Munur á milli breytinga „William Lamb, vísigreifi af Melbourne“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
|undirskrift = William Lamb, 2nd Viscount Melbourne Signature.svg
}}
'''William Lamb, annar vísigreifinn af Melbourne''' (15. mars 1779 – 24. nóvember 1848) var breskur stjórnmálamaður úr röðum [[Viggar (Bretland)|Vigga]] sem var innanríkisráðherra (1830–1834) og [[forsætisráðherra Bretlands]] (1834 og 1835–1841). Hann er helst þekktur fyrir að hafa verið pólitískur lærifaðir [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningar]] þegar hún var 18 til 21 árs en Viktoría tók við krúnunni á ráðherratíð hans. Melbourne er yfirleitt ekki talinn með bestu forsætisráðherraforsætisráðherrum Bretlands þar sem engar meiriháttar innan- eða utanríkisdeilur komu upp í ráðherratíð hans og hann vann því engin meiriháttar afrek. Hann þótti þó góðhjartaður, heiðarlegur og laus við eigingirni.<ref>J. A. Cannon, „Melbourne, William Lamb, 2nd Viscount“, ''The Oxford Companion to British History'' (2009) bls. 634.</ref> Borgin [[Melbourne]] í Ástralíu er nefnd eftir honum.
 
Melbourne var tvisvar forsætisráðherra Bretlands. Fyrri ráðherratíð hans lauk árið 1834 þegar [[Vilhjálmur 4. Bretakonungur]] leysti hann frá störfum. Þetta var í síðasta sinn sem breskur einvaldur vék forsætisráðherra úr embætti. Hann var útnefndur í embættið á ný sex mánuðum síðar og gegndi því í sex ár.

Leiðsagnarval