„HAM (hljómsveit)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
fallbeygingar
Lína 24: Lína 24:
'''HAM''' er íslensk [[rokkhljómsveit]] sem starfaði á árunum 1988 – 1994. Kom aftur saman á tvennum tónleikum árið 2001 og 15. nóvember 2008 á tónleikunum "Áfram með lífið" í Laugardalshöll en hefur starfað síðan breiðskífan [[Svik, harmur og dauði|Svik, Harmur og Dauði]] kom út árið 2011.</onlyinclude>
'''HAM''' er íslensk [[rokkhljómsveit]] sem starfaði á árunum 1988 – 1994. Kom aftur saman á tvennum tónleikum árið 2001 og 15. nóvember 2008 á tónleikunum "Áfram með lífið" í Laugardalshöll en hefur starfað síðan breiðskífan [[Svik, harmur og dauði|Svik, Harmur og Dauði]] kom út árið 2011.</onlyinclude>


Hljómsveitin var í tengslum við [[Smekkleysa|Smekkleysu]]hópinn, og var vel þekkt í íslensku neðanjarðartónlistarsenuni en náði meiri meginstraumsathygli með síðustu breiðskífu sinni. Hljómsveitin var brautryðjandi þyngra rokks á Íslandi og meðal fólks sem að spilaði með henni má nefna [[Dr. Gunni]], en hann spilaði á gítar með þeim í nokkra mánuði snemma á ferlinum og [[Björk Guðmundsdóttir]], en hún spilaði með þeim á [[pípuorgel]] í kringum tökurnar á [[Sódóma Reykjavík|Sódómu Reykjavík]]. Hún tók líka upp nokkur lög með þeim í tengslum við þá mynd. Hljómsveitin náði samt aldrei neinum víðtækum vinsældum á Íslandi á meðan hún starfaði en hefur síðar hlotið almenna viðurkenningu sem mikilvæg hljómsveit í rokksögu Íslands.</onlyinclude>
Hljómsveitin var í tengslum við [[Smekkleysa|Smekkleysu]]hópinn, og var vel þekkt í íslensku neðanjarðartónlistarsenuni en náði meiri meginstraumsathygli með síðustu breiðskífu sinni. Hljómsveitin var brautryðjandi þyngra rokks á Íslandi og meðal fólks sem að spilaði með henni má nefna [[Dr. Gunni|Dr. Gunna]], en hann spilaði á gítar með þeim í nokkra mánuði snemma á ferlinum og [[Björk Guðmundsdóttir|Björk Guðmundsdóttur]], en hún spilaði með þeim á [[pípuorgel]] í kringum tökurnar á [[Sódóma Reykjavík|Sódómu Reykjavík]]. Hún tók líka upp nokkur lög með þeim í tengslum við þá mynd. Hljómsveitin náði samt aldrei neinum víðtækum vinsældum á Íslandi á meðan hún starfaði en hefur síðar hlotið almenna viðurkenningu sem mikilvæg hljómsveit í rokksögu Íslands.</onlyinclude>


== Saga ==
== Saga ==
HAM hóf æfingar laust fyrir áramót 1987. Hljómsveitin spilaði sína fyrstu tónleika á skemmtistaðnum Tunglið 10. mars 1988. Fyrsta hljómplata sveitarinnar var [[stuttskífa]]n ''[[Hold]]''. Þá samanstóð hljómsveitin af Sigurjóni Kjartanssyni, Óttarri Proppé, Birni S. Blöndal og fyrsta trommaranum, Ævar Ísberg. <ref name=":0">[http://grapevine.is/mag/feature/2011/09/20/itsnocoincidencewevebeencalledtheironicgeneration/]Dr. Gunni, “It’s No Coincidence We’ve Been Called The Ironic Generation”, ''The Reykjavík Grapevine,'' 20. september 2011.</ref>Platan fékk nær enga spilun í [[útvarp]]i og var mjög umdeild. Gert var myndband við lagið „Trúboðssleikjari“ en [[Sjónvarpið]] brenndi eina eintakið sem til var af því þar sem myndefnið þótti ekki við hæfi.
HAM hóf æfingar laust fyrir áramót 1987. Hljómsveitin spilaði sína fyrstu tónleika á skemmtistaðnum Tunglinu 10. mars 1988. Fyrsta hljómplata sveitarinnar var [[stuttskífa]]n ''[[Hold]]''. Þá samanstóð hljómsveitin af Sigurjóni Kjartanssyni, Óttarri Proppé, Birni S. Blöndal og fyrsta trommaranum, Ævari Ísberg. <ref name=":0">[http://grapevine.is/mag/feature/2011/09/20/itsnocoincidencewevebeencalledtheironicgeneration/]Dr. Gunni, “It’s No Coincidence We’ve Been Called The Ironic Generation”, ''The Reykjavík Grapevine,'' 20. september 2011.</ref>Platan fékk nær enga spilun í [[útvarp]]i og var mjög umdeild. Gert var myndband við lagið „Trúboðssleikjari“ en [[Sjónvarpið]] brenndi eina eintakið sem til var af því þar sem myndefnið þótti ekki við hæfi.


Útrás sveitarinnar, eða tilraun til útrásar, hófst með því að hún hitaði upp fyrir [[Sykurmolarnir|Sykurmolana]] á fimm tónleikum í [[Þýskaland]]i árið [[1988]]. Árið eftir sendi sveitin frá sér plötuna ''[[Buffalo virgin|Buffalo Virgin]]'' sem fyrirtækið [[One Little Indian]] gaf út. Þá hafði Hallur Ingólfsson tekið við sem trommari hljómsveitarinnar og spilaði með þeim næsta árið en á þeim tíma gáfu þeir meðal annars út lagið ''Animalia''. Á eftir fylgdi að spila á tónleikum í [[New York]]. Hljómplatan ''Pleasing The Pirahna'' var tekin upp árið [[1990]] en hún kom reyndar aldrei út. Önnur óútgefin plata Ham er platan ''Pimpmobile'' að sögn Óttars Proppé í tónlistarspurningarþættinum Popppunkti árið 2004.
Útrás sveitarinnar, eða tilraun til útrásar, hófst með því að hún hitaði upp fyrir [[Sykurmolarnir|Sykurmolana]] á fimm tónleikum í [[Þýskaland]]i árið [[1988]]. Árið eftir sendi sveitin frá sér plötuna ''[[Buffalo virgin|Buffalo Virgin]]'' sem fyrirtækið [[One Little Indian]] gaf út. Þá hafði Hallur Ingólfsson tekið við sem trommari hljómsveitarinnar og spilaði með þeim næsta árið en á þeim tíma gáfu þeir meðal annars út lagið ''Animalia''. Á eftir fylgdi að spila á tónleikum í [[New York]]. Hljómplatan ''Pleasing The Pirahna'' var tekin upp árið [[1990]] en hún kom reyndar aldrei út. Önnur óútgefin plata Ham er platan ''Pimpmobile'' að sögn Óttars Proppé í tónlistarspurningarþættinum Popppunkti árið 2004.

Útgáfa síðunnar 22. mars 2018 kl. 04:00

HAM
Hljómsveitin HAM
Hljómsveitin HAM
Upplýsingar
UppruniKópavogur / Hafnarfjörður
Ár1988 -

HAM er íslensk rokkhljómsveit sem starfaði á árunum 1988 – 1994. Kom aftur saman á tvennum tónleikum árið 2001 og 15. nóvember 2008 á tónleikunum "Áfram með lífið" í Laugardalshöll en hefur starfað síðan breiðskífan Svik, Harmur og Dauði kom út árið 2011.

Hljómsveitin var í tengslum við Smekkleysuhópinn, og var vel þekkt í íslensku neðanjarðartónlistarsenuni en náði meiri meginstraumsathygli með síðustu breiðskífu sinni. Hljómsveitin var brautryðjandi þyngra rokks á Íslandi og meðal fólks sem að spilaði með henni má nefna Dr. Gunna, en hann spilaði á gítar með þeim í nokkra mánuði snemma á ferlinum og Björk Guðmundsdóttur, en hún spilaði með þeim á pípuorgel í kringum tökurnar á Sódómu Reykjavík. Hún tók líka upp nokkur lög með þeim í tengslum við þá mynd. Hljómsveitin náði samt aldrei neinum víðtækum vinsældum á Íslandi á meðan hún starfaði en hefur síðar hlotið almenna viðurkenningu sem mikilvæg hljómsveit í rokksögu Íslands.

Saga

HAM hóf æfingar laust fyrir áramót 1987. Hljómsveitin spilaði sína fyrstu tónleika á skemmtistaðnum Tunglinu 10. mars 1988. Fyrsta hljómplata sveitarinnar var stuttskífan Hold. Þá samanstóð hljómsveitin af Sigurjóni Kjartanssyni, Óttarri Proppé, Birni S. Blöndal og fyrsta trommaranum, Ævari Ísberg. [1]Platan fékk nær enga spilun í útvarpi og var mjög umdeild. Gert var myndband við lagið „Trúboðssleikjari“ en Sjónvarpið brenndi eina eintakið sem til var af því þar sem myndefnið þótti ekki við hæfi.

Útrás sveitarinnar, eða tilraun til útrásar, hófst með því að hún hitaði upp fyrir Sykurmolana á fimm tónleikum í Þýskalandi árið 1988. Árið eftir sendi sveitin frá sér plötuna Buffalo Virgin sem fyrirtækið One Little Indian gaf út. Þá hafði Hallur Ingólfsson tekið við sem trommari hljómsveitarinnar og spilaði með þeim næsta árið en á þeim tíma gáfu þeir meðal annars út lagið Animalia. Á eftir fylgdi að spila á tónleikum í New York. Hljómplatan Pleasing The Pirahna var tekin upp árið 1990 en hún kom reyndar aldrei út. Önnur óútgefin plata Ham er platan Pimpmobile að sögn Óttars Proppé í tónlistarspurningarþættinum Popppunkti árið 2004.

Árin 19911992 tók hljómsveitin þátt í gerð kvikmyndarinnar Sódóma Reykjavík þar sem Sigurjón samdi að auki mestalla tónlistina í myndinni. Það er ekki síst sú mynd sem hefur haldið orðstír sveitarinnar á lofti síðan hún hætti. Saga rokksins kom út 1993 og þann 4. júní 1994 hélt hljómsveitin síðustu tónleika sína á skemmtistaðnum Tunglinu í Reykjavík, þeir tónleikar voru hljóðritaðir og komu svo út á plötunni HAM lengi lifi. Árið 1995 voru áður óútgefnar stúdíóupptökur sveitarinnar gefnar út á plötunni Dauður hestur.

HAM lá svo í dvala allt til ársins 2001 þegar það spurðist út að þýska hljómsveitin Rammstein myndi spila á Íslandi um sumarið, þá komst af stað þrálátur orðrómur um það að Sigurjón hefði einhvern tíma sagt að eini möguleikinn á því að HAM kæmi saman aftur væri til þess að hita upp fyrir Rammstein. Sigurjón neitaði því reyndar að hafa sagt það en engu að síður var ákveðið að kalla hljómsveitina saman á ný. Hún spilaði á skemmtistaðnum Gauki á Stöng þann 14. júní og svo í allra síðasta skiptið (að eigin sögn) þann 15. júní fyrir 5.500 manns í Laugardalshöll einmitt til að hita upp fyrir Rammstein. Tónleikarnir á Gauknum voru svo gefnir út á tónleikaplötunni Skert flog.

Ham átti að spila á tónlistarhátíðinni Reykjavík Rokkar sumarið 2006 ásamt The Darkness og Motörhead, en sú tónlistarhátíð féll niður vegna ónógrar miðasölu. Þess í stað boðuðu þeir stuttu seinna til tónleika á skemmtistaðnum NASA í Reykjavík, þann 29. júní. Þar var húsfyllir og Ham liðar tóku gamalt efni í bland við nýtt. Þeir léku einnig á tónlistarhátíð alþýðunar, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði árið 2007.

HAM kom aftur saman til þess að spila á Iceland Airwaves árið 2010 og 2011. Einnig spiluðu þeir á rokkhátíð í Hörpunni, á opnunarhelgi tónlistarhússins og síðar á tónlistarhátíðinni Secret solstice og á Eistnaflugi margsinnis.

Árið 2011 gaf HAM út Svik, harmur og dauði þá 22 árum eftir stofnun hljómsveitarinnar. Sigurjón sagði plötuna vera þunga og dramatíska. Það hafði ávallt heillað hljómsveitina að skapa dramatíska og angurværa tónlist. Sigurjón sagðist hafa upplifað margt og þroskast frá því að síðasta platan kom út og því hafði hljómsveitin tækifæri til að semja tónlist sem var ólík fyrri tónlist þeirra. Sigurjón tók fram að textarnir væru ekki byggð á hans persónulegu upplifun, þeir eru endurspeglun Óttarrs á tónlistinni. Tónlistin kemur fyrst, síðan textinn. Sigurjón sagðist vera ánægður með plötuna, hún var fimm ár í bígerð en tók aðeins þrjá daga að taka upp.

Árið 2017 kom svo út platan Söngvar um helvíti mannanna. Lögin Vestur-Berlín og Þú lýgur voru fyrst gefin út og hljómuðu í útvarpi.

Útgefin verk

Tenglar

  1. [1]Dr. Gunni, “It’s No Coincidence We’ve Been Called The Ironic Generation”, The Reykjavík Grapevine, 20. september 2011.