„Münchhausen barón“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Münchhausen fæddist í [[Bodenswerder]] í kjörfurstadæminu [[Brunswick-Lüneburg]]<ref>Carswell, John (1952b), „Introduction“, Raspe, Rudolf Erich, ''The Singular Adventures of Baron Munchausen'', New York: Heritage Press, bls. xxvii.</ref> og barðist með her [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmsins]] í [[Stríð Rússlands og Tyrklands (1735–1739)|stríði við Tyrkland]] árin 1735–1739. Eftir að Münchhausen settist í helgan stein árið 1760 varð hann frægur meðal þýskra aðalsmanna fyrir að segja stórýktar grobbsögur af hernaðarferli sínum. Eftir að Raspe heyrði nokkrar af sögum Münchhausens færði hann þær í ritað form og gaf þær nafnlaust út, fyrst í þýskum tímaritum og síðan í bók sem kom út á ensku í Oxford árið 1785. Bókin var síðan þýdd á önnur Evrópumál, þar á meðal í þýskri útgáfu með viðauka eftir skáldið [[Gottfried August Bürger]]. Hinum raunverulega Münchhausen var ekki skemmt yfir því að til væri orðin skáldsagnapersóna byggð á honum og hótaði að lögsækja útgefandann. Raspe viðurkenndi aldrei opinberlega að hafa samið bókina, líklega af ótta við að vera sakaður um [[ærumeiðingar]].<ref>{{citation|last=Blamires|first=David|chapter=The Adventures of Baron Munchausen|title=Telling Tales: The Impact of Germany on English Children's Books 1780–1918|pages=8–21|location=Cambridge, Cambridgeshire|publisher=Open Book Publishers|year=2009|url=http://books.openedition.org/obp/600}}</ref> Orðstír barónsins raunverulega beið hnekki eftir útgáfu bókarinnar og hann fékk á sig viðurnefnið „lygabaróninn“. Fjöldi fólks lagði einnig leið sína á heimili barónsins til að líta þennan sérvitring augum en baróninum mislíkaði þessi ágangur svo mjög að hann skipaði þjónum sínum að berja vegferandur með prikum ef þeir kæmu of nálægt húsi hans.<ref>{{cite web |url= http://lemurinn.is/2013/07/19/af-aevintyrum-munchhausen-barons-og-hvernig-thau-urdu-ad-arodurstaeki-nasista/ |title= Af ævintýrum Münchhausen baróns og hvernig þau urðu að áróðurstæki nasista |author= Páll Guðmundsson|date= 19. júlí 2013|website= ''Lemúrinn'' |publisher= |access-date= 20. maí 2018|quote=}}</ref>
Münchhausen fæddist í [[Bodenswerder]] í kjörfurstadæminu [[Brunswick-Lüneburg]]<ref>Carswell, John (1952b), „Introduction“, Raspe, Rudolf Erich, ''The Singular Adventures of Baron Munchausen'', New York: Heritage Press, bls. xxvii.</ref> og barðist með her [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmsins]] í [[Stríð Rússlands og Tyrklands (1735–1739)|stríði við Tyrkland]] árin 1735–1739. Eftir að Münchhausen settist í helgan stein árið 1760 varð hann frægur meðal þýskra aðalsmanna fyrir að segja stórýktar grobbsögur af hernaðarferli sínum. Eftir að Raspe heyrði nokkrar af sögum Münchhausens færði hann þær í ritað form og gaf þær nafnlaust út, fyrst í þýskum tímaritum og síðan í bók sem kom út á ensku í Oxford árið 1785. Bókin var síðan þýdd á önnur Evrópumál, þar á meðal í þýskri útgáfu með viðauka eftir skáldið [[Gottfried August Bürger]]. Hinum raunverulega Münchhausen var ekki skemmt yfir því að til væri orðin skáldsagnapersóna byggð á honum og hótaði að lögsækja útgefandann. Raspe viðurkenndi aldrei opinberlega að hafa samið bókina, líklega af ótta við að vera sakaður um [[ærumeiðingar]].<ref>{{citation|last=Blamires|first=David|chapter=The Adventures of Baron Munchausen|title=Telling Tales: The Impact of Germany on English Children's Books 1780–1918|pages=8–21|location=Cambridge, Cambridgeshire|publisher=Open Book Publishers|year=2009|url=http://books.openedition.org/obp/600}}</ref> Orðstír barónsins raunverulega beið hnekki eftir útgáfu bókarinnar og hann fékk á sig viðurnefnið „lygabaróninn“. Fjöldi fólks lagði einnig leið sína á heimili barónsins til að líta þennan sérvitring augum en baróninum mislíkaði þessi ágangur svo mjög að hann skipaði þjónum sínum að berja vegferandur með prikum ef þeir kæmu of nálægt húsi hans.<ref>{{cite web |url= http://lemurinn.is/2013/07/19/af-aevintyrum-munchhausen-barons-og-hvernig-thau-urdu-ad-arodurstaeki-nasista/ |title= Af ævintýrum Münchhausen baróns og hvernig þau urðu að áróðurstæki nasista |author= Páll Guðmundsson|date= 19. júlí 2013|website= ''Lemúrinn'' |publisher= |access-date= 20. maí 2018|quote=}}</ref>


Bók Raspe er skrifuð í [[Fyrsta persóna|fyrstu persónu]] og segir frá fáránlegum og ótrúverðugum afrekum barónsins sem hermanns, íþróttamanns og ferðalangs. Þar á meðal er baróninn sagður hafa flogið um á fallbyssukúlum, barist við tólf metra langan krókódíl og ferðast til tunglsins. Bókin er kímin og skemmtir lesandanum með því að láta frásagnir barónsins vísvitandi stangast hverjar á við aðra og inniheldur einnig talsverða [[Samfélagsádeila|samfélagsádeilu]]. Í fyrstu myndskreytingum sagnanna er baróninn unglegur og grannur en í síðari myndskreytingum er hann jafnan sýndur sem eldri maður með krókbogið nef og yfirvaraskegg og þannig er ímynd persónunnar orðin í síðari frásögnum. Bók Raspe naut mikilla vinsælda og sögurnar úr henni voru endursagðar í fjölmörgum enskum, evrópskum og amerískum útgáfum. Sögurnar eru enn lesnar í dag, sérstaklega í styttum útgáfum fyrir börn.
Bók Raspe er skrifuð í [[Fyrsta persóna|fyrstu persónu]] og segir frá fáránlegum og ótrúverðugum afrekum barónsins sem hermanns, íþróttamanns og heimshornaflakkara. Þar á meðal er baróninn sagður hafa flogið um á fallbyssukúlum, barist við tólf metra langan krókódíl og ferðast til tunglsins. Bókin er kímin og skemmtir lesandanum með því að láta frásagnir barónsins vísvitandi stangast hverjar á við aðra og inniheldur einnig talsverða [[Samfélagsádeila|samfélagsádeilu]]. Í fyrstu myndskreytingum sagnanna er baróninn unglegur og grannur en í síðari myndskreytingum er hann jafnan sýndur sem eldri maður með krókbogið nef og yfirvaraskegg og þannig er ímynd persónunnar orðin í síðari frásögnum. Bók Raspe naut mikilla vinsælda og sögurnar úr henni voru endursagðar í fjölmörgum enskum, evrópskum og amerískum útgáfum. Sögurnar eru enn lesnar í dag, sérstaklega í styttum útgáfum fyrir börn.


Skáldpersónan Münchhausen hefur birst í leikritum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðrum skáldsögum. Sögurnar um Münchhausen njóta enn nokkurra vinsælda á meginlandi Evrópu. Fjöldi safna og minnismerkja eru tileinkuð baróninum auk þess sem nokkrir geðrænir sjúkdómar eru nefndir eftir honum, þ. á m. [[Münchausen-heilkenni]]ð.
Skáldpersónan Münchhausen hefur birst í leikritum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðrum skáldsögum. Sögurnar um Münchhausen njóta enn nokkurra vinsælda á meginlandi Evrópu. Fjöldi safna og minnismerkja eru tileinkuð baróninum auk þess sem nokkrir geðrænir sjúkdómar eru nefndir eftir honum, þ. á m. [[Münchausen-heilkenni]]ð.

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2018 kl. 21:19

Münchhausen barón flýgur um á fallbyssukúlum á mynd eftir eftir August von Wille.

Karl Friedrich Hieronymus, barón af Münchhausen (11. maí 1720 – 22. febrúar 1797), yfirleitt kallaður Münchhausen barón, var þýskur aðalsmaður sem var þekktur fyrir yfirdrifnar ýkjusögur sínar af eigin afrekum og ævintýrum. Münchhausen varð fyrirmyndin að skáldsagnapersónu með sama nafni sem birtist fyrst árið 1785 í bókinni Frásögn Münchhausen baróns af stórfenglegum ferðum sínum og herförum í Rússlandi eftir Rudolf Erich Raspe.[1]

Münchhausen fæddist í Bodenswerder í kjörfurstadæminu Brunswick-Lüneburg[2] og barðist með her rússneska keisaradæmsins í stríði við Tyrkland árin 1735–1739. Eftir að Münchhausen settist í helgan stein árið 1760 varð hann frægur meðal þýskra aðalsmanna fyrir að segja stórýktar grobbsögur af hernaðarferli sínum. Eftir að Raspe heyrði nokkrar af sögum Münchhausens færði hann þær í ritað form og gaf þær nafnlaust út, fyrst í þýskum tímaritum og síðan í bók sem kom út á ensku í Oxford árið 1785. Bókin var síðan þýdd á önnur Evrópumál, þar á meðal í þýskri útgáfu með viðauka eftir skáldið Gottfried August Bürger. Hinum raunverulega Münchhausen var ekki skemmt yfir því að til væri orðin skáldsagnapersóna byggð á honum og hótaði að lögsækja útgefandann. Raspe viðurkenndi aldrei opinberlega að hafa samið bókina, líklega af ótta við að vera sakaður um ærumeiðingar.[3] Orðstír barónsins raunverulega beið hnekki eftir útgáfu bókarinnar og hann fékk á sig viðurnefnið „lygabaróninn“. Fjöldi fólks lagði einnig leið sína á heimili barónsins til að líta þennan sérvitring augum en baróninum mislíkaði þessi ágangur svo mjög að hann skipaði þjónum sínum að berja vegferandur með prikum ef þeir kæmu of nálægt húsi hans.[4]

Bók Raspe er skrifuð í fyrstu persónu og segir frá fáránlegum og ótrúverðugum afrekum barónsins sem hermanns, íþróttamanns og heimshornaflakkara. Þar á meðal er baróninn sagður hafa flogið um á fallbyssukúlum, barist við tólf metra langan krókódíl og ferðast til tunglsins. Bókin er kímin og skemmtir lesandanum með því að láta frásagnir barónsins vísvitandi stangast hverjar á við aðra og inniheldur einnig talsverða samfélagsádeilu. Í fyrstu myndskreytingum sagnanna er baróninn unglegur og grannur en í síðari myndskreytingum er hann jafnan sýndur sem eldri maður með krókbogið nef og yfirvaraskegg og þannig er ímynd persónunnar orðin í síðari frásögnum. Bók Raspe naut mikilla vinsælda og sögurnar úr henni voru endursagðar í fjölmörgum enskum, evrópskum og amerískum útgáfum. Sögurnar eru enn lesnar í dag, sérstaklega í styttum útgáfum fyrir börn.

Skáldpersónan Münchhausen hefur birst í leikritum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðrum skáldsögum. Sögurnar um Münchhausen njóta enn nokkurra vinsælda á meginlandi Evrópu. Fjöldi safna og minnismerkja eru tileinkuð baróninum auk þess sem nokkrir geðrænir sjúkdómar eru nefndir eftir honum, þ. á m. Münchausen-heilkennið.

Tilvísanir

  1. Seccombe, Thomas (1895), „Introduction“, The Surprising Adventures of Baron Munchausen, London: Lawrence and Bullen, bls. v–xxxvi
  2. Carswell, John (1952b), „Introduction“, Raspe, Rudolf Erich, The Singular Adventures of Baron Munchausen, New York: Heritage Press, bls. xxvii.
  3. Blamires, David (2009), „The Adventures of Baron Munchausen“, Telling Tales: The Impact of Germany on English Children's Books 1780–1918, Cambridge, Cambridgeshire: Open Book Publishers, bls. 8–21
  4. Páll Guðmundsson (19. júlí 2013). „Af ævintýrum Münchhausen baróns og hvernig þau urðu að áróðurstæki nasista“. Lemúrinn. Sótt 20. maí 2018.