Munur á milli breytinga „Akrar (Skagafirði)“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Gamli bærinn á Ökrum.JPG|thumbnail|Gamli bærinn á Stóru-Ökrum, að hluta til frá tíma [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]].|alt=|366x366dp]]'''Akrar''' er bæjarþyrping í [[Blönduhlíð]] fyrir neðan [[Akrafjall (Skagafjörður)|Akrafjall]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Þar standa fjórir bæir þétt í nágreni við hvorn annan og kallast þar '''Akratorfa'''. Bæirnir eru Minni-Akrar, Stóru-Akrar, Höskuldsstaðir og Miðhús. [[Eggert Jónsson (Lögréttumaður)|Eggert Jónsson]] lögréttumaður hafði aðsetur á Ökrum, en sonur hans Jón Eggertsson var klausturhaldari á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum]]. Fyrrum var ferjustaður á Héraðsvötnum undan Ökrum og var þar síðasta dragferja fram undir 1930. Ökrum fylgir svonefndur Akradalur, sem gengur langt inn í fjallendið austur af Blönduhlíð.
 
== Akratorfa ==
 
=== Stóru-Akrar ===
[[Mynd:Gamli bærinn á Ökrum.JPG|thumbnail|Gamli bærinn á Stóru-Ökrum, að hluta til frá tíma Skúla Magnússonar.]]
 
Stóru-Akrar voru höfðingjasetur og löngum eitt af helstu stórbýlum og höfuðbólum Skagafjarðar. Þar sátu landskunnir höfðingjar og fyrirmenn, hirðstjórar, lögmenn og sýslumenn. Björn prestur Brynjólfsson bjó þar á fyrri hluta 14. aldar og afkomendur hans um langan aldur. Sonur Björns var Brynjólfur ríki Björnsson (d. 1381) og síðan Björn sonur hans (d. um 1403). Dóttir hans var [[Sigríður Björnsdóttir|Sigríður]], sem giftist seinni manni sínum, [[Þorsteinn Ólafsson (lögmaður)|Þorsteini Ólafssyni]] lögmanni í [[Hvalsey]]jarkirkju á [[Grænland]]i [[1408]] en vitnisburður um brúðkaupið er síðasta örugga heimild um búsetu norrænna manna þar. Einkadóttir þeirra var kölluð [[Akra-Kristín Þorsteinsdóttir|Akra-Kristín]]. Hún var fyrst gift [[Helgi Guðnason|Helga Guðnasyni]] lögmanni en síðar [[Torfi Arason|Torfa Arasyni]] hirðstjóra. Dóttir hennar og Helga var Ingveldur, kona [[Þorleifur Björnsson hirðstjóri|Þorleifs Björnssonar]] hirðstjóra á [[Reykhólar|Reykhólum]].
 

Leiðsagnarval