Munur á milli breytinga „Guðmundur Andrésson“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3481222)
'''Guðmundur Andrésson''' (um [[1615]] – [[1654]]) var íslenskur [[málfræði]]ngur, skáld og höfundur orðabókarinnar ''[[Lexicon Islandicum]]''.
 
==Æviágrip==
 
Guðmundur mun hafa verið ættaður annað hvort frá Bjargi í Miðfirði eða Sólheimum í Sæmundarhlíð. Fæðingarár Guðmundar er ekki vitað með vissu en hann fæddist tæplega eftir 1620 og yfirleitt er miðað við ártalið 1615. Faðir hans hét trúlega Andrés Guðmundsson og virðast foreldrar hans hafa verið leiguliðar í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Átti hann að minnsta kosti eina systur. [[Björn Jónsson á Skarðsá]] var nágranni Guðmundar í æsku hans. Foreldrir Guðmundar voru hvorki efnaðir né af völdugum ættum komnir og því óvenjulegt að hann skyldi hafa fengið inngöngu í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]]. Að öllum líkendum var Guðmundur svokallaður ölmusupiltur við skólann. Gísli Baldur Róbertsson (2008: 256) bendir á að Guðmundur útskrifaðist úr Hólaskóla á óvenjulega stuttum tíma, aðeins 4 ár en ekki 5 eða 6 eins og var algengast. Hlýtur Guðmundur að hafa verið framúrskarandi nemandi og vel undirbúinn.
Guðmundur var ættaður frá Bjargi í Miðfirði. Hann stundaði nám við [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] en varð síðar [[djákni]] og kenndi. Hann kom sér fljótlega í vandræði vegna kveðskapar, meðal annars gegn [[Þorlákur Skúlason|Þorláki Skúlasyni]] biskup, og samdi ritgerðina ''Discursus oppositionis'' gegn [[Stóridómur|Stóradómi]]. Fyrir þetta var hann handtekinn og færður til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] af [[Henrik Bjelke]], höfuðsmanni. Í Kaupmannahöfn var Guðmundur settur í [[Bláturn]] en var síðan náðaður af konungi [[24. desember]] [[1649]] fyrir orð [[Ole Worm]].
 
Eftir útskrift veiktist Guðmundur í u.þ.b. hálft ár og lýsir hann því sem andleg veikindi. Varðveist hefur bréf frá Birni Jónssyni sem lýsir einnig veikindi Guðmundar og er dagsett 20. febrúar 1638. Um tíma varð Guðmundur [[djákni]] á Reynistað en missti það embætti og var aldrei vígður til prests. Ein ástæða kann að vera áhugi Guðmundur á Sigríði Jónsdóttur Oddssonar en einhver virðist hafa borið illt í eyru Þorláks Skúlasonar Hólabiskups um Guðmund um það leyti sem hann missti djáknarembætti. Ritgerðin ''Þekktu sjálfan þig'' hefur verið túlkuð sem háðslegt svar Guðmundar við meinta óvinsemd Þorláks Skúlasonar og ljóst er að engin hlýja hafi verið milli þeirra.
 
Árið 1644 eða 1645 gerðist Guðmundur Andrésson sek um svokallað frillulífsbrot, þ.e. hann eignaðist barn með ógiftri konu. Ekkert er vitað um barnið en barnsmóðir hans hét Arnfríður Jónsdóttir. Barneignir utan hjónabands vörðuðu fésektum á þeim tíma og Guðmundur samdi ritgerð gegn [[Stóridómur|Stóradómi]] þar sem hann gagnrýndi harðlega að ríkir og fátækir þurftu að greiða sömu upphæð enda hlaut þetta að vera smáræði fyrir þá ríku en verulega íþyngjandi fyrir almúgafólk. Þannig væri refsingin misþung eftir stétt hins brotlega. Ritgerðin ber titilinn ''Discursus oppositionis'' eða ''Deilurit''. Eflaust hefur ýmislegt misfagurt verið sagt um ágæti Stóradóms á dögum Guðmundar en Discursus oppositionis á engar skriflegar hliðstæðar enda voru afleiðingar fyrir höfundinn miklar. Að sögn Guðmundar var áætlun ekki að gera þetta flugbeitta deilurit opinbert en það var engu að síður túlkað sem hættulegt andóf þegar upp komst um það. Fyrir þetta var hann handtekinn og færður til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] af [[Henrik Bjelke]], höfuðsmanni. Í Kaupmannahöfn var Guðmundur settur í [[Bláturn]] en var síðan náðaður af konungi [[24. desember]] [[1649]] fyrir orð [[Ole Worm]].
 
Ári síðar fékk hann inni í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Á árunum 1650-54 samdi hann íslensku orðabókina ''[[Lexicon Islandicum]]'', með latneskum skýringum. Hún kom út í Kaupmannahöfn árið 1683. Orðabókin er talin vera merk heimild um íslenskan orðaforða á fyrri hluta 17. aldar og áfangi í íslenskri orðabókargerð. <ref>{{cite web|url=http://www.lexis.hi.is/utg_ordfraedirit.html|title=Orðfræðirit fyrri alda}}</ref> Hann bjó til prentunar ''[[Völuspá]]'' með skýringum, en bæði þessi rit voru gefin út eftir dauða hans af [[Peder Hansen Resen]]. Guðmundur lést í Kaupmannahöfn árið 1654, dánarörsökin var [[kólera]].
==Heimildir==
* Páll Eggert Ólason, ''Íslenzkar æviskrár'', II. bindi, Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1949
* Gísli Baldur Róbertsson, Höfuðdrættir úr brotakenndri ævi Guðmundar Andréssonar, ''Gripla'' XIX (2008): 247-281.
 
{{Stubbur|æviágrip}}
 
[[Flokkur:Íslenskir málfræðingar]]
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
488

breytingar

Leiðsagnarval