„Gerhard Schröder“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
| stjórnartíð_end = [[22. nóvember]] [[2005]]
| stjórnartíð_end = [[22. nóvember]] [[2005]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1944|4|7}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1944|4|7}}
| fæðingarstaður = [[Hamborg]], [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]]
| fæðingarstaður = [[Blomberg]], [[Norðurrín-Vestfalía|Norðurrín-Vestfalíu]], [[Þriðja ríkið|Þýskalandi]]
| dánardagur = [[10. nóvember]] [[2015]]
| dánardagur =
| dánarstaður =
| dánarstaður = [[Blomberg]], [[Norðurrín-Vestfalía|Norðurrín-Vestfalíu]], [[Þriðja ríkið|Þýskalandi]]
| þjóderni = [[Þýskaland|Þýskur]]
| þjóderni = [[Þýskaland|Þýskur]]
| maki = Eva Schubach (1968–1972)<br>Anne Taschenmacher (1972–1984)<br>Hiltrud Hampel (1984–1997)<br>Doris Köpf (1997–2016)<br>So-Yeon Kim (2017-)
| maki = Eva Schubach (1968–1972)<br>Anne Taschenmacher (1972–1984)<br>Hiltrud Hampel (1984–1997)<br>Doris Köpf (1997–2016)<br>So-Yeon Kim (2017-)

Útgáfa síðunnar 7. ágúst 2018 kl. 00:43

Gerhard Schröder
Gerhard Schröder árið 2015 í Berlín.
Kanslari Þýskalands
Í embætti
27. október 1997 – 22. nóvember 2005
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. apríl 1944 (1944-04-07) (79 ára)
Blomberg, Norðurrín-Vestfalíu, Þýskalandi
ÞjóðerniÞýskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiEva Schubach (1968–1972)
Anne Taschenmacher (1972–1984)
Hiltrud Hampel (1984–1997)
Doris Köpf (1997–2016)
So-Yeon Kim (2017-)
BörnViktoria, Gregor
HáskóliGeorg-August-háskólinn í Göttingen
Undirskrift

Gerhard Fritz Kurt Schröder (f. 7. apríl 1944) var kanslari Þýskalands frá 27. október 199822. nóvember 2005. Við af honum í því embætti tók Angela Merkel.

Schröder hafði verið sambandsforseti ungliðahreyfingar Jafnaðarmannaflokksins á áttunda áratugnum. Hann gekk í sambandsstjórn flokksins árið 1989 og varð héraðsráðherra Neðra-Saxlands ári síðar í stjórnarsamstarfi flokksins við Græningja. Hann var endurkjörinn tvisvar með hreinan meirihluta og var valinn sem kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins gegn Helmut Kohl í þýsku þingkosningunum árið 1998. Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur í kosningunum og Schröder tók við kanslaraembættinu mánuði síðar í fyrsta stjórnarsamstarfi Græningja og Jafnaðarmanna í ríkisstjórn alls Þýskalands. Fyrsta kjörtímabil Schröders einkenndist af talsverðri frjálslyndisvæðingu en einnig af nokkrum hneykslismálum, þar á meðal áhyggjum af útbreiðslu kúariðu með neyslu á nautakjöti. Á stjórnartíð Schröders mótmæltu Þjóðverjar einnig harðlega innrás Bandaríkjamanna í Írak og Schröder komst þannig upp á kant við George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Árið 2002 vann stjórnarsamstarf Schröders endurkjör. Aukið atvinnuleysi leiddi til þess að Schröder kynnti hina svokölluðu „Agenda 2010“-áætlun. Áætlunin einkenndist af niðurskurði í opinberum útgjöldum og frjálslyndisumbótum í ríkisrekstri sem reitti kjósendur Jafnaðarmannaflokksins mjög til reiði og leiddi til þess að vinsældir Schröders döluðu. Þegar stjórn Schröders bað ósigur í héraðskosningum í Norðurrín-Vestfalíu í maí árið 2005 kallaði Schröder til nýrra þingkosninga. Í september sama ár bað Jafnaðarmannaflokkurinn nauman ósigur fyrir Kristilega demókrataflokknum. Í kjölfarið gengu Jafnaðarmannaflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn í stjórnarsamstarf þar sem Angela Merkel gerðist kanslari í stað Schröders.

Heimild


Fyrirrennari:
Helmut Kohl
Kanslari Þýskalands
(27. október 199722. nóvember 2005)
Eftirmaður:
Angela Merkel