„Bræðralag múslima“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Hlutleysi}}

'''Bræðralag múslima''' eru samtök súnní-múslima, sem vinna að markmiðum sínum eftir pólitískum leiðum og með hryðjuverkum og hernaði. Samtökin voru stofnuð af [[Hassan al-Banna]] (f.1906 - d.1949) árið 1928 í kjölfar hruns Ottóman-veldisins. Markmið Bræðralagsins er að koma á fót íslömsku heimsveldi með ''jihad''. Slagorð Bræðralags múslima hljóðar þannig: “Allah er takmark okkar; Spámaðurinn [Múhameð] er leiðtogi okkar; Lögmál okkar er Kóraninn; Jihad er okkar leið; dauði fyrir Allah er okkar hæsta von.”
'''Bræðralag múslima''' eru samtök súnní-múslima, sem vinna að markmiðum sínum eftir pólitískum leiðum og með hryðjuverkum og hernaði. Samtökin voru stofnuð af [[Hassan al-Banna]] (f.1906 - d.1949) árið 1928 í kjölfar hruns Ottóman-veldisins. Markmið Bræðralagsins er að koma á fót íslömsku heimsveldi með ''jihad''. Slagorð Bræðralags múslima hljóðar þannig: “Allah er takmark okkar; Spámaðurinn [Múhameð] er leiðtogi okkar; Lögmál okkar er Kóraninn; Jihad er okkar leið; dauði fyrir Allah er okkar hæsta von.”



Útgáfa síðunnar 23. maí 2018 kl. 22:49

Bræðralag múslima eru samtök súnní-múslima, sem vinna að markmiðum sínum eftir pólitískum leiðum og með hryðjuverkum og hernaði. Samtökin voru stofnuð af Hassan al-Banna (f.1906 - d.1949) árið 1928 í kjölfar hruns Ottóman-veldisins. Markmið Bræðralagsins er að koma á fót íslömsku heimsveldi með jihad. Slagorð Bræðralags múslima hljóðar þannig: “Allah er takmark okkar; Spámaðurinn [Múhameð] er leiðtogi okkar; Lögmál okkar er Kóraninn; Jihad er okkar leið; dauði fyrir Allah er okkar hæsta von.”

Hassan al-Banna var skólakennari í litlu þorpi norður af Kaíró í Egyptalandi og tók ungur þátt í obeldisverkum múslima gegn kristnu fólki og múslimum sem ekki þóttu nógu trúræknir í heimabæ hans.

Bræðralagið stofnaði snemma leynilegan her skæruliða (arabíska: al-Tanzim al-Khass) sem stóð fyrir mörgum ofbeldisverkum, þar á meðal morðið á dómaranum Ahmed Khazinder Bey árið 1947, morðið á forsætisráðherra Egyptalands árið 1948, sprengjuárásum á gyðinga og fyrirtæki í eigu gyðinga, árásum á vestræna ferðamenn og sprengjuárásir á lestar og lögreglustöðvar. Bræðralagið tók þátt í valdaráni hersins í Egyptalandi árið 1952.

Fjölmargir hryðjuverkahópar súnní-múslima hafa verið stofnaðir út frá Bræðralagi múslima, þar á meðal er Al-Kaída, Al-Gama’a al-Islamiyya (íslenska: “íslamski hópurinn”) og Íslamska ríkið (ISIS, ISIL).

Barack Hussein Obama forseti Bandaríkjanna árin 2009-2016 og stjórn hans litu á Bræðralag múslima sem hófsamt, friðsamt stjórnmálaafl sem gæti verið til mótvægis við harðlínu-múslima. Stjórn Obama stóð fyrir samtali við Bræðralagið og fjármagnaði vopnakaup til þeirra. Í kjölfarið sigraði frambjóðandi Bræðralagsins, Mohamed Morsi, forsetakosningar í Egyptalandi árið 2012 og uppreisnir og ofbeldisalda, sem kölluð var “arabíska vorið”, fór um Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Einræðisherra Líbíu var myrtur, forseta Túnis var steypt af stóli og Íslamska ríkið (ISIS) lagði undir sig stóran hluta Sýrlands og Íraks.[1]

Bræðralag múslima hefur verið sett á skrá yfir hryðjuverkasamtök í Egyptalandi og víðar. Árið 2014 var Bræðralaginu formlega lýst sem hryðuverkasamtökum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Árið 2016 og aftur árið 2017 var lögð fram þingsályktun á bandaríska þinginu sem lýsir Bræðralaginu og tengslahópum þess sem hryðjuverkasamtökum.


Tilvísanir

  1. Gordon M. Hahn, “Obama’s Muslim Brotherhood Strategy, the ‘War’ Against Jihadism, and Russia’s Syria Intervention – Parts 1 and 2”, Russian and Eurasian Politics, 5.3.2016, https://gordonhahn.com/2016/03/05/the-obama-administrations-muslim-brotherhood-strategy-and-the-war-against-jihadism-parts-1-and-2/, sótt 9.5.2018


Heimildir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.