„Drammen“: Munur á milli breytinga

Hnit: 59°44′00″N 10°10′00″A / 59.73333°N 10.16667°A / 59.73333; 10.16667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
+kort
 
Lína 15: Lína 15:
|Vefsíða = http://www.drammen.kommune.no/
|Vefsíða = http://www.drammen.kommune.no/
}}
}}
[[Mynd:Drammensfjorden.jpg|thumb|Drammen við samnefndan fjörð.]]
'''Drammen''' er borg í [[Buskerud]]-fylki í [[Noregur|Noregi]]. Íbúafjöldi var um 63.000 árið [[2017]] en um 150.000 bjuggu innan marka sveitarfélagsins. Í gegnum borgina rennur [[Drammenselva]] sem hefur verið lífæð hennar í gegnum tíðina. Borgin og áin eru stundum kölluð '''Dröfn''' á íslensku.
'''Drammen''' er borg í [[Buskerud]]-fylki í [[Noregur|Noregi]]. Íbúafjöldi var um 63.000 árið [[2017]] en um 150.000 bjuggu innan marka sveitarfélagsins. Í gegnum borgina rennur [[Drammenselva]] sem hefur verið lífæð hennar í gegnum tíðina. Borgin og áin eru stundum kölluð '''Dröfn''' á íslensku.



Nýjasta útgáfa síðan 4. apríl 2018 kl. 00:20

59°44′00″N 10°10′00″A / 59.73333°N 10.16667°A / 59.73333; 10.16667

Drammen
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Upplýsingar
Fylki Buskerud
Flatarmál
 – Samtals
366. sæti
137 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
10. sæti
63,000
0,46/km²
Borgarstjóri Tore Opdal Hansen
Þéttbýliskjarnar Drammen
Póstnúmer 3þús og eitthvað
Opinber vefsíða
Drammen við samnefndan fjörð.

Drammen er borg í Buskerud-fylki í Noregi. Íbúafjöldi var um 63.000 árið 2017 en um 150.000 bjuggu innan marka sveitarfélagsins. Í gegnum borgina rennur Drammenselva sem hefur verið lífæð hennar í gegnum tíðina. Borgin og áin eru stundum kölluð Dröfn á íslensku.

Drammen er vinabær Stykkishólms.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hellaristur í Drammen eru taldar vera 6-7.000 ára gamlar. Þá var sjávarstaða hærri en hún er í dag, svo mannvistarleyfar voru nokkuð hátt í ásunum kringum borgina. Stærsta hellaristan sýnir elg og líffæri hans nokkuð vel.

Í raun byggðist Drammen þrjú aðskilin þorp; Bragernes, Strømsø og Tangen. Þessi þrjú sameiðustu þó árið 1811 sem Drammen eins og hún er í dag.

Þegar skógarhögg var sem mest í Buskerud rak timbrið niður Drammenselva niður að Drammensfirði, þar sem það var unnið, sagað og flutt til kaupandans. Í kringum Drammen var því mikil iðnaður í kringum sagirnar og pappírsframleiðslu.

Allt fram á 9. áratug síðustu aldar fór allt skolp óhreinsað í Drammenselva en nú hefur verið gerð breyting á, og er áin að breytast út skolp-æð með 300 m³/s í eina bestu laxveiðiá landsins.

Náttúra[breyta | breyta frumkóða]

Drammen liggur í dal milli tveggja ása og rennur Drammenselva í botni hans. Norðan við dalinn er Bragernesåsen og sunnan hans er Konnerudåsen. Í báðum ásum eru skíðasvæði sem eru opin frá desember fram í apríl.

Í Drammen er auðvelt að komast út í skóg og liggja þar stígar um allar trissur. Þessir stígar nýtast vel hvort sem er sumar eða vetur, enda eru troðnar skíðaleiðir um báða ásanna.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Borgarstjóri Drammen er Tore Opdal Hansen og situr hann fyrir Hægrimenn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Knudsen, Tor Adler og Sellæg, Jo. (1992). Drammen - Kort og godt. Brakar lokalhistoriks forlag. ISBN 82-91263-00-0.
25 stærstu borgir Noregs (árið 2017)[1]

Ósló (1.000 þúsund íbúar) | Björgvin (255 þúsund íbúar) | Stafangur (222 þúsund íbúar) | Þrándheimur (183 þúsund íbúar) | Drammen (117 þúsund íbúar)  | Fredrikstad (112 þúsund íbúar) | Porsgrunn/Skien (93 þúsund íbúar) | Kristiansand (63 þúsund íbúar) | Álasund (52 þúsund íbúar) | Tønsberg (51 þúsund íbúar) | Moss (47 þúsund íbúar) | Haugesund (44 þúsund íbúar) | Sandefjord (44 þúsund íbúar) | Arendal (43 þúsund íbúar) | Bodø (41 þúsund íbúar) | Tromsø (39 þúsund íbúar)  | Hamar (27 þúsund íbúar) | Halden (25 þúsund íbúar) | Larvik (24 þúsund íbúar) | Askøy (23 þúsund íbúar) | Kongsberg (22 þúsund íbúar) | Harstad (20 þúsund íbúar) | Molde (20 þúsund íbúar) | Gjøvik (20 þúsund íbúar) Lillehammer (20 þúsund íbúar) | Horten (20 þúsund íbúar) | Mo i Rana (18 þúsund íbúar)