Munur á milli breytinga „Áströlsk mál“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Þótt áströlsku málin séu æði ólík að málfræðilegri byggingu eru nokkur atriði þeim sameiginleg. Orðaröð í setningum er mjög lík. Nefnifall hefur yfirleitt tvö form, annað sem notað er með áhrifalausum sögnum, hitt með áhrifssögnum til að tákna gerenda. Í beyginarkerfum margra málanna er að finna andlagsfall, eignarfall, verkfærisfall og staðarfall. Lýsingarorð fara á eftir nafnorðum. Sagnorð hafa enga þolmynd og töluorð eru örfá. Sum orð er að finna í þeim nær öllum svo sem ''mil'': Auga, ''kutara'': Tveir, ''mara'': Hönd. Hljóðkerfið mjög áþekkt í öllum málunum. Mörg orð hefjast á [[bakmælt nefhljóð|bakmælta nefhljóðinu]] (ng).
 
Undir lok mars 2018 birtu ástralskir málvísindamenn í tímariti málvísindamanna Diachronica linguistics journal niðurstöður rannsókna sinna sem staðið höfðu í 3 ár þar sem þeir kváðust í fyrsta sinn hafa sannað það sem oft hafði verið talið að öll áströlsk mál væru í raun skyld og komin af einu máli. Einkum hafði staðið í vegi fyrir tilgátu þessari að hún gekk í berhögg við hugmyndir um hvernig frumbyggjar hefðu komið til ástralíu og dreyfst um hana. Ennfremur höfðu sumir talið að ekki væru unt að sýna fram á skildleika þerra allra og að einhver útkants mælútkantsmál væru fyrir utan þau flest.
 
[[Flokkur:Tungumál]]
22

breytingar

Leiðsagnarval