„Unadalur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
flokkun
 
Lína 5: Lína 5:


[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]

Nýjasta útgáfa síðan 16. október 2018 kl. 04:33

Séð inn eftir Unadal hjá Hofi.

Unadalur er dalur við austanverðan Skagafjörð og liggur til austurs upp frá Hofsósi, norðan við Deildardal. Hann er fremur breiður og þar er töluvert undirlendi og nokkrir bæir. Áin sem rennur um dalinn heitir Unadalsá ofan til en Hofsá neðar. Mjög snjóþungt er oft í dalnum á veturna. Fyrir botni Unadals er Unadalsjökull, einn af fjölmörgum daljöklum Tröllaskagans. Um hann liggur forn fjallvegur til Svarfaðardals.

Í Landnámu er ekkert sagt um hver nam norðurhluta Deildardals og suðurhluta Unadals en hins vegar er þar talað um Una í Unadal og getur verið að hann hafi verið landnámsmaður þar en fallið niður í frásögn Landnámuhöfundar.