„Fáni Írlands“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:


[[Flokkur:Írland]]
[[Flokkur:Írland]]
[[Flokkur:Þjóðfánar]]
[[Flokkur:Þjóðfánar|Írland]]

Útgáfa síðunnar 25. september 2018 kl. 12:33

Fáni Írlands frá 1916.

Fáni Írlands (írska: bratach na hÉireann) er þjóðfáni Írska lýðveldisins. Hann samanstendur af þremur lóðréttum borðum í grænu, hvítu og applesínugulu. Hlutföll fánans eru 1:2.

Árið 1848 fékk Thomas Francis Meagher leiðtogi írskra sjálfstæðismanna fánann í gjöf frá hópi franskra kvenna sem studdu málstað Íra. Fáninn var þó ekki tekinn upp sem þjóðfáni fyrir Páskauppreisnina árið 1916 en þá dró Gearóid O'Sullivan stjórnmálamaður fánann að húni á þaki aðalpósthússins í Dublin. Fáninn var síðan tekinn upp af Írska lýðveldinu á Írska sjálfstæðisstríðinu (1919–1921). Hann varð svo að þjóðfána Írska fríríkisins og fékk opinbera stöðu í stjórnarskránni 1937.

Írskir þjóðernissinnar nota fánann alls staðar á eyjunni Írlandi, jafnvel á Norður-Írlandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.