Munur á milli breytinga „Akrar (Skagafirði)“

Jump to navigation Jump to search
m
 
== Akratorfa ==
Rétt fyrir utan eyðibýlin ''Vaglagerði'' og ''Grundarkot'' ásamt bænum [[Þorleifstaðir|Þorleifstöðum]] stendur bæjarþyrpingin ''Akratorfa'', hún samanstendur af nokkrum bæjum. Þyrpingin er oftar en ekki kennd við bæinn Stóru-Akra (Akrir í máli sumra Blöndhlíðinga) einnig. Akrar, Akratorfan og Stóru-Akrar eru allt nöfn sem gjarnan eru notuð til að lýsa sömu bæjarþyrpinguni, allt eftir því við hvern þú talar.
 
=== Stóru-Akrar ===
Stóru-Akrar voruer kunnasti bær Akratorfunar, þar var höfðingjasetur og löngum eitt af helstu stórbýlum og höfuðbólum Skagafjarðar. Þar sátu landskunnir höfðingjar og fyrirmenn, hirðstjórar, lögmenn og sýslumenn. Björn prestur Brynjólfsson bjó þar á fyrri hluta 14. aldar og afkomendur hans um langan aldur. Sonur Björns var Brynjólfur ríki Björnsson (d. 1381) og síðan Björn sonur hans (d. um 1403). Dóttir hans var [[Sigríður Björnsdóttir|Sigríður]], sem giftist seinni manni sínum, [[Þorsteinn Ólafsson (lögmaður)|Þorsteini Ólafssyni]] lögmanni í [[Hvalsey]]jarkirkju á [[Grænland]]i [[1408]] en vitnisburður um brúðkaupið er síðasta örugga heimild um búsetu norrænna manna þar. Einkadóttir þeirra var kölluð [[Akra-Kristín Þorsteinsdóttir|Akra-Kristín]]. Hún var fyrst gift [[Helgi Guðnason|Helga Guðnasyni]] lögmanni en síðar [[Torfi Arason|Torfa Arasyni]] hirðstjóra. Dóttir hennar og Helga var Ingveldur, kona [[Þorleifur Björnsson hirðstjóri|Þorleifs Björnssonar]] hirðstjóra á [[Reykhólar|Reykhólum]].
 
Dætur Ingveldar og Þorleifs, Guðný og Helga, eignuðust Akra eftir foreldra sína og bjó Guðný, sem kölluð var Akra-Guðný, lengi á jörðinni með manni sínum, [[Grímur Jónsson (lögmaður)|Grími Jónssyni]] lögmanni. Hinn hlutann eignaðist Gunnar Gíslason á [[Víðivellir|Víðivöllum]]. Dóttir hans var Solveig kvennablómi, kona [[Arngrímur Jónsson lærði|Arngríms lærða]], og virðist Arngrímur hafa búið þar um tíma og seinna Jón sonur hans. Hann seldi Eggert Jónssyni jörðina árið 1630 og bjuggu afkomendur hans þar þangað til [[1743]], þegar hún var seld [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússyni,]], sýslumanni Skagfirðinga og síðar landfógeta. Hann byggði þar á árunum 1743-1745 myndarlegan [[torfbær|torfbæ]] sem búið var í til [[1938]] og stendur enn að hluta. Hann er undir umsjá [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]] og hefur verið endurgerður.

Leiðsagnarval