbameins, svo sem blóðtappamyndun og hormónabreytingar.


Hvert atriði á listanum gæti orsakast af mörgum öðrum ástæðum (svona listar eru oft notaðir við samanburðargreiningu). Krabbamein getur verið algeng eða óalgeng orsök þessara einkenna.
Hvert atriði á listanum gæti orsakast af mörgum öðrum ástæðum (svona listar eru oft notaðir við samanburðargreiningu). Krabbamein getur verið algeng eða óalgeng orsök þessara einkenna.


Einkenni krabbameins hjá karlmönnum eru einnig,maður sé illt í limnum eða pungnum, hósti eins og maður finnist að það eitthvað fast í honum, hausverk, magaverk, og alltaf þreyttur.
Einkenni krabbameins hjá karlmönnum eru einnig að manni sé illt í limnum eða pungnum, hósti eins og manni finnist að eitthvað sé fast í hálsinum, höfuðverkur, magaverkur og síþreyta.


=== Vefjasýnistaka ===
=== Vefjasýnistaka ===
Ýmislegt getur bent til þess að um krabbamein sé að ræða, en endanleg greiningu á flestum meinum þarf að staðfesta með því að gera ítarlegar rannsóknir á krabbameinsfrumum, um þetta sjá [[meinafræði]]ngar. Vefjasýnistaka er ferlið þar sem frumur og eða líkamsvefur er numinn úr sjúklingi til rannsóknar. Greiningin á sýninu segir til um frumugerðina sem breiðist út, alvarleikann (magn [[misvöxur|misvaxtar]]), og umfang þess og stærð. Frumuerfðafræði og ónæmislitun vefjar getur útvegað framvinduspá og upplýsingar um hvernig meðferðinnibest háttað.
Ýmislegt getur bent til þess að um krabbamein sé að ræða, en endanlega greiningu á flestum meinum þarf að staðfesta með því að gera ítarlegar rannsóknir á krabbameinsfrumum, um þetta sjá [[meinafræði]]ngar. Vefjasýnistaka er ferlið þar sem frumur og eða líkamsvefur eru numin úr sjúklingi til rannsóknar. Greiningin á sýninu segir til um frumugerðina sem breiðist út, alvarleikann (magn [[misvöxur|misvaxtar]]), og umfang þess og stærð. Með frumuerfðafræði og ónæmislitun vefjar gera framvinduspá og upplýsingar um hvernig best haga meðferðinni.


Lækna má allt krabbamein ef hægt er að fjarlægja það með öllu, stundum má framkvæma þetta með því að fjarlægja vef líkt og með vefjasýnistöku. Þegar vefurinn (vefskemmdin) hefur verið fjarlægður í heild sinni, er jaðar sýnisins grandlega skoðaður til að sjá hvort allt mein hefur verið fjarlægt. Ef krabbameinið hefur dreifst með meinvörpum er ómögulegt að fjarlægja það með skurðaðgerð einni saman.
Lækna má allt krabbamein ef hægt er að fjarlægja það með öllu, stundum má framkvæma þetta með því að fjarlægja vef líkt og með vefjasýnistöku. Þegar vefurinn (vefskemmdin) hefur verið fjarlægður í heild sinni, er jaðar sýnisins vandlega skoðaður til að sjá hvort allt meinið hefur verið fjarlægt. Ef krabbameinið hefur dreifst með meinvörpum er ómögulegt að fjarlægja það með skurðaðgerð einni saman.


Eðli sýnistökunar fer eftir líffærinu sem verið er að taka sýni af. Margar vefjasýnistökur (til dæmis sýni af húð, brjósti eða lifur) má framkvæma á heimangöngusjúklingum. Aðrar vefjasýnistökur eru framkvæmdar með skurðaðgerð í svæfingu.
Eðli sýnistökunnar fer eftir líffærinu sem verið er að taka sýni af. Margar vefjasýnistökur (til dæmis sýni af húð, brjósti eða lifur) má framkvæma á heimangöngusjúklingum. Aðrar vefjasýnistökur eru framkvæmdar með skurðaðgerð í svæfingu.


=== Krabbameinsleit ===
=== Krabbameinsleit ===
[[Kembirannsókn]]ir eru framkvæmdar til að finna krabbamein á frumstigi á meðal almennings. Krabbameinsleit fyrir stóra hópa af heilbrigðu fólki þarf að vera á viðráðanlegu verði, örugg, óágeng og með ásættanlegan fjölda gallaðra niðurstaðna. Ef ummerki krabbameins verður vart, eru ítarlegri rannsóknir og ágeng fylgipróf framkvæmd til að staðfesta greininguna.
[[Kembirannsókn]]ir (skimun) eru framkvæmdar til að finna krabbamein á frumstigi á meðal almennings. Krabbameinsleit fyrir stóra hópa af heilbrigðu fólki þarf að vera á viðráðanlegu verði, örugg, óágeng og með viðunandi öryggi niðurstaðna. Ef ummerkja krabbameins verður vart, eru ítarlegri rannsóknir og ágeng fylgipróf framkvæmd til að staðfesta greininguna.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 22. október 2018 kl. 15:57

Krabbamein eru sjúkdómsgerðir sem einkennast af stjórnlausri frumuskiptingu og þeim eiginleika frumnanna að geta flust yfir í aðra líkamsvefi, annaðhvort með því að vaxa yfir í aðlægan vef (innrás) eða flutningi frumna í fjarlægan vef (meinvarp) til dæmis um blóðrás. Þessi óvenjulega hegðun frumna orsakast af gölluðu DNA, sem veldur stökkbreytingu mikilvægra gena sem stjórna frumuskiptingu og annarri starfsemi. Ein eða fleiri slík stökkbreyting, sem getur verið meðfædd eða áunnin, getur leitt til stjórnlausrar frumuskiptingar og myndunar æxlis. Æxli er hvers kyns óeðlileg vefjanýmyndun, en getur verið annaðhvort illkynja eða góðkynja. Aðeins illkynja æxli gera innrás í nýjan vef eða valda meinvarpi.

Krabbamein getur valdið ýmsum sjúkdómum, en það veltur á staðsetningu, gerð meinsins og hvort meinvarp á sér stað. Til að fá úr því skorið þarf venjulega að gera ítarlega rannsókn á vefjasýni sem fæst með vefjasýnistöku. Eftir greiningu er venjulega brugðist við með skurðaðgerð, efnameðferð og eða geislameðferð.

Ef ekkert er að gert dregur krabbameinið oftast til dauða, krabbamein er ein helsta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Hægt er að bregðast við flestum krabbameinsgerðum og hægt er að lækna marga, sérstaklega ef meðferðin hefst snemma. Margar gerðir krabbameins eru tengdar umhverfisáhrifum sem má forðast. Tóbaksreykingar eru sá umhverfisþáttur sem leiðir hvað oftast til krabbameins.

Krabbameinsgreining

Oftast finnst krabbamein vegna ytri ummerkja, einkenna eða við almenna krabbameinsleit. Hinsvegar þarf í flestum tilfellum vefjasýni til að fá afdráttarlausa greiningu. Stundum finnst krabbamein við venjulega læknisskoðun vegna ótengds vandamáls.

Ummerki og einkenni

Skipta má einkennum gróflega í þrjá hópa:

  • Staðbundin einkenni: óvenjulegir hnútar eða bólga (æxli), blæðing, sársauki eða sáramyndun. Samþjöppun vefjarins í kring getur valdið einkennum eins og gulnun húðar.
  • Einkenni meinvarps (dreifingar): stækkun eitla, hósti eða blóðhósti, lifrarstækkun, beinverkir og beinbrot á sömu stöðum auk taugafræðilegra einkenna. Krabbamein á háu stigi getur valdið sársauka, en hann er sjaldnast eitt af fyrstu einkennum.
  • Kerfisbundin einkenni: þyngdartap, léleg matarlyst og kröm, aukinn sviti (vakna í svitabaði t.d.) og ákveðin forboðaheilkenni æxlismyndunar, þ.e.a.s. ákveðin heilkenni vegna krabbameins, svo sem blóðtappamyndun og hormónabreytingar.

Hvert atriði á listanum gæti orsakast af mörgum öðrum ástæðum (svona listar eru oft notaðir við samanburðargreiningu). Krabbamein getur verið algeng eða óalgeng orsök þessara einkenna.

Einkenni krabbameins hjá karlmönnum eru einnig að manni sé illt í limnum eða pungnum, hósti eins og manni finnist að eitthvað sé fast í hálsinum, höfuðverkur, magaverkur og síþreyta.

Vefjasýnistaka

Ýmislegt getur bent til þess að um krabbamein sé að ræða, en endanlega greiningu á flestum meinum þarf að staðfesta með því að gera ítarlegar rannsóknir á krabbameinsfrumum, um þetta sjá meinafræðingar. Vefjasýnistaka er ferlið þar sem frumur og eða líkamsvefur eru numin úr sjúklingi til rannsóknar. Greiningin á sýninu segir til um frumugerðina sem breiðist út, alvarleikann (magn misvaxtar), og umfang þess og stærð. Með frumuerfðafræði og ónæmislitun vefjar má gera framvinduspá og fá upplýsingar um hvernig best sé að haga meðferðinni.

Lækna má allt krabbamein ef hægt er að fjarlægja það með öllu, stundum má framkvæma þetta með því að fjarlægja vef líkt og með vefjasýnistöku. Þegar vefurinn (vefskemmdin) hefur verið fjarlægður í heild sinni, er jaðar sýnisins vandlega skoðaður til að sjá hvort allt meinið hefur verið fjarlægt. Ef krabbameinið hefur dreifst með meinvörpum er ómögulegt að fjarlægja það með skurðaðgerð einni saman.

Eðli sýnistökunnar fer eftir líffærinu sem verið er að taka sýni af. Margar vefjasýnistökur (til dæmis sýni af húð, brjósti eða lifur) má framkvæma á heimangöngusjúklingum. Aðrar vefjasýnistökur eru framkvæmdar með skurðaðgerð í svæfingu.

Krabbameinsleit

Kembirannsóknir (skimun) eru framkvæmdar til að finna krabbamein á frumstigi á meðal almennings. Krabbameinsleit fyrir stóra hópa af heilbrigðu fólki þarf að vera á viðráðanlegu verði, örugg, óágeng og með viðunandi öryggi niðurstaðna. Ef ummerkja krabbameins verður vart, eru ítarlegri rannsóknir og ágeng fylgipróf framkvæmd til að staðfesta greininguna.

Tengt efni

Tenglar

Rannsóknarstofnanir og vísindasamtök

Stuðningshópar og fleira

Aðrir tenglar