Munur á milli breytinga „Fyrri heimsstyrjöldin“

Jump to navigation Jump to search
m
Serbar voru á móti þeim ítökum sem Austurríki-Ungverjaland hafði á [[Balkanskagi|Balkanskaganum]], og litu í raun á þá sem helstu óvini sína, en Austurríkis-Ungverjar réðu yfir [[Króatía|Króatíu]], [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu og Hersegóvínu]] og fleiri svæðum. Serbar vildu sameina alla slava á Balkanskaganum í einu ríki, [[Júgóslavía|Júgóslavíu]], undir sinni forystu. Austurríkis-Ungverjar sökuðu serbnesk yfirvöld um að eiga þátt í morðinu á Franz Ferdinand, en því höfnuðu Serbar og einnig þeim úrslitakostum sem Austurríkis-Ungverjar gáfu þeim.
 
Eftir stríðsyfirlýsingu Austurríkis-Ungverja reiddu Serbar sig á stuðning [[Rússland|Rússa]] sem höfðu lengi verið bandamenn þeirra. Serbar höfðu beðið Rússa um að standa með sér nokkrum dögum áður en stríðsyfirlýsing Austurríkis-Ungverjalands var birt. [[Nikulás 2.]] rússakeisariRússakeisari gaf þegar fyrirmæli um herútboð og var þá í raun að staðfesta þátttöku Rússlands yfirvofandi stríði. Þjóðverjar litu á þetta sem stríðsyfirlýsingu og urðu á undan Rússum til að lýsa yfir stríði með formlegum hætti, sem þeir gerðu þann 1. ágúst.
 
[[Frakkland|Frakkar]] voru í hernaðarbandalagi með Rússum og því var við því búist, í Þýskalandi, að Frakkland myndi taka þátt í stríðinu. Einnig voru Frakkar enn bitrir yfir ósigri í stríði þeirra við [[Prússland|Prússa]] árið 1871. Þýskir herforingjar töldu að þeir þyrftu að klára stríð við Frakkana áður en þeir gætu tekist á við Rússa, svo þeir myndu ekki þurfa að berjast á tveimur vígsöðvum. Þjóðverjar lýstu yfir stríði á hendur Frökkum þann 3. ágúst.

Leiðsagnarval