„Nadia Murad“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 21: Lína 21:


Murad birti sjálfsævisögu sína, ''The Last Girl: My Story of Captivity, and My Fight Against the Islamic State'', þann 7. nóvember 2017.
Murad birti sjálfsævisögu sína, ''The Last Girl: My Story of Captivity, and My Fight Against the Islamic State'', þann 7. nóvember 2017.

Murad hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] ásamt [[Denis Mukwege]] árið 2018. Hún hefur talað fyrir því að vígamenn íslamska ríkisins verði dregnir fyrir dóm og ákærðir gegn kynferðisbrot og aðra glæpi gegn Jasídum. Hún telur réttlæti ekki felast í því að þeir verði drepnir á vígvellinum eða aðeins sakfelldir fyrir hryðjuverk.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/09/vigamenn_verdi_dregnir_fyrir_dom/|titill=Vill að víga­menn verði dregn­ir fyr­ir dóm|útgefandi=mbl.is|ár=2018|mánuður=9. október|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2018}}</ref>


==Einkalíf==
==Einkalíf==

Útgáfa síðunnar 10. október 2018 kl. 13:18

Nadia Murad árið 2017.

Nadia Murad Basee Taha (kúrdíska: نادیە موراد باسی تەھا; arabíska: نادية مراد باسي طه; f. 1993) er jasídísk-íraskur mannréttindafrömuður og aðgerðasinni sem er búsett í Þýskalandi. Henni var rænt og haldið í kynlífsánauð af íslamska ríkinu í þrjá mánuði árið 2014. Árið 2018 hlutu þau Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu þeirra gegn kyn­ferðis­brot­um í stríði.[1] Murad er fyrsti Írakinn sem hefur hlotið Nóbelsverðlaun. Hún er jafnframt næstyngsti Nóbelsverðlaunahafinn frá upphafi, á eftir Malölu Yousafzai.[2]

Murad er stofnandi samtakanna Nadia's Initiative, sem ætlað er að „hjálpa konum og börnum sem hafa orðið fyrir barðinu á þjóðarmorðum, fjöldaofsóknum og mansali að ná heilsu og endurbyggja líf sín og samfélög.“[3]

Æviágrip

Murad fæddist í þorpinu Kojo í Sinjar-sýslu í Írak. Foreldrar hennar voru bændur af minnihlutaþjóðerni Jasída. Murad bjó enn og stundaði nám í þorpinu þegar hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki náðu yfirráðum á svæðinu og söfnuðu saman öllum Jasídum sem þar bjuggu. Hryðjuverkamennirnir drápu um 600 manns – þar á meðal sex bræður og stjúpbræður Nadiu – og hnepptu yngri konurnar í ánauð. Murad var meðal um 6.700 jasídískra kvenna sem íslamska ríkið tók til fanga í Írak. Henni var haldið í kynlífsánauð í borginni Mósúl, þar sem vígamennirnir börðu hana, brenndu hana með vindlingum og nauðguðu henni þegar hún reyndi að flýja. Nadiu tókst að endingu að sleppa úr haldi þegar vörður hennar skildi húsdyrnar eftir ólæstar.

Nágrannafjölskylda tók Murad að sér og tókst að smygla henni út fyrir yfirráðasvæði íslamska ríkisins. Hún komst að endingu í flóttamannabúðir í Duhok, í norðurhluta Írak. Í febrúar árið 2015 sagði Murad belgíska dagblaðinu La Libre Belgique sögu sína, þá búsett í gámi í flóttamannabúðunum.[4] Árið 2015 var Murad meðal 1000 kvenna og barna sem fengu hæli í Þýskalandi í samræmi við flóttamannaáætlun ríkisstjórnar Baden-Württemberg.

Mannréttindastörf

Þann 16. desember 2015 sætti Murad yfirheyrslu um mansal hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.[5] Þetta var í fyrsta sinn sem örygisráðið hlýddi á skýrslu um mansal.[6]

Sem sendiherra fyrir Sameinuðu þjóðirnar tekur Murad þátt í alþjóðlegum herferðum fyrir vitundarvakningu á mansali og flóttafólki, talað við samfélög flóttafólks og hlustað á vitnisburði fórnarlamba mansals og þjóðarmorða.

Í september árið 2016 talaði lögfræðingurinn Amal Clooney við Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun sína að gerast saksóknari í ákæru Murad gegn foringjum íslamska ríkisins fyrir kynferðisbrot. Clooney lýsti þjóðarmorði, nauðgunum og mansali íslamska ríkisins sem „skrifræði illskunnar á iðnvæddu stigi“ og tók jafnframt fram að þrælamarkaður væri rekinn á vefnum, á Facebook og í miðaustrinu sem enn lifði góðu lífi. Murad hefur fengið fjölda alvarlegra líflátshótana fyrir störf sín.

Í september árið 2016 lýsti Murad yfir stofnun samtakanna Nadia's Initiative á samkomu í boði Tinu Brown í New York. Samtökin munu aðstoða og tala máli fórnarlamba þjóðarmorða. Sama mánuð var Murad útnefnd góðgerðarsendi­herra Sam­einuðu þjóðanna í mál­efn­um fórn­ar­lamba man­sals.[7]

Þann 3. maí árið 2017 hitti Murad Frans páfa og erkibiskupinn Paul Gallagher í Vatíkaninu. Á fundi þeirra bað Murad um hjálp fyrir Jasída sem enn eru í ánauð íslamska ríkisins, viðurkenndi stuðning Vatíkansins við minnihlutahópa, ræddi möguleikann á sjálfstjórnarsvæði minnihlutahópa í Írak, lagði áherslu á áskoranir sem trúarbrot innan Írak og Sýrlands stæðu frammi fyrir, sérstaklega fólk sem hefði glatað heimilum sínum.

Murad birti sjálfsævisögu sína, The Last Girl: My Story of Captivity, and My Fight Against the Islamic State, þann 7. nóvember 2017.

Murad hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Denis Mukwege árið 2018. Hún hefur talað fyrir því að vígamenn íslamska ríkisins verði dregnir fyrir dóm og ákærðir gegn kynferðisbrot og aðra glæpi gegn Jasídum. Hún telur réttlæti ekki felast í því að þeir verði drepnir á vígvellinum eða aðeins sakfelldir fyrir hryðjuverk.[8]

Einkalíf

Murad trúlofaðist jasídíska mannréttindafrömuðinum Abid Shamdeen í ágúst árið 2018.[9]

Tilvísanir

  1. „Mukwege og Murad hljóta friðarverðlaun Nóbels“. RÚV. 5. október 2018. Sótt 6. október 2018.
  2. „Afdrifarík erfðaskrá Alfreds Nobel“. RÚV. 5. október 2018. Sótt 6. október 2018.
  3. „Nadia Murad“. Forbes. Sótt 5. október 2018.
  4. Lamfalussy, Christophe (22. febrúar 2015). „La sixième nuit j'ai été violée par tous les gardes, Salman a dit: elle est à vous maintenant“.
  5. Bjarki Ármannsson (31. janúar 2016). „Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS“. Sótt 6. október 2018.
  6. „ظهورجريء للفتاة الازيديية نادية مراد ابكى اعضاءً في مجلس الامن وصفق لها الحاضرون“. عراق برس. 18. desember 2015.
  7. „Fórn­ar­lamb man­sals gert að góðgerðarsendi­herra“. mbl.is. 16. september 2016. Sótt 6. október 2018.
  8. „Vill að víga­menn verði dregn­ir fyr­ir dóm“. mbl.is. 9. október 2018. Sótt 10. október 2018.
  9. „Yazidi Islamic State survivor gets engaged“. BBC. 20. ágúst 2018.